Tuesday, November 20, 2007

Yndislegt veður....



.....og svo situr maður inni að vinna í tölvunni..........


Ég hefði verið svo til í að fara á rjúpnaveiðar í dag, en þá ekki til að veiða rjúpu, heldur til að fá mér göngutúr. Það virðist nefnilega þannig komið að það er ekkert mál að fá frí í vinnunni til að labba á fjöll og skjóta rjúpur því veðrið er svo gott, en það yrði sennilega horft undarlega á mig ef ég segði: "Mætti ég fá frí í dag, það er svo gott veður og mig langar í heislubótargöngu upp í fjall".

Þessi síðasta er tekin 10 mín. á eftir hinum. Fljótt að dimma þegar sólin sest. En mikið er þetta fallegt!

3 comments:

Anonymous said...

Éééég viiiil fara, upp í sveit! Þar um vetrartíma vera, veit ég þar er gott að bera.
Ég held ég hafi notað of mikið af rúðuúða áðan, best að fara út að fá mér frískt loft.

Steinrún Ótta said...

hí, hí.....gott að bera. Go for it girl! Ef þú ert heppin nærðu á sjúkrahúsið á Norðfirði... annars gætirðu átt á Fagradalnum eða í Oddsskarðinu ;o)
En í guðana bænum hættu með úðann kona!

Anonymous said...

Sama má segja með reykingarpásurnar! Þær sem reyktu fengu alltaf að skreppa út í skálanum!!! Neinei ef maður bað um að fara út til að fá sér frískt loft var bara horft á mann með stingandi augnarráði!

Bara svona smá sögur af söluskálanum í denn...lofitt!