Dögun færði svo pabba sínum pakka og súkkulaði í morgun á meðan mamman hitaði kaffi. Hún (Dögun) var afar samviskusöm við að taka utan af molanum fyrir pabba sinn, sjálfa sig og mig. En einhverra hluta vegna hvarf minn moli samt á meðan ég var enn í kaffiuppáhellingu........ Dögun kannaðist ekkert við málið.
Annars er það helst að frétta að það eru tónleikar á Eskifirði á morgun kl. 17:00, Requiem eftir Gabriel Faure, Pavane eftir M. Ravel og óbókonsert nr. 2 í d-moll eftir T. Albinoni. Þar á ég víst að þenja raddböndin í aríu sem var upphaflega skrifuð fyrir drengjasópran, Pie Jesu. Það verður spennandi að sjá útkomuna á því. En ég hvet alla til að mæta sem hafa áhuga á klassískri tónlist, uppfærslan á Akureyri tókst víst mjög vel og það verður gaman að sjá hvort hún verði ekki enn betri hér fyrir austan.
Þessi frétt sló mig pínu í gær þegar ég sá hana í sjónvarpinu. Hvernig í ósköpunum gat maðurinn sofið vel með allt þetta á bakinu? Hvernig geta Bandarísk stjórnvöld yfirleitt sofið vel?
En ég vil ekki deyfa helgar-stemninguna með svona pælingum svo ég ætla að setja inn eina gleðifrétt um vinkonu mína Britney sem hlýtur að vera agalega hamingjusöm mannerskja fyrst hún á svona mikið af fötum!
Góða og gæfuríka helgi.
7 comments:
Gangi þér ótrúlega vel að syngja á morgun :* og já til hamingju með gamla kallinn ;)
Vertu viss um að Dögun slefi og kyssi hann extra mikið í tilefni dagsins. En skemmtilegt blogg og haltu áram að blogga !
hamós frá CHP
hefði látið bjóða mér í veislu en kemst því miður ekki
Til hammó með ammó.
Settu afmæliskveðju á kallinn frá mér og eldaðu eitthvað gott fyrir hann í kvöld.
Gangi þér sem best á morgun, hef áhuga á að mæta, ekki spurning, verra með framkvæmdina.
Svala frænka
Gangi þér vel að syngja á morgun. Spurning hvort ég fer eða hvort afinn og amman passi Dögun svo afmælisbarn dagsins komist til að njóta söngsins. Sjáum til...
mamma
Til hamingju pabbinn...
til hamingju (eftir á) með manninn. Ég á nú næstum jafn mikið og britney eftir síðustu kolaportsferð.. :)
Post a Comment