Sunday, February 24, 2008

Svona á konudagurinn að vera:

Rauðar rósir á laugardegi...


Gæsabringur og meðlæti á laugardagskvöldi ala Óðinn...




...ásamt góðu rauðvíni.




Á konudaginn sjálfan var svo farið með Árna, Erlu og krökkunum á kaffihlaðborð á Skriðuklaustur og göngutúr í Trjásafnið eftir á.


Það er gott að eiga góðan mann, ég segi nú ekki annað.

Takk ástin mín!

Friday, February 15, 2008

Hafið þið séð þá myndarlegri???

Spékoppur litli í essinu sínu í Dk. Það er meira hvað maður á myndarlegan frænda....

...og svona líka brosmildan.

(myndunum stolið án samviskubits af síðu prinsins, þar sem frænkan er of langt í burtu til að mynda dýrðina sjálf)

Wednesday, February 13, 2008

og afmælisbarn dagsins er.........

Hún fyllir upp í 19 árin í dag stúlkan atarna. Innilega til hamingju með daginn elsku Dagrún! 
Heppin þú að vera ekki hér því Dögun væri sennilega búin að gera útaf við þig með hamingjuóskum og kossum. Hlökkum til að sjá þig um helgina!

Saturday, February 9, 2008

Hvað var um stelpuna hennar mömmu sinnar?


Mér segist svo hugur að ég eigi EKKERT í Dögun þessa dagana, hins vegar er hún eins og snýtt út úr pabba sínum.

Strepptókokka árás

Eftir viku veikindi hjá einkadótturinni náði hún að smita móður sína af heiftarlegri strepptókokkasýkingu. Ég tók próf á fimmtudagsmorgun sem reyndist neikvæð (ég vissi þó hvað var að gerast og næst ætla ég að hlusta á samviskuna mína sem sagði mér að ég væri samt með þetta ógeð, enda í 4. skiptið sem ég fæ þetta)
kl. 23:00 í gærkvöldi gafst ég upp á bað Óðinn að
hringja á lækni á vakt til að taka annað próf, enda kom ég varla upp orði lengur og gat ekki kyngt eigin munnvatni. Auðvitað varð prófið strax jákvætt og mín sett á pensilín og verkjatöflur undir eins. En það er ekki heiglum hent að kyngja einhverjum risa töflum með stokkbólginn háls, og því tók við mikil barátta að koma þessari björgun niður í maga.
Þrátt fyrir tvöfaldan pensilín-skammt í gærkvöldi, einn skammt í morgun og yfirgengilegt magn af verkjalyfjum er ég lítið að skána. Dögun hefur litla samúð með veikri móður og spyr spurninga út í eitt þrátt fyrir að ég geti ekki svarað nema á táknmáli. Svo dregur hún mig um allt til að sýna mér hluti, lætur mig kveikja á videoinu, gefa sér að borða og tjatta um hitt og þetta. Hins vegar lætur hún fullfrískan föður sinn alveg eiga sig og bregst hin vers
ta við ef að hann ætlar að hlífa mér og bjarga fyrirspurnum prinsessunnar. Er þetta ekki merkilegt?
Börnin finna strax á sér ef þau fá ekki fulla athygli móður sinnar og gera því allt sem í þeirra valdi stendur til að endurheimta hana og ÖLLUM aðferðum er beitt, öskrum, blíðu, kossum, grátri, spörkum og mútum.

Stundum vildi ég að ég væri enn 2 og 1/2 árs.

Thursday, February 7, 2008

Annar í öskudegi.

Eftir að við fengum að passa Steinar litla frænda í gær, við mikinn fögnuð heimasætunnar, fengum við Unnar stóra bróður hans í heimsókn í dag til að leika. Unnar tók með sér fína íþróttaálfa-búninginn sinn og Dögun fann mikla þörf fyrir að bregða sér í líki Tuma tígurs. Nú sitja þeir félagar Tumi og Hr. Íþróttaálfur og dunda sér inni í herbergi með tónlist á. Öllu ægir saman dúkkum, tuskudýrum, ponýhestum, Línu langsokk húsi, kubbum, bókum og matarstelli. Ekki veit ég hvað leikurin heitir en eitt er víst að krakkarnir una sér vel í sínum eigin litla óreiðu-heimi.

Wednesday, February 6, 2008

Öskudagur heima á Lagarásnum

Dögun var skipt út fyrir eitt stykki Línu Lagnsokk hér í morgun. Lína er hin skemmtilegasta stelpa og er búin að bralla margt þrátt fyrir að ekki sé mikið um almennan félagsskap hér á Lagarási 12. Hú er t.d. búin að baka lummur, horfa á video, leika í húsinu sínu og siða Önnu og Tomma svolítið til, að við tölum ekki um Níels apa. Hesturinn hefur hins vegar ekki látið sjá sig það sem af er degi, enda Lína vís með að hrekkja hann eitthvað. Svo er von á litlum frænda í stutta pössun eftir nokkrar mínútur. Þá verður nú fjör hjá mömmu og Línu.


Samt sem áður hlökkum við til að fá Dögun til okkar aftur í kvöld og vonum að hún komist á leikskólann sinn í fyrramálið.

Bætt við 16:30:
Við Dögun skruppum á sjúkrahúsið í streptókokkamælingu áðan, hún reyndist jákvæð og stelpan líka með skarlatsótt. Ha-bara-ha!!! 10 daga pensilínkúr framundan og tóm gleði.

Sessa vinkona sendi mér sms á meðan og tilkynnti að hún væri búin að ala myndarstrák 14 merkur og 49 cm. TIL HAMINGJU ELSKU SESSA! Það er svo gaman að vera svona þykistunni frænka ;o) og ó hvað hann er yndislegur og líkur mömmu sinni og móðurömmunni.

Monday, February 4, 2008

Grænn dagur


á leikskólanum hennar Dögunar í síðustu viku, einnig blár og gulur dagur, en sá græni tókst best upp hvað dressið varðar. Hún var eins og lítill grænn álfur eða Hobbiti. Ég var mjög ánægð þegar ég fór yfir fataskáp prinsessunnar í tilefni af þessum dögum og komst að því að hún á föt í öllum regnsbogans litum, ekki bara bleikum og fjólubláum. Vona bara að það haldist, mér skilst á mömmunum á leikskólanum að frá 3 ára aldri sé fátt annað en bleikt í tísku hjá þeim stuttu. Oh, jæja koma tímar koma ráð.

P.s. ég komst heim í dag án þess að festa mig og í tilefni af því poppuðum við Dögun og fengum okkur stíl, sódavatn og popp upp í rúmi og horfðum á Múmínálfana. Stundum en notalegt að vera lasin, þá má svo margt!

Mánudagur til mæðu

  1. Dögun er lasin, með hita og kvef.
  2. Óðinn búinn að festa bílinn einu sinni, þá var hringt á pabba til að hjálpa til, því ég var föst með Dögun inni í húsi og aumingja pabbi fenginn til að ýta og moka.
  3. Ég festi bílinn svo aftur klukkutíma síðar á leið í vinnu svo það þurfti að draga mig upp.
  4. Veðrið er búið að vera leiðinlegt, slæmt skyggni og ofankoma.
En það góða við daginn í dag er:
  1. Það er bolludagur (ég er strax búin með 2 ljúffengar bollur)
  2. Stína svilkona á afmæli í dag (þó slöpp sé greyið, helv. pestir alltaf hreint) Til hamingju Stína þ.e. með afmælisdaginn!!!
  3. Það er að létta til!
  4. Ég er farin heim - vonandi festi ég mig ekki á heimleiðinni

Saturday, February 2, 2008

21 árs í dag.

Minn ástkæri fóstursonur er nú formlega kominn á þrítugsaldurinn. Til hamingju með daginn Dagur!