Thursday, November 22, 2007

Jólakortahausverkur.

Nú fer að koma sá tími að hanna þurfi jólakort ársins 2007. Ég er með margar hugmyndir í hausnum, en engin kemst á pappír hjá mér vegna anna og þreytu/leti. Eins þarf að fara að smella af jólamynd af skvísunni sem mun fylgja kortinu að vanda. Það er svona þegar maður byrjar á þessari vitleysu að búa til jólakort (sem er vissulega gaman) en þá setur maður sjálkrafa ákveðna pressu á sjálfan sig að toppa kort ársins á undan.
En ein hugmynd er að spara myndatökuna og nota mynd af Shirley Temple, þær Dögun eru ekki svo ósvipaðar á köflum með sínar krullur, en sennilega myndu fæstir "kaupa" það:




Best að fá sér gott kaffi og kökur á meðan ég hugsa þetta á blað með hugarorkunni......



8 comments:

Anonymous said...

Ég er einmitt búin að vera að velta fyrir mér jólakortinu í ár sem og jólagjöfinni í ár.
Síðustu jól hafði ég engann tíma í þetta og var kortið með gamalli mynd og svo gerði ég dagatal með mynd af skvísunni og gaf ættingjunum...
Það verður því ekki mjög erfittað toppa kortið í fyrra, en samt sem áður hausverkjur..

Anonymous said...

Steinrún þú veist það að ef þú föndrar ekki jólakortin sjálf og sendir ekki glænýja mynd af Döguni þá ertu vond mamma! Ef ég fæ ekki föndrað jólakort og fullt af myndum frá ykkur þá þarf að fara að hafa eftirlit með þér!
Nei í alvöru talað. Það er allt í lagi að slaka svolítið á með þessar kröfur. Fá sér smá jólaöl og horfa í kertaljósið.

Anonymous said...

Við þurfum ekki nýja mynd...við höfum alltaf orginalinn fyrir augunum - ekki ónýtt!
mamma/amma

Unknown said...

Haha jólakort :) samkvæmt planinu mínu get ég farið að pæla í þeim 20sta :)

Anonymous said...

Það rétt hjá þér með pressuna .. þú ert búin að setja viðmiðið fáránlega hátt og ég býst við einhverju ROSALEGU þetta árið.
Spurning um að senda bara ekkert .. þá er allavega ekki þessi pressa næsta ár. Getur svo bara passað þig þar eftir.

Anonymous said...

Enga vitleysu - kortið þitt er alltaf langlangflottast og það eina sem er ekki hent á jóladag. Bannað að láta annir skemma það fyrir okkur hinum, föndrar bara um nætur!

. said...

var nú bara að rekast á bloggið þitt núna... er alltaf svo meðvituð um nýjungar sko ;)

en sé að dóttir þín er bara sætust og soldið mikið lík móður sinni ;)

AgnesVogler said...

Æ, þær eru sem betur fer bara ekkert líkar, Dögun og Shirley. Dögun er alvöru falleg.