Thursday, November 8, 2007

Dagar myrkus.

Æ ég er e-ð andlaus. Lífið er í svo mikilli rútínu þessa dagana að það er lítið nýtt að gerast. Nema hvað ég veit núna að ég hugsa meira með hægra heilahvelinu eins og tilraunin á síðunni hennar Hörpu mágkonu gefur til kynna. Alltaf gott að vita svona hluti.

Það er kannski von á góðum gestum til Egilsstaða um helgina því þessi litla mús hefur hug á að koma austur með foreldrana.

Ég efa ekki að þessi stóra mús verði mjög glöð að fá "Bleggeddu" sína í heimsókn. Enda ekki lítið dálæti sem Dögun hefur á litlu frænku sinni, hún upplifir sig nefnilega svo stóra í samanburði við hana og fær að ráða öllu.




Í morgun fórum við Óðinn með Dögun á leikskólann í fyrra fallinu. Það eru nefnilega "Dagar myrkus" í gangi hér á Austurlandi og það var komið að því að setja krukkurnar, sem krakkarnir hafa verið að mála síðustu daga, út í myrkrið með litlu kerti í. Þetta var afar hátíðlegt og Dögun fannst mikið til koma. Svo eftir því sem á leið komu fleiri krakkar með krukkur út og þegar við fórum var komið dágott safn af fallega máluðum krukkum á stéttina fyrir framan leikskólann.
Svo er frí í leikskólanum á morgun og við Dögun ætlum að vera heima og taka til..... og "hugga sig" svo með popp og djús uppi í sófa yfir Línu langsokk eða einhverju álíka menningarlegu. Helgin byrjar sem sagt snemma hjá okkur mæðgum.

Ég ákvað að setja inn nokkrar myndir af leikskólanum hjá Dögun, það er svo notalegt að fá að sjá hvað börnin manns eru að starfa þess 8 tíma á dag sem maður er fjarverandi. Einhvern vegin fær maður minna samviskubit yfir því að vera ekki á staðnum, því krílin virðast vera alsæl í leikskólanum og upplifa og læra svo margt sem þau annars myndu fara á mis við. (ef þið smellið á myndirnar er hægt að sjá þær í fullri stærð)

Öfugsnúinn dagur, Dögun fannst mamman mjög vitlaus að ætla að setja hana í einn bláan sokk og einn gulan, en sættist þó að lokum við þá skýringu að Lína nokkur Langsokkur ætti eins sokka. Spurning hins vegar hvort Lína hefur átt Latabæjarbol?:

Göngutúr hjá Ávaxtahóp.

Dagar myrkus, Svenni og Ines setja sínar krukkur út.

1 comment:

Anonymous said...

Ohh hvað ég væri til í að geta séð svona myndir af leikskóla dóttur minnar. Það er nýbúið að taka nýjan leikskóla í notkun og ekkert gert í nýrri heimasíðu :S
Það myndi friða samviskubit mitt þá NÍU tíma sem dóttir mín er þar. sem betur fer veit maður að hún ELSKAR duttólann sinn, hún vill helst ekki koma heim á daginn og ég má bara far um leið og hún er komin í inniskóna... en það er alveg ótrúlegt samt hvað þessi kríli læra mikið á leiksólanum, leikskólastarf á íslandi er greinilega mjög gott =)