Saturday, March 21, 2009

Hjálp!

Maður á sem sagt bara eitt gott ár eftir, að minnsta kosti eftir þessu að dæma.
En þar sem brjóstargjafaþokan er einnig í hámarki er ekki víst að ég eigi neitt eftir.

Friday, March 6, 2009

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag.....

Þann 6. mars 1959 eða fyrir slétt 50 árum fæddist hjónunum Guðjóni Sveinssyni og Jóhönnu Sigurðardóttur lítið stúlkubarn er nefnd var Anna Björk. Í dag fagnar hún stórafmæli sínu og til að hjálpa henni að rifja upp liðin ár ætla ég að setja inn nokkrar myndir af 50 ára ferli þessarar merku konu.Hér er Anna Björk með Guðnýju vinkonu sinni á Breiðdalsvík í gamla daga.Hér er hún orðin eldri (Stefán Númi alveg eins og hún).Hér er hún svaka gella á unglingsárunum!
Hér er Anna Björk hörkutól.
Þetta er svona tíbísk "gemsa-mynd" sem flestar ungar konur eiga af sér í dag.... þessi er hins vegar tekin á filmuvél, en uppstillingarnar breytast greinilega lítið í gegnum árin.
Ung og saklaus í kór.Íþróttaliðið - hún var einu sinni efnileg þar... hef ekki séð hana mikið á íþróttaskónum eftir það ;o)Svo ung og sææææt!
Enda farin að skella sér á böll og hitti þar einn myndar-mann og Stefán heitir hann.....

...og úr varð þessi ágæti drengur sem fæddist 24. maí 1978

Litla fjölskyldan á góðum degi.

Og önnur..
..hjónin yngjast nú bara með árunum ef eitthvað er...sei, sei já..

En auðvitað var ekki nóg að eiga einn strákbjána.... svo ofninn var hitaður aftur.

og mikið hlýtur þetta að vera besta móment í lífi Önnu Bjarkar, það þegar þessi fagra stúlka kom í heiminn 19. júní 1983 kl. 13:07 á Lasanum. Ég efast ekki um það í eina sekóntu!

og fjölhæf er hún þessi elska og kallar ekki allt ömmu sína.

Hér er svo þessi myndar fjölskylda um jól líklega 1985, fínt hár mamma!

Hér erum við s.s. komin á krumpugalla&permanent-tímabilið.

sem betur fer stóð það ekki lengi....

og hárgreiðslan breyttist líka...til hins betra er mér óhætt að segja...

smá axlapúða tímabil 1993, hliðarspor í tísku má öðru hvoru...

En þegar fullkomnun er náð hættir mönnum til að fara yfir strikið....
því fæddist örverpið þann 1. ágúst 1995.

hér er svo ein síðan 1999
Hér hætti Anna Björk að telja....

Svo:
eftir mann, 3 börn, 2 tengdarbörn og
3 barnabörn.....
Dögun 2005

Úlfur Stefán 2007

Sól 2008

.....lítur Anna Björk ekki út fyrir að vera deginum eldri en fimmtug!

Elsku mamma mín, innilega til hamingju með daginn og árin þín 50, hvert eitt og einasta. Þau gera þig að þeirri mannerskju sem þú ert, duglegri og sterkri konu sem vert er að líta upp til.... (þrátt fyrir örfá tísku-hliðarspor sem líta má fram hjá) ..... :o)

Klárlega besta mamma í heimi!

P.s. og vertu þakklát fyrir að:

1) hafa ekki verið ung á tímum stafrænna myndavéla, mikið eiga dætur mínar eftir að hafa úr mörgum ljótum myndum að velja þegar ég verð 50.
2) að ég komst ekki í myndaalbúmin hjá ömmu og afa í Breiðdal
3) fyrir að ég sleppti möööörgum myndum sem hefði sannarlega verið skemmtilegt að skoða, en þín vegna setti ég þær ekki inn ;o)