Wednesday, January 6, 2010

Dæturnar duglegu

Minns hefur alltaf átakalega lítinn tíma í blogg og skrif. En ég ætla að henda inn einni mynd af systrunum sætu með von um að þær gefi mér kannski smá stund 1x í mánuði til bloggskrifa út árið 2010 svo þetta blogg leggist ekki alveg af.

Wednesday, November 18, 2009

Dagar myrkus

Í morgun fórum við Óðinn (+ Sól) bæði með Dögun á leikskólann þar sem árlegur viðburður á Dögum myrkus var á döfinni.
Krakkarnir á leikskólanum voru búin að mála hver sína krukkuna til að setja út í garð í myrkrinu með logandi kerti í. Þetta er alltaf jafn skemmtileg athöfn og Dögun var voða stolt af sinni (að sjálfsögðu) bleiku krukku.
Kósí stemning, en vonlaust að taka óhreyfðar myndir án þrífótar.

Dögunar krukka er sem sagt þessi bleika sex-kanntaða.

Wednesday, November 4, 2009

Afmælisstelpan Sól

Nokkrar myndir af Sól frá því í dag.


Afmælisstelpa í nýjum kjól.


Flottir pakkar


Kortið var samt mest spennandi


Gott að hafa aðstoðarmann


Þessi fína dúkka kom m.a. frá ömmu og afa í Rvk.


og þessir flottu bílainniskór frá Köben


Svo fékk Sól pakka frá lamgömmu


sem innihélt þessa fallegu hálsfesti


Vááá...faaaaggggglegt!

1 árs í dag!

Um þetta leiti (eða um kl. 10:00) þann 4. nóv 2008 var ég vakin á Lansanum af fæðingarlækni og nemum með þessari setningu: "Við erum að hugsa um að koma barninu í heiminn í dag þar sem þú ert komin yfir 37 vikurnar og mælingar líta ekkert sérstaklega vel út..........". Það fyrsta sem ég hugsaði var: "Frábært, amma fær þá krílið í afmælisgjöf!" Reyndar var ég nú komin svona nett af stað um nóttina en ekki víst að ég hefði náð að koma Sólinni út á "réttum" degi ef ekki hefði verið ýtt á. Ég held samt að það geti ekki verið um tilviljun að ræða, enda hefði ég ekki getað fundið betri manneskju til að fá Sól í afmælisgjöf.

Það skrítna í þessu öllu saman er nefnilega að:
  • Dögun fæddist tveimur dögum eftir afmælið mitt.
  • Sól fæddist tveimur dögum eftir afmælið hans Óðins.
  • Úlfur Stefán (bróðursonur) fæddist á afmælinu hans Braga afa ári áður.
  • Sól fæddist á afmælinu hennar Unnu ömmu.
En svo er önnur saga sem ég hef ekki sagt frá fyrr en nú:
Tveim nóttum áður en Sól kom í heiminn vaknaði ég upp með martröð. Fullt af eldri konum (eins og seiðkonur eða hópur af eldri ljósmæðrum) stóðu í hálfhring yfir rúminu mínu og hvísluðu. Ég man bara að hvíslið magnaðist og varð eins og suð, ég fékk gæsahúð og mikinn hjartslátt og hrökk upp í svitakasti. Ég taldi mig aðeins hafa verið að dreyma og lokaði augunum aftur en þá birtust þær enn á ný, suðið var óbærilegt og þetta var eins og í lélegri bíó-hrollvekju. Eftir þetta þorði ég ekki að loka augunum og vakti það sem eftir lifði nóttu. Ekki veit ég hverjir þetta voru eða hvort mig var að dreyma eða ég í annarlegu ástandi vegna veikinda, en ég er samt næstum viss um að þessar konur vildu að hún amma mín elskuleg fengi Sólina í afmælisgjöf.

Núna ári seinna eiga sem sagt þessar tvær perlur afmæli, Unna amma og Sól. Frá fyrstu kynnum hafa þær verið góðar vinkonur og kemur ákaflega vel saman.


Sól glæný


Amma og Sól hittast í fyrsta sinn.


Sól næstum 1 árs

Amma og Sól

- Góðar saman -

Innilega til hamingju með daginn báðar tvær!

Monday, November 2, 2009

Og tíminn líður....

Í dag á minn yndislegi og ofurfagri ektamaður afmæli. Smelli hér með inn einni mynd af unglingnum með örverpunum.
Í fyrra missti ég einmitt af afmælinu þar sem ég var stödd kasólétt á meðgöngudeild Landspítalans, nú hins vegar náði ég að smella á hann kossi á réttum degi. Hugsa sér hvað þetta líður hratt. 2 dagar í 1 árs afmæli Sólarinnar.


Til hamingju með daginn minn kærasti kæri!!!

Monday, August 17, 2009

Skoppa og Skrítla

Á laugardaginn vorum við löt fram undir 14:00 er við mættum spræk á listasýningar í Sláturhúsinu. Annars vegar ljósmyndasýninguna "Stórt og smátt" eftir Höllu Eyþórsdóttur og svo snilldar sýninguna "Einu sinni er"á vegum Handverks og hönnunar.
Einnig lentum við Dögun á fatamarkað rauðakrossins og þar græddi pían svei mér mikið.
  1. kjól með 70's sniði
  2. silfurskó
  3. fjólubláa vængi og töfrasprota
  4. dúkku
  5. rautt pils (frá Gulrótinni)
  6. Sól fékk Bangsimon skokk (líka frá Gulrótinni)

Dögun með hluta af góssinu.

Sól í góðum fýling eftir sýningastand.

Á sunnudagsmorguninn fórum við inn í Hallormsstað í þeim tilgangi að sjá idolin Skoppu og Skrítlu í Atlavíkinni. Sá túr lengdist þó óvænt heilmikið. Eftir S&S ákvað Dögun að fara og vaða aðeins og læknum í Atlavíkinni og kasta steinum í Lagarfljótið. En þar sem hún mátti ekki vera að því að bíða eftir mömmu sinni, meðan mamman smellti af nokkrum myndum, óð hún út í lækinn þar sem hann er dýpstur og rennblotnaði upp að hnjám. Það truflaði hana þó lítið og eftir steinakast ákváðu þau Óðinn að fara í ferjusiglingu með Orminum á meðan við Sól skófluðum í okkur krukkumat í góða veðrinu.

Siglingin var þó klukkutíma lengur en við bjuggumst við, en við græddum nú samt á því. Gulræturnar (amma og afi) hringdu nefnilega á meðan og buðu okkur frímiða á Mannakornstónleika í Mörkinni á Hallormsstað. Við fengum þau því til að koma með þurr föt á Dögun og meiri krukkumat fyrir Sólina og slógum þessu upp í kæruleysi í dandala-blíðu.
Skoppa og Skrítla
Dögun með Skrítlu
Krakkakríli saman með idolunum
Dögun með elsku Skoppu sinni (Skoppa er þessi bleika þið skiljið)
Þarna var batteríið búið í góðu vélinni og notast við gömlu litlu vélina.
Sól sofandi í Atlavík
Beðið eftir feðginunum
Dögun að kasta steinum
Rannveig var líka á staðnum, fæddar sama dag þessar tvær!
Mannakornstónleikar í Mörkinni
Kósí stemning
Dögun var þó heldur lítið til friðs og hnoðaðist á ömmu sinni stanslaust...
...eða þar til mamman fór með hana að óskatrénu þar sem hún setti pening í tréð og óskaði sér.
Hún tók þessu mjög alverlega.
Grátandi Sól með gulrót, hvar er hún amma súkkó á svona stundum??? Nei en til að segja satt grætur hún af því að mamman tók af henni gulrótina í 3 sek og hún trylltist á meðan. Slík ást á gulrótum er vandfundin.
Sól í nýju dressi frá Systu
"YO MAN"

Hverfahátíð og skrúðganga.

Ormsteiti er í fullum gangi hér á Egilsstöðum þessa dagana og var setningin á föstudaginn með tilheyrandi hverfahátíð og skrúðgöngu.

Þar sem að það vantaði fólk í smink fyrir skrúðgöngu ákváðum við Dögun að fórna hverfagrillinum og mæta í staðinn að mála fríðan hóp af fólki í Sláturhúsinu. Dögun var svo heppin að það fannst einn auka búningur á hana og hún fékk því leyfi til að vera með í skrúðgöngunni í fullum skrúða aðeins 4 ára gömul. (held að næstyngstu krakkarnir hafi veið milli 10 og 11 ára) Hún tók starfi sínu mjög alvarlega og hermdi eftir öllum hreyfingum í sínum hóp og stóð sig mjög vel því þetta var langt og strembið. Mættum klukkan 18:00 og vorum komin heim um 23:00.

Hér má svo sjá nokkrar stemningsmyndir af Karnevalinu mikla! Nennti ekkert að eiga við þær, set þær bara inn hráar og fínar. Svo er auðvitað bannað að stela þeim nema með leyfi, því ef klikkað er á myndirnar birtast þær í fullri stærð ;o)
Uppblásnir skúlptúrar
Elva og Dögun
Flottar skvísur
Litrík skrúðganga
Gull og glimmer - gerist ekki betra
Allir taka þátt, jafnt hundar og gellur á traktorum
Engu til sparað - flottustu kaggarnir í bænum fengnir að láni
Lilla flott að vanda - fyrrum framkvæmdarstjóri.
Lóa gella og Gurrý núverandi framkvæmdarstjóri Ormsteitis
Eldspúandi drengir
Íbúarnir að sópast að úr sínum hverfum
Mikið dansað
Dögun alsæl með stóru stelpunum
Elva með dóttur og vinkonu hennar


Lóa listakona


Allir í leikjum á Vilhjálmsvelli áður en skrúðgangan fór aftur niður í Sláturhús á tónleika.
Næst koma svo myndir af Skoppu og Skrítlu í Atlavík og tónleikum með Mannakornum í Mörkinni.