Monday, November 12, 2007

Helgin

Helgin var frekar róleg, hún byrjaði þó með tiltekt, hittingum og ælupest á föstudaginn. Jamm, Dögun ældi aðfaranótt föstudags (og það á nýju Sollu stirðu náttfötin sín, þvílík sorg) en virtist svo hress á föstudaginn að við héldum að hún hefði bara kúgast svona í einu af hóstakastinu sem hún fékk um nóttina. Það var því ekkert tekið mark á veikindum daginn eftir.

Stína og Grétar buðu í beyglu á TeogKaffi í hádeginu, Sigríður Eir hringdi svo, þessi elska, og kíkti með okkur Dögun á kaffihús aftur um miðjan dag (eftir ógurlega tiltekt á Lagarásnum).
Um klukkan 17:00 fórum við Dögun svo með langömmu í búð og byrjuðum í apótekinu. Dögun hljóp strax í dótahornið að skoða, en stuttu síðar kemur hún til mín (ég á kafi í snyrtivörunum) og er skrítin á svipin og segir: mamm......... **guuuubbbb** og allt gólfið í snyrtideildinni á floti! Skemmtileg saga það. Svo hún var drifin heim til pabba á meðan við Unna amma kláruðum að versla.
Ines kom svo í heimsókn í 2 tíma á meðan Matti og Kati spiluðu á sundlaugarbakkanum í tilefni myrkra daga. Svo komu þau í mat og tilheyrandi veigar og við spjölluðum á meðan stelpurnar léku sér.
Dagrún var hjá okkur um helgina og Dögun var alsæl að hitta "Systu" sína loksins. Sú fékk sko að kenna á bókunum hennar Dögunar og var látin lesa margar bækur og skrifa allt stafrófið á blað handa prinsessunni. Ég er búin að fela Dagrúnu það verkefni um jólin að kenna Dögun að lesa (ekki svo langt í land með það, sú litla er ótrúlega glögg á stafina)

Við kíktum í Sveitina á litlu frænku og foreldra, það var ljúft og Stína skellti barasta í brauð og svo var hámað í sig nýbakað brauð og kaffi.

Á sunnudaginn fórum við svo í dýrindis skógargöngu í 8 stiga frosti..... kalt var það, en hressandi og enginn sjáanlegur í skóginum. Dögun prufaði leiktækin og þau feðginin skelltu sér í "rennibrautar-róluna" því miður náðist ekki mynd af því þar sem mamma var á taugunum yfir að þau myndu slasa sig.

Amma gulrót kom svo færandi hendi frá Köben með grænar gúmmí-túttur og náttkjól á skvísuna í gærkvöldi. Í Köben hitti hún Gorm, verðandi litla frænda (spái ég), í eigin persónu, ef svo má segja. En hann er væntanlegur í heiminn í lok mánaðarins. Við sýndum Dögun myndir af bumbunni hennar Hörpu, hún var alls ekki ánægð með að fá ekki að vita hvað litla barnið heitir, en henni fannst bumban mjög áhugaverð.

Eins hittum við amma gulrót verðandi tvíburapabba og flugmann á flugvellinum, en hann var svo vænn að skila gömlu konunni (frænku sinni) heim frá Reykjavík. Krílin hans og Jóhanna dafna víst vel. Ísold frænka blómstrar líka og hún Birta litla er áætluð um 30. des. Nú er spurning hvaða kríli verða fyrst á svæðið. Ég spái samt Gormi okkar forystu þar sem hann er nú elstur og við viljum endilega fá hann til okkar um jólin.

Annars liggur mánudags-myglan í loftinu í dag og við hefðum alveg verið til í að sofa lengur í morgun. Einhver værð sem færist yfir mann í skammdeginu.

3 comments:

Anonymous said...

Ósköp er notalegt í sveitinni...

Ég hugsa nú öruggt að Gormur haldi forrystunni, slagurinn verður á milli Birtu og tvíbbanna.

Anonymous said...

Ósköp er notalegt í sveitinni...

Ég hugsa nú öruggt að Gormur haldi forrystunni, slagurinn verður á milli Birtu og tvíbbanna.

Anonymous said...

Ósköp er notalegt í sveitinni...

Ég hugsa nú öruggt að Gormur haldi forrystunni, slagurinn verður á milli Birtu og tvíbbanna.