Thursday, July 30, 2009

Systurnar hafa oft á tíðum þótt bæði líka og ólíkar.
Hér eru myndir af þeim á sama aldri og þekki maður ekki þeim mun betur til þá er auðvelt að ruglast á þeim....... og þó.... Sól er eins og snýtt út úr karli föður sínum, við vonum bar að það eldist af henni greyinu.








Wednesday, July 29, 2009

Síðustu dagar hafa verið vægast sagt leiðinlegir hvað veður varðar. Ég er farin að spyrja mig að því hvaða austfirðingur hafi skitið svona ærlega í buxurnar í óþökk veðurguðanna. Þetta er auðvitað ekkert eðlilegt sumar!

En ef ekki væri fyrir yndisleg börn og frábært fólk hefðu þessir dagar liðið enn hægar.


Sól til í rigningarsuddann á Austurlandinu


Dögun gelgja að pósa


...og finnst það rosa gaman.


Svona getur maður látið fara vel um sig fyrir Bræðslutónleika á Borgarfirði eystri. Þrátt fyrir vind og pínu svala reddaðist þetta allt.


Fyrir utan Bræðsluna. Þorvaldur D. að klípa Sól sem fannst þetta undarlegar aðfarir frænda síns, en þorði þó ekki að mótmæla.

Systur á leið á tónleika


Palli flottastur að vanda - léleg mynd en þið náið stemningunni.


Fjölskylduvænir tónleikar með afbrigðum.


Í kulda og sudda er um að gera að sjóða börnin bara í potti ættingjanna. Jónína tók frænkur sínar Dögun og Bergþóru Eddu í pæjuferð sem endaði í heitapottinum. Sól fék líka að vera með.

Pæjur í potti.


Sól kát í leikgrindinni - það er mjög töff þessa dagana að gera svona ógeðisface.

Samt er hún nú bara svona sæt.

Monday, July 20, 2009

Helgin

Áttum góða daga í sveitinni bæði á þriðjudaginn og svo um helgina. Fórum á laugardegi eftir hádegið og komum heim um kvöldmatarleitið á sunnudegi.

Dögun var alsæl með að leika við frændsystkini sín úti og inni, sérstaklega Bergþóru Eddu og þær voru ótrúlega góðar saman og fáir ef nokkrir árekstrar.

Auðvitað var grillað með tilheyrandi veigum og fengu allir 15 einstaklingarir sem gistu í sveitini vel í bambann. Ekki lítill hópur í einu húsi, en nóg pláss samt.

Erla var búin að taka borðstofusettið í sveitinni í gegn síðustu helgi og pússa það allt upp - borð og 8 stóla takk fyrir pent - og hvítta það. Verkefni helgarinnar var svo að sníða svamp á seturnar og yfirdekkja með hreindýraleðri. Þetta tókst ótrúlega vel, þó það hafi kostað aukaferð í Egilsstaði til að ná í saumavél og heftibyssu, og útkoman varð algjörlega nýtt borðstofusett með Icelandic design sessum þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Karlmennirnir veiddu hreindýrin, skinninn voru sett í sútun, konurnar afsöluðu sér þorrablótsdressunum til að búa til sessur, sessurnar voru hannaðar, saumaðar, strekktar og festar á. Svo var vöfflukaffi til að fagna í lokin!
Árni Daníel hress
Nóg að gera með 4 stk. 4 ára og yngri
Gott að eiga strætó
Dögun listamaður
Fallegt í sveitinni þrátt fyrir drungalegt veður
Hér er svo helgin komin og fleiri mættir

Sól superman

Sæta frænkur!

Flotta borðstofusettið - því miður ekki til "fyrir" mynd. En það er úr furu svo það var miklu dekkra og með vínrauðu tauáklæði.

Nú bíður þetta bara eftir öllum stóru veislunum sem haldnar verða á Hreimsstöðum!

Friday, July 17, 2009

Já SÆLL


Fyrsti vinnudagurinn í dag eftir fæðingarorlof. Er enn hálf rugluð og tölvan mín í vinnunni ekki á staðnum svo ég hef lítið annað að gera en að blogga og fá mér kaffi.


En svona án gríns er ALDREI dauð stund til að blogga heima með 2 prinsessur og 1 ektamann í sumarfríi. Stelpurnar þurfa sína umönnun og athygli 24 tíma sólarhringsins og ektamaðurinn líka svo sem, en aðalega er hann að lesa fréttir og tölvupóst í tölvunni MINNI þegar ég á nokkrar auka mínútur til stefnu.


En nú verður vonandi bót á máli fyrst ég er komin í vinnuna og fæ smá frið í kaffipásum til að blogga.