Friday, November 16, 2007

Neljä Joulupukkia

Þetta er allt að koma hjá ykkur sem giskuðu á nafnið, ég gruna samt Gvend um að hafa googlað þetta.
"Jólasveinarnir fjórir" ku vera nafnið á hljómsveitinni eða "Fjórir jólasveinar" það hljómar svo skemmtilega á finnsku, þó það séu bara tveir Finnar innanborðs. En ég gæti svo sem alveg hugsað mér að læra finnsku, slatti af góðum listaskólum í Finnlandi og Finnarnir sem ég hef kynnst um æfina skemmtilegt fólk!
En þessi bók hér til hliðar er ein af mínum uppáhalds, það var alltaf svo hátíðlegt seinni partinn í desember þegar pabbi dró hana fram og las fyrir mig með sínum rólegheita blæ. Mig grunar að hann hafi ekki haft síður gaman af henni, enda frábær bók. Þetta er líklega mín fyrstu og einu kynni af finnskum bókmenntum hingað til, kannski maður ætti að fara að bæta úr því og lesa meira eftir þessa þjóð sem er ekki svo ólík okkur Íslendingum.
Annars er það að frétta að rauðvínið fína náði ekki landi í tæka tíð, sat fast í einhverri höfn í Rotterdam, svo það var ekkert Beaujolais drukkið í gær á Íslandi, nema þá í franska sendiráðinu sem splæsti í dýra flugvél undir farminn svo þeir gætu nú örugglega skálað í réttu víni. Á Hótel Héraði var hins vegar drukkinn 2006 árgangurinn af ítalska víninu "A mano" í fyrsta sinn á Íslandi. Fínt vín, bragðmikið en svolítið ungt eins og gefur að skilja. En góð redding hjá hótelinu, hún Auður klikkar ekki á hlutunum. En það voru allt of fáir sem mættu, sem þýddi reyndar bara meira rauðvín á mann og fullt af mat/snittum.
Í Japan , hins vegar, böðuðu menn sig hreinlega í víninu, ekki svo slæm hugmynd. Ég myndi þó ekki vilja mæta í vinnuna í heila viku á eftir, eins og ég verð berjablá á vörunum af því einu að drekka rauðvín.

7 comments:

Anonymous said...

Googla....hvað er nú það? :\
En ertu ekkert berjablá í dag? Eða verður bara berjavín í hádeginu líka? En hvenær verður þá hið raunverulega Beaujolais vínsmökkunarkvöld?

Anonymous said...

Mér finnast pislarnir þínir svo fallegir steinrún. þetta er svo glæsilega uppsett og smekklegt eitthvað. vildi bara koma því á framfæri.

Anonymous said...

Halló, mín kæra - eru ekki Múmínálfarnir finnskir? Eru eftir Tove Jansson sem er a.m.k. sænskumælandi Finni. Mér fannst þeir æðislegir þegar ég var krakki.

Anonymous said...

Hmmm.
Stína: Veit ekki hvenær hið ekta rauðvínskvöld verður nokkuð. En hádegið fór í ælupest, annars hefði maður auðvitað drukkið rauðvín.

Sigga: takk sa mykket!

anonymous: eftir wikipedia að dæma eru Múmínálfarnir sænskir. En þeir eru skemmtilegir og ómissandi þáttur í uppeldi hvers barns!

Kv, Steinrún

Anonymous said...

anonymous = mamma (gleymi alltaf að setja nafnið mitt undir.
Gvendur hver?

Anonymous said...

Æ þessi bók er svo yndisleg! Minni var örugglega hent á endanum, enda í henglum eftir gríðarmikla lesningu í gegnum árin.

Finnarnir eru frábærir - eiga reyndar í erfiðleikum með alkóhól og sjálfsvígstíðni, en eru líka með allra besta menntunar- og velferðarkerfi í heimi og með frábæran húmor. Miðað við mín kynni af Norðurlandabúum eru þeir líkastir okkur.

Eigum við kannski bara að skella okkur til Helsinki næsta haust??

Steinrún Ótta said...

Júts Eygló, ég er sko game að fara til Helsinki. Nú er bara að fara að finna réttu skólana!
(.....og leikskóla fyrir Dögun....og vinnu handa Óðni...eða skóla)