Thursday, November 29, 2007

Þá til daglegs amsturs....

Helgin framundan, nóg um að vera.
Jólahlaðborð með Bæjarskrifstofunni á morgun föstudag í Svartaskógi. Vonandi reddast pössun fyrir einkadótturina svo við Óðinn komumst bæði. Svo erum við að spila á laugardagskvöldið á Hótel Héraði.
Eygló frænka ætlar að kíkja í sveitina yfir helgina, það þurfti sætan strák til svo að hún kæmi út á land að heimsækja uppáhalds frændfólkið hér! Takk Konni!
Er annars enn að melta atburði gærdagsins, trúi varla að frændi litli sér kominn fyrr en ég sé mynd.
Dögun er kát með að vera orðin stóra frænka en skildi samt ekki alveg allt þetta tal um að bumban hennar Hörpu væri farin og í staðin væri kominn lítill frændi. But I don't blame her, þetta er örugglega frekar súrt fyrir 2 ára barn að skilja. En Dögun er orðin svo stór að hún er farin að baka til jólanna nú þegar. Það voru nefnilega bakaðar piparkökur á Kjarri á þriðjudaginn við mikla gleði. Svo stendur til að skreyta þær 3. des.

No comments: