Thursday, November 15, 2007

Góður fimmtudagur.....

Í kvöld verður Hótel Hérað með hina árlegu Beaujolais rauðvínssmökkun, ég er ekki vel að mér í sögu þessara frönsku vína en hér ættuð þið að getað lesið ykkur til um það. En það verður vissulega gaman að smakka árgerð 2007 þar sem ég hef ekki misst úr smökkun síðan 2004. Árgerð 2005 fékk mjög góða dóma, en ég var ekki eins hrifin af víninu í fyrra.


Hin dularfulla hljómsveit "Nelja Joulupukkia" mun spila nokkur lög á meðan menn innbyrða veigarnar. En hver sá sem getur sagt mér hvað nafnið þýðir fær stórt hrós!

7 comments:

Anonymous said...

"Nelja Joulupukkia" þýðir að sjálfsögðu, "Teljum niður til jóla".

Anonymous said...

hmm .. en góð tilgáta hér að ofan. ég held ég reyni ekki að toppa þetta. en ég geri annars ráð fyrir að þetta sé finnskt nafn, rétt?

Annars bara áfram rauðvín!

Steinrún Ótta said...

Stína: ekki svo langt frá því, en þó ekki rétt = ekkert stórt hrós fyrir þig

Sigga: Finnskt jú, en þú er kjúkklingur að þora ekki að skjóta samt! = alls ekki stórt hrós

Anonymous said...

Hæ! Gaman að sjá að þú ert komin í bloggheima! Til lukku!

Annars er ég ekki viss um þetta hljómsveitarnafn, en þykir líklegt að það hafi eitthvað með jólasveina að gera? ;)

Anonymous said...

Eina finnska orðið sem ég kann er omena, svo ég veit að það eru engin epli í þessu hljómsveitarnafni!

Plús fyrir það?

Anonymous said...

Hvað með " Fjórir jólasveinar"?
Varla fjórir kátir þrestir......

Anonymous said...

Joulupukki þýðir jólasveinn og þá hlýtur joulupukkia að þýða jólasveinar. Spurning um nelja? Ef ekki fjórir þá kátir? Kátir jólasveinar?
Kveðja,
mamma