Monday, November 19, 2007

Pestagemlingur

Ælupest og hiti einkenndu helgina hjá mér. Ég fór lasin heim í hádeginu á föstudaginn eftir mikið sálarstríð hvort ég ætti að endast út daginn í vinnunni. Sem betur fór tók ég rétta ákvörðun og komst heim rétt áður en illa fór. Laugardagurinn fór svo í almennan slappleika eftir leiðinlega nótt en Dögun var agalega góð við mömmu sína og kyssti mig hvað eftir annað á ennið og knúsaði mig. Hún var líka hið prúðasta barn allan daginn aldrei þessu vant. Sunnudagurinn var skárri. Þá röltum við Dögun með sleðann á Mánatröð 6 og fengum lummur og Cointreau í veika maga. Svo var súkkulaðikaka og ís hjá Árna og Erlu í gærkvöldi, en magapestasjúkklingum er ekki gert að borða mikið af slíku og mér þótti illa gert af þeim að velja akkúrat þetta kvöld til að bjóða upp á þetta lostæti.
Það er kominn mánudagur og ógleðinn enn við völd, en þó druzzlast ég í vinnunni eftir bestu getu til að sýna lit. Þessi pestafaraldur ætlar aldrei að ganga yfir.
Lítið meira að frétta svo sem, annað en að ég er farin að hlakka til að sjá verðandi frænda minn sem er væntanlegur í Danaveldi á næstu dögum, hann verður fríðleiks barn eins og hann á ættir til.

4 comments:

Anonymous said...

Ekki gott að vera með svona slæma ælupes. Cointreau, ís, súkkulaðikaka, lummur......getur ekki kallað á annað en veikan maga! Hrökkkex og vatn er meira nærri lagi.

Anonymous said...

Smekklega myndskreytt! Láttu þér svo batna vel. Það er svo ómögulegt að vera svona lasin. Svo geturu farið að telja niður í lönsdeit .. hvað eigum við að segja, 18. des;)

Steinrún Ótta said...

Ó ég get ekki beðið Sigríður!
Hve ljúft það verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá......
Ne-hei enginn vandi, ég er nokkuð viss um að það veður óborganlega kræsilegt hjá þér hádegisverðar-hlaðborðið þegar ég mæti.

Anonymous said...

Vonandi er ælupestin á undanhaldi =)
Mikið sem þú átt gott barn.. dóttir mín krefst aldrei meri athygli frá mér en akkúrat þegar ég er lasin :S