Sunday, November 4, 2007

....hún á afmæli í dag.....

Hún amma mín á afmæli í dag. Hún er sennilega 50 ára í 36. skiptið.
Hún fær marga kossa og kveðjur frá okkur hér:
Til hamingju með daginn Unna amma!!!

Við Dögun fórum og keyptum gjöf handa ömmu og tókum okkur góðan tíma í að velja e-ð fallegt. Dögun var eiginlega alveg viss um hvað hún vildi gefa langömmu sinni áður en við lögðum af stað, en það var einhverskonar "Bangsímon pakki". Eftir skoðun í búðinni þá stóð nú samt tvennt upp úr sem henni fannst mest spennandi: Jólasveinn og skartgripaskrín með dansandi ballerínu. Við völdum það seinna og ég sagði við Dögun að þetta væri "spiladós" sem spilaði lag.
Þegar í veisluna var komið gaf Dögun langömmu sinni pakkann og fylgist spennt með henni opna hann. Um leið og langamman lyftir upp lokinu á spiladósinni heyrist frá þeirri litlu: "Þetta er hrekjudós amma!"


Það veinuðu auðvitað allir af hlátri og langömmu fannst þessi athugasemd örugglega ekki síðri en gjöfin sjálf. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær "frekjudós" í afmælisgjöf!


8 comments:

Anonymous said...

Hahahaha... Alltaf gaman af þessum kommentum sem koma útúr þessum börnum =)
Algjör snilld =)

Anonymous said...

Elsku litla dósin! Hún kann allavega að velja fallegar gjafir hún Dögun spiladós.

Kveðja
Stína

Anonymous said...

Til hammó með ammó hennar ömmó!

Anonymous said...

Hún er jafnfyndin og hún er fríð, hún frænka mín :-)

Ísold

Anonymous said...

Þessi litla fallega „frekjudós“ á örugglega eftir að ylja langömmu um hjartaræturnar í mörgum skilningi. Og setning Dögunar verður ein af þessum ógleymanlegu sem alltaf verður hægt að hlæja að...

Anonymous said...

Til hamingju með að vera farin að blogga. Eftir að facebookið verður farið að virka hjá þér áttu góðar líkur á að vera kosin virkasti netverjinn! -Margrét

Steinrún Ótta said...

Hmmm... hver er þessi dularfulli bloggari sem bloggaði á undan Margréti? ;o)

Anonymous said...

Amma gulrót sem gleymdi að kvitta. Þekkirðu ekki stílbragðið kona?