Wednesday, November 28, 2007

Gormur

Æ, það er að verða vika frá síðasta bloggi, ég er engan vegin að standa mig í þessu.
O-jæja, jólahlaðborðs-spil gekk bara vel um helgina, rjúpnaveiðar hjá Óðni gengu ekki eins vel, sunnudags-lummubakstur á Mánatröð 6 gekk vonum framar og allir voru kátir.

En það sem helst brennur á manni þessa dagana er yfirvofandi koma hans Gorms frænda míns, sem er væntanlegur á svæðið, hugsanlega í skrifuðum orðum og vonandi ekki seinna en á morgun. Það er mjög undarleg tilfinning að verða móðir, en ég verð eiginlega að viðurkenna að það er enn skrýtnari tilfinning að verða föðursystir! Maður verður einhvern vegin svo fullorðins.

Samt einhver þrjóska í Gormi að mæta á svæðið, hann var skráður í heiminn þann 24. nóv. en hefur ekki enn skriðið út þrátt fyrir mikil læti á síðari hluta meðgöngunnar, kannski skottið sé að þvælast fyrir honum??? (ef þið smellið á litlu Gorma-myndina sjáið þið fyrirferðina á honum)
Alla vega geri ég ekki annað en að senda strauma út til Danmerkur í þeirri von að krílið fari að láta sjá sig svo Harpa greyið geti farið að anda eðlilega og þau hjónaleysin komi heim um jólin.

Þó er annað sem gleður mitt litla hjarta núna, en það er væntanlegur nýr fjölskyldumeðlimur sem er jólagjöf, konudagsgjöf, páskagjöf, sumargjöf og afmælisgjöf næstu tveggja ára til mín frá sjálfri mér:
Ég veit ekki hvort ég á að efna til frekari nafnakeppni þar sem ég er enn óákveðin með nafnið á síðasta fjölskyldumeðlim, en ef ykkur dettur eitthvað fallegt og viðeigandi í hug þá látið það flakka. En "Gormur II" væri vissulega viðeigandi ef þeir félagar mæta á sama degi. Eða "Frú. Matthildur Gorm" , "Jóhannes" "Sigfinnnur", ........?


1 comment:

Anonymous said...

Er meira fullorðins að vera föðursystir en móðir?? Iss þá get ég alveg skellt í eitt núna, ísí písí að vera mamma..

Áfram Gormur og Harpa!