Tuesday, November 6, 2007

Ég er ekki lengur ein......

Ég komst að því í gær að ég á nöfnu!

Það ku vera lítil falleg snót sem er um 18 mánaða gömul og ber nafnið: Steinrún Dalía Gísladóttir. Ég komst að þessu fyrir tilviljun þegar ég var að stússast í þjóðskrá vegna vinnunnar.

Langamma hennar hét víst Björg Steinrún Björnsdóttir og var fædd 1919 og dó árið 1988. Hún var sem sagt enn á lífi þegar ég var skírð, ég sem hélt alltaf að ég væri sú fyrsta og eina sem héti Steinrún.

Það er mjög gleðilegt að eignast nöfnu, en viss vonbrigði líka. Það var nú svolítið flott að vera alltaf eina "Steinrúnin" á landinu og oft þægilegt. T.d. þegar ég þarf e-mail þá þarf ekkert jon3451@hotmail.com eða svoleiðis, alltaf bara steinrun@....... hvað sem er, engin sem slóst um nafnið við mig. En þegar ég fékk að sjá myndir af skvísunni gat ég ekki annað en verið stolt af nöfnu minni, enda fallegasta stelpa hún Steinrún Dalía, með mikið dökkt hár og stór augu......sem sagt alveg eins og ég........hmmmm.....ekki?

But we "Steinrún-people" are clearly groing......

2 comments:

Anonymous said...

Þú ert nú samt "one of a kind".

Unknown said...

Haha ég hélt að fyrirsögnin þýddi að þú værir "kona eigi einsömul" og ætlaðir að fara að bæta á þig gríslingum..... þá var það bara einhvers annars barn sem var umræðuefnið :) Það hefði nú líka verið ansi nútímaleg tilkynningaaðferð að nota bloggið....