Fyrir jólin fórum við á jólamarkað í Sláturhúsinu okkar. Þar á eftri hæðinni bauð ljósmynda-klúbburinn hér upp á ljósmyndir með Hr. Jóla. Dögun var sko hreint ekki á því að láta plata sig út í þessa vitleysum enda jólasveinninn heldur ófrýnilegur að sjá svo hún sendi Sól systur sína eina í myndatökuna.
Eftir töluverðar rökræður fékkst Dögun þó til að vera með á einni mynd með því skilyrði að Dagrún héldi á heinni og Jólasveinninn passaði Sól.
Nú er spurning hvort þetta haldi svona áfram ......................þ.e. að Dögun noti litlu systur til að kanna hættuna áður en hún ákveður sjálf að láta vaða??? Þá eru alla vega einhver not í þessu gerpi sem hefur gert sig helst til heimakomna í mömmu-faðmi.
Monday, December 29, 2008
Wednesday, December 24, 2008
Sunday, December 21, 2008
Vetrarsólstöður 21. des.
Í dag er sá dagur ársins sem sólin er styst á lofti og á þessum tímum óska þess margir að sjá lengur og oftar til sólar. Við ákváum hins vegar að fara okkar leið og auka bara um eina sól.
Sillemú er sem sagt laus undan því nafni og hefur hlotið nafnið:
Dagurinn passaði vel þar sem Dögun er fædd 21. júní, eða á sumarsólstöðum og því er hún akkúrat 3 og 1/2 árs í dag. Svo var matarboð hjá ömmu gulrót í kvöld og því var tækifærið notað í kreppunni svo við þyrftum ekki að splæsa í veislu sjálf og dömunni gefið nafn.
Nú eru systkinin sem sagt:
Dagur Skírnir
Dagrún Sóla
Dögun og Sól
Sillemú er sem sagt laus undan því nafni og hefur hlotið nafnið:
Dagurinn passaði vel þar sem Dögun er fædd 21. júní, eða á sumarsólstöðum og því er hún akkúrat 3 og 1/2 árs í dag. Svo var matarboð hjá ömmu gulrót í kvöld og því var tækifærið notað í kreppunni svo við þyrftum ekki að splæsa í veislu sjálf og dömunni gefið nafn.
Nú eru systkinin sem sagt:
Dagur Skírnir
Dagrún Sóla
Dögun og Sól
Tuesday, December 16, 2008
Fyrsti pakkinn
Thursday, December 11, 2008
Aaaaarrrrg.....
Síminn minn datt úr vasanum í morgun án þess að ég tæki eftir því. Svo fundu smiðirnir á neðri hæðinni hann liggjandi og brotinn í snjónum í hádeginu.
Síminn sem sagt ónýtur og ég tími engan vegin að eyða pening í nýjan síma núna í kreppunni.
T630 verður sko sárt saknað - Ég er ekki viss um að ég geti lært á þessa nýtísku síma með alla sína fídusa og G3 tækni og ég veit ekki hvað......
Ég var reyndar búin að heita mér því að fá mér i-phone þegar þessi færi yfir móðuna miklu, en bölvuð kreppan sér nú til þess að svo verði ekki.
Ætli ég geti komið Óðni í trú um að hann hafi sett símann minn í þvottavélina eins og pabbi gerði með Núma síma svo hann kaupi handa mér nýjan??? .....
....hm..... líklega gengi það ekki upp þar sem hann hefur aldrei sett í þvottavélina í okkar sambúð. Spurning samt hvort hann hefur misst símann í súpuna eða í uppvaskið ;o)
Tuesday, December 9, 2008
Tásur og hendur fyrir ömmu gulrót
Monday, December 8, 2008
Eftirlátssemi
Þegar þessi englastelpa spyr hvort við eigum ekki að baka piparkökur saman þá getur mamman klárlega ekki sagt "nei". Þó hún sé nýbúin að hárreita sig yfir stælum og óþægð í sömu stelpu.
Því er búið að redda piparköku-uppskriftinni góðu frá ömmu gulrót og fá lánuð form og matarliti til að geta hafist handa innan skamms..... tja alla vega fyrir jól.
Hvernig verður þetta þegar þær verða orðnar tvær systurnar sem hafa vit á að blikka hvolpaaugunum framan í foreldrana til að fá sínu fram???
Thursday, December 4, 2008
Mánuðnum náð!
Sillemú er 1 mánaða í dag.
Í tilefni af því var henni skellt í notalegt bað, nudduð með Filippo Berio extra virgin olive oil, klædd í hrein föt og nýja bleyju. Hún þakkaði pent fyrir dekrið með því að kúka út um allt 5 mín seinna og þurfti því að finna nýtt dress frá toppi til táar aftur. Það verður einhver bið á næsta dekri.....
Tuesday, December 2, 2008
4 vikna í dag...
...og hér passa menn sko upp á sitt og láta t.d. ekki snudduna fara langt frá sér.
Annars er daman á hraðri uppleið og stutt í að hún verði feit og sæt. Mikið ósköp er þetta fljótt að líða, fjórar vikur voru eins og fjórir mánuðir á meðgöngunni en nú þýtur allt áfram og ég rétt að fatta að það eru að koma jól. Sei, sei, já.....
Annars er fínt að vera í orlofi núna, ég lít ekki á fréttir nema mig langi til og get að mestu hundsað niðurdrepandi kreppu-fréttir. Í staðin skeini ég rassa, þvæ þvott, gef brjóst o.s.fr..... sem ég held að sé í alvöru bara miklu skemmtilegra en hitt.
Markmiðið þessa dagana er samt að fita barnið upp í 4000 g svo við komumst í göngutúr í vagninum að skoða jólagjafainnkaup og fá okkur kaffibolla eða kakó með "stro", ná í Dögun á leikskólann eða e-ð skemmtilegt. Við erum orðnar hálf leiðar að hanga svona inni allan daginn alla daga.
Annars er daman á hraðri uppleið og stutt í að hún verði feit og sæt. Mikið ósköp er þetta fljótt að líða, fjórar vikur voru eins og fjórir mánuðir á meðgöngunni en nú þýtur allt áfram og ég rétt að fatta að það eru að koma jól. Sei, sei, já.....
Annars er fínt að vera í orlofi núna, ég lít ekki á fréttir nema mig langi til og get að mestu hundsað niðurdrepandi kreppu-fréttir. Í staðin skeini ég rassa, þvæ þvott, gef brjóst o.s.fr..... sem ég held að sé í alvöru bara miklu skemmtilegra en hitt.
Markmiðið þessa dagana er samt að fita barnið upp í 4000 g svo við komumst í göngutúr í vagninum að skoða jólagjafainnkaup og fá okkur kaffibolla eða kakó með "stro", ná í Dögun á leikskólann eða e-ð skemmtilegt. Við erum orðnar hálf leiðar að hanga svona inni allan daginn alla daga.
Saturday, November 29, 2008
Friday, November 28, 2008
Afmælis-prinsarnir
2 af uppáhalds köllunum mínum (sem eru auðvitað nokkrir) eiga afmæli í dag.
Aldursmunurinn er reyndar töluverður en þeir eru nú samt góðir félagar.
Aldursmunurinn er reyndar töluverður en þeir eru nú samt góðir félagar.
Hérna eru þessir tveir einmitt saman fyrir um ári síðan.
Hérna er svo sá eldri, hann afi minn sem er 79 ára í dag.
Hér er svo gullmolinn og uppáhaldið hann Úlfur Stefán sem er 1 árs í dag
(ég viðurkenni fúslega myndastuld af heimasíðunni hans Úlfs þar sem ég á bara gamlar myndir síðan í sumar af þessu fallega barni.... og það er ekki hægt að setja inn ungbarnamynd þegar maður er orðinn 1 árs)
Til hamingju með daginn báðir tveir!!!
Hérna er svo sá eldri, hann afi minn sem er 79 ára í dag.
Hér er svo gullmolinn og uppáhaldið hann Úlfur Stefán sem er 1 árs í dag
(ég viðurkenni fúslega myndastuld af heimasíðunni hans Úlfs þar sem ég á bara gamlar myndir síðan í sumar af þessu fallega barni.... og það er ekki hægt að setja inn ungbarnamynd þegar maður er orðinn 1 árs)
Til hamingju með daginn báðir tveir!!!
Monday, November 24, 2008
Settur dagur í dag.....
Mikið er þetta notalegt. Settur dagur í dag og allt löngu búið. Enginn sem hringir að tékka stöðuna á 5 mín. fresti og ég ekki eins og fíll vem veltur um.
Á morgun verður skvísan sem sagt 3 vikna og er loksins farin að þyngjast eins og hún á að gera og ótrúlega mannaleg miðað við að hafa átt að fæðast í dag.
Mánudagar eru venjulega byrjun vinnuvikunnar hjá flestum eru þeir byrjun helgarinnar hjá okkur Sillemú. Loksins friður til að hvíla sig, Óðinn í vinnunni, Dögun á leikskólanum og ekkert sem kallar á mann að gera..... alla vega ekki fyrr en um hádegisbil.
Dögun er aðeins farin að átta sig á Sillemú er hvergi á förum og þó að sú minnsta sofi meira og minna allan daginn erum við farin að finna fyrir smá afbrýðissemi hjá prinsessunni. Hún er farin að knúsa systur síða helst til fast og atast í henni stöðugt ef ég er t.d. að gefa henni. Ég var að vona að afbrýðissemin beindist bara gagnvart okkur foreldrunum, en Dögun virðist nú samt ætla aðeins að testa systur sína....."svona gá hvað þessi krakki þolir" ;o) Þær eru alla vega ekki skildar eftir einar saman þegar sú eldri er í þessum gír. En svo er hún líka voða góð þess á milli, aðalega ef hún er orðin þreytt sem ber á því að hún er abbó 3 ára kríli sem saknar fullrar athygli foreldranna.
Á morgun verður skvísan sem sagt 3 vikna og er loksins farin að þyngjast eins og hún á að gera og ótrúlega mannaleg miðað við að hafa átt að fæðast í dag.
Mánudagar eru venjulega byrjun vinnuvikunnar hjá flestum eru þeir byrjun helgarinnar hjá okkur Sillemú. Loksins friður til að hvíla sig, Óðinn í vinnunni, Dögun á leikskólanum og ekkert sem kallar á mann að gera..... alla vega ekki fyrr en um hádegisbil.
Dögun er aðeins farin að átta sig á Sillemú er hvergi á förum og þó að sú minnsta sofi meira og minna allan daginn erum við farin að finna fyrir smá afbrýðissemi hjá prinsessunni. Hún er farin að knúsa systur síða helst til fast og atast í henni stöðugt ef ég er t.d. að gefa henni. Ég var að vona að afbrýðissemin beindist bara gagnvart okkur foreldrunum, en Dögun virðist nú samt ætla aðeins að testa systur sína....."svona gá hvað þessi krakki þolir" ;o) Þær eru alla vega ekki skildar eftir einar saman þegar sú eldri er í þessum gír. En svo er hún líka voða góð þess á milli, aðalega ef hún er orðin þreytt sem ber á því að hún er abbó 3 ára kríli sem saknar fullrar athygli foreldranna.
Thursday, November 20, 2008
Tuesday, November 18, 2008
2 vikna afmæli
Í dag er Sillemú orðin 2 vikna. Það sem hún hefur lært á þessum 2 vikum er samt ekki mikið, hún gerir lítið annað en að drekka, sofa, gera í bleyjauna og sofa, væla pínu og sofa svo meira. Dögun til mikils ama, henni finnst þetta heldur lítilfjölbreytt líf hjá systur sinni.
Sillemú var í mælingu áðan sem er smá áhyggjuefni því stelpan hefur ekkert þyngst í heila viku og er enn 3120 g. Svo fæðingarþyngdinnni er ekki einu sinni náð aftur. En þú er bara að leggja krílið þéttar á spenann og sjá hvað setur. En á meðan hún er vær og pissar vel þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Hún er líka ekki eins gul og áður sem er gott.
Dögun er búin að vera lasin heima síðan á laugardaginn, sem er búið að vera svolítið púzzluspil því þó hún sé óttalega góð er stutt í smá abbó-fýling. Svo er agalega erfitt að meiga ekki kyssa og knúsa litlu systur eins og áður, en við reynum að útskýra fyrir henni að það sé hræðilega vont fyrir þá litlu að smitast af hálsbólgu. Dögun sættir sig því við að kyssa hana bara á kollinn.
Ekki meira í bili - brjóstabarnið kallar.......
Sillemú var í mælingu áðan sem er smá áhyggjuefni því stelpan hefur ekkert þyngst í heila viku og er enn 3120 g. Svo fæðingarþyngdinnni er ekki einu sinni náð aftur. En þú er bara að leggja krílið þéttar á spenann og sjá hvað setur. En á meðan hún er vær og pissar vel þurfum við ekki að hafa áhyggjur. Hún er líka ekki eins gul og áður sem er gott.
Dögun er búin að vera lasin heima síðan á laugardaginn, sem er búið að vera svolítið púzzluspil því þó hún sé óttalega góð er stutt í smá abbó-fýling. Svo er agalega erfitt að meiga ekki kyssa og knúsa litlu systur eins og áður, en við reynum að útskýra fyrir henni að það sé hræðilega vont fyrir þá litlu að smitast af hálsbólgu. Dögun sættir sig því við að kyssa hana bara á kollinn.
Stóra systir að passa
Dögun skreytti vögguna með bleikum borða, að sjálfsögðu....
Svo klæddi hún systur sína í kjól, henni fannst ekki nógu fínt að vera á náttfötunum allan daginn fyrir þá litlu, þó hún sjálf neitaði að klæða sig úr sínum.
Dögun skreytti vögguna með bleikum borða, að sjálfsögðu....
Svo klæddi hún systur sína í kjól, henni fannst ekki nógu fínt að vera á náttfötunum allan daginn fyrir þá litlu, þó hún sjálf neitaði að klæða sig úr sínum.
Ekki meira í bili - brjóstabarnið kallar.......
Monday, November 10, 2008
Sú nýja
Hún kom sá og sigraði skvísan atarna þann 4. nóv. kl 21:36.
13,5 merkur, 50 cm og höfuðmál 36 cm - alveg eins og stóra systir.
13,5 merkur, 50 cm og höfuðmál 36 cm - alveg eins og stóra systir.
Tuesday, November 4, 2008
Sunday, November 2, 2008
02. nóv. 2008
Í dag á aðalmaðurinn minn sannkallað merkisafmæli. Þó það hafi verið leiðinlegt að komast ekki í veisluna veit ég að hún tókst vel og Óðinn var afar ánægður með allt saman.
Ég get lítið annað gert en að senda ástinni minni 50 risa-stóra rafræna afmæliskossa.
Afmælis brunchinn sem þú áttir að fá í fyrramálið á Hótel Héraði verður að bíða betri tíma en þú átt hann svo sannarlega inni + pjening upp í bassakaup frá okkur Dögun.
Elsku kallinn minn, til hamingju með daginn, og ég tek undir með Tóta bróður þínum: þú batnar bara með árunum eins og gott viskí!
Saturday, November 1, 2008
Sjúskaði sjúklingurinn
Eftir vægast sagt ömurlega líðan síðasta rúma sólarhringinn sé ég loksins fram á aðeins betri tíma í vændum. Er búin að vera í stöðugu eftirliti, monitorun, hitamælingum, blóðprufum (er orðin meira út stunginn en slæmur fíkill), sýklalyfjagjöf, blóðþrýstingsmælingum og verkjalyfainntöku. Er sem sagt enn með meðgöngueitrun og einhverja ógeðis pest ofan í það, líklega streptókokkasýkingu en þó ekki alveg víst hvað það er, en sýking mældist alla vega í blóðprufunni. Þó ég sé reyndar langt frá því að vera orðin góð er notalegtilfinning að finna að líðanin er í rétta átt.
Hér er maður líka eins og prinsessa, allir vilja allt fyrir mann gera og ljósmæðurnar eru eins og mömmur sem hafa stöðugar áhyggjur. Ekki slæmt að hafa 2-3 mömmur í kringum sig til að stjana við mann allan sólarhringinn. Koma færandi hendi með mat, kodda, hita og kælipoka eftir þörfum, verkjalyf og klapp á bakið.
Svo eru vinir og ættingjar duglegir að fylgjast með og koma færandi hendi. Sérstakelga Ísold engill, sem fékk svo meira að segja að taka með sér óhreinu fötin mín í þvott, eftir að vera búin að færa mér fullan poka af nauðsynjavörum. Á undan henni kom svo Helga Jóna mágkona líka með smá súkkulaði og drykk. Ég verð eins og akfeit belja ef fer áfram sem horfir af öllu þessu nammi....... nú er gott að þurfa ekki að halda inni á sér maganum!
Annars veit ég lítið um framhaldið, fæ einhverjar niðurstöður á mánudaginn hvað varðar sýkinguna og á líklegast bara að vera hér áfram. Það eru hverfandi líkur á að Óðinn minn fái orminn í afmælisgjöf á morgun, en hver veit - aldrei að segja aldrei. Annars eru nægar dagsetningar til að stefna á:
Óðinn 2. nóv.
Amma 4. nóv.
Tengdapabbi 7. nóv.
Blædís 9. nóv. minnir mig
Máney þá örugglega 11. nóv.
Lóa listakona 21. nóv.
Sigríður Eir 26. nóv
Afi og Úlfur Stefán 28. nóv.
Krílið dafnar annars mjög vel og eiginlega helst til vel, mældist um 14 merkur í fyrradag..... mér er um og ó hvar það endar. Vona bara að þetta verði ekki e-ð risa barn.
Annars sendi ég kveðjur í matarboðin sem eru í gangi núna. Annars vegar "jólamatarboð" hjá Hönnu Báru þar sem ættingjar í bænum ætla að hittast og væntanlega drekka rauðvín og hafa það gott.
Hins vegar afmælismatarboð hjá ektamanninum á egilsstöðum í tilefni morgundagsins! Það er nú pínu fúlt að komast í hvorugt partýið og fá hinn kræsilega spítalamat í staðinn - en eins gott að menn skemmti sér líka fyrir mína hönd á báðum stöðum!
Over and out í bili.
Hér er maður líka eins og prinsessa, allir vilja allt fyrir mann gera og ljósmæðurnar eru eins og mömmur sem hafa stöðugar áhyggjur. Ekki slæmt að hafa 2-3 mömmur í kringum sig til að stjana við mann allan sólarhringinn. Koma færandi hendi með mat, kodda, hita og kælipoka eftir þörfum, verkjalyf og klapp á bakið.
Svo eru vinir og ættingjar duglegir að fylgjast með og koma færandi hendi. Sérstakelga Ísold engill, sem fékk svo meira að segja að taka með sér óhreinu fötin mín í þvott, eftir að vera búin að færa mér fullan poka af nauðsynjavörum. Á undan henni kom svo Helga Jóna mágkona líka með smá súkkulaði og drykk. Ég verð eins og akfeit belja ef fer áfram sem horfir af öllu þessu nammi....... nú er gott að þurfa ekki að halda inni á sér maganum!
Annars veit ég lítið um framhaldið, fæ einhverjar niðurstöður á mánudaginn hvað varðar sýkinguna og á líklegast bara að vera hér áfram. Það eru hverfandi líkur á að Óðinn minn fái orminn í afmælisgjöf á morgun, en hver veit - aldrei að segja aldrei. Annars eru nægar dagsetningar til að stefna á:
Óðinn 2. nóv.
Amma 4. nóv.
Tengdapabbi 7. nóv.
Blædís 9. nóv. minnir mig
Máney þá örugglega 11. nóv.
Lóa listakona 21. nóv.
Sigríður Eir 26. nóv
Afi og Úlfur Stefán 28. nóv.
Krílið dafnar annars mjög vel og eiginlega helst til vel, mældist um 14 merkur í fyrradag..... mér er um og ó hvar það endar. Vona bara að þetta verði ekki e-ð risa barn.
Annars sendi ég kveðjur í matarboðin sem eru í gangi núna. Annars vegar "jólamatarboð" hjá Hönnu Báru þar sem ættingjar í bænum ætla að hittast og væntanlega drekka rauðvín og hafa það gott.
Hins vegar afmælismatarboð hjá ektamanninum á egilsstöðum í tilefni morgundagsins! Það er nú pínu fúlt að komast í hvorugt partýið og fá hinn kræsilega spítalamat í staðinn - en eins gott að menn skemmti sér líka fyrir mína hönd á báðum stöðum!
Over and out í bili.
Thursday, October 30, 2008
Lansa-lega
Eftir flugferð, lúxus gistingu hjá Ísold, sjúkrahúsinnlögn og spítalamat fjarri nánustu fjölskyldu kom hún Bóthildur mín loksins til mín til að deila með mér þessum tíma á Lansanum. Fyrir þá sem ekki vita er Bóhtildur Gráman mín ástæra Macintosh tölva og orðin stór partur af mér, því voru endurfundirnir dásamlegir þegar Grétar mágur tölti inn með dýrðina.
Ekki það að það sé búið að væsa um mig hér á Lansanum, hér er maður í stöðugu eftirliti og umhyggju góðs fólks, bæði starfsfólks og ættingja/fjölskyldu sem kíkja við og koma færandi hendi. Ísold kom með nammi og töskuna mína (og fær feitan plús í kladdan fyrir að bera hana alla leið til mín, þessir Breiðdælingar láta ekki að sér hæða þegar um krafta er spurt), tengdó komu svo með slúðurblöð og gos, Grétar kom með kókómjólk og kex sem Stína reddaði fyrir mig svo ég myndi ekki svelta aftur í nótt eins og þá síðustu og auðvitað tölvuna og aðra hluti sem Óðinn og pabbi voru búnir að redda út á flugvöll á Egilsstöðum........ Sem sagt, þó að maður liggi bjargarlaus og feitur inni á spítala snýst heimurinn enn um rassgatið á manni! LJÚFT!
En annars veit ég lítið enn um stöðuna, var rétt í þessu að fá mældan blóðþrýstinginn sem var hærri núna en áður...... eins gleðilegt og það nú er. Það á að skoða málið á morgun.
En eitt er alla vega ljóst að ég kem ekki austur aftur fyrr en eftir að vera búin að kúka krakkanum í heiminn. Svo dekurdvöl á Norðfirði er út úr myndinni en þó gleðilegt að vera í öruggum höndum og stuttu færi frá fæðingardeildinni þegar þar að kemur, engar ófærar heiðar og göng á leiðinni.
Svo hvílist maður ótrúlega vel hér, enda getur maður ekki stolist til að gera neitt eins og: elda mat, fara í Bónus, sækja Dögun á leikskólann, setja í þvottavél, baka, aðeins að ryksuga, þurrka af eða skúra............ Svo þetta er eins konar húsmæðraorlof þó að oft sé stutt í smá geðshræringu þegar ég hugsa heim til prinsessunar og eiginmannsins. En allt tekur enda um síðir og vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir Sillemú.
Ekki það að það sé búið að væsa um mig hér á Lansanum, hér er maður í stöðugu eftirliti og umhyggju góðs fólks, bæði starfsfólks og ættingja/fjölskyldu sem kíkja við og koma færandi hendi. Ísold kom með nammi og töskuna mína (og fær feitan plús í kladdan fyrir að bera hana alla leið til mín, þessir Breiðdælingar láta ekki að sér hæða þegar um krafta er spurt), tengdó komu svo með slúðurblöð og gos, Grétar kom með kókómjólk og kex sem Stína reddaði fyrir mig svo ég myndi ekki svelta aftur í nótt eins og þá síðustu og auðvitað tölvuna og aðra hluti sem Óðinn og pabbi voru búnir að redda út á flugvöll á Egilsstöðum........ Sem sagt, þó að maður liggi bjargarlaus og feitur inni á spítala snýst heimurinn enn um rassgatið á manni! LJÚFT!
En annars veit ég lítið enn um stöðuna, var rétt í þessu að fá mældan blóðþrýstinginn sem var hærri núna en áður...... eins gleðilegt og það nú er. Það á að skoða málið á morgun.
En eitt er alla vega ljóst að ég kem ekki austur aftur fyrr en eftir að vera búin að kúka krakkanum í heiminn. Svo dekurdvöl á Norðfirði er út úr myndinni en þó gleðilegt að vera í öruggum höndum og stuttu færi frá fæðingardeildinni þegar þar að kemur, engar ófærar heiðar og göng á leiðinni.
Svo hvílist maður ótrúlega vel hér, enda getur maður ekki stolist til að gera neitt eins og: elda mat, fara í Bónus, sækja Dögun á leikskólann, setja í þvottavél, baka, aðeins að ryksuga, þurrka af eða skúra............ Svo þetta er eins konar húsmæðraorlof þó að oft sé stutt í smá geðshræringu þegar ég hugsa heim til prinsessunar og eiginmannsins. En allt tekur enda um síðir og vonandi þurfum við ekki að bíða of lengi eftir Sillemú.
Monday, October 27, 2008
Árs afmæli
24. okt. 2007 setti ég fyrstu færsluna inn á bloggið. Nú rétt rúmu ári seinna er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að halda þessu áfram. Ég held þó að ég myndi sakna þess ef að ég gæfi bloggið alveg upp á bátinn, betra er að blogga bara eftir hentugleika og nennu en að hætta alfarið að blogga.
Eða hvað segja menn?
Ég ætlaði samt að læsa blogginu um daginn en var ekki nógu klár til að finna út hvernig ég færi að því, en um leið og ég kemst að því er líklegt að ég muni setja inn lykilorð á síðuna, sérstaklega með það í huga að óðum styttist í nýjan fjölskyldumeðlim. Myndum og sögum um það umræðuefni mun sennilega fjölga á komandi mánuði og aðalega hugsað fyrir fjölskyldu og vini.
Eða hvað segja menn?
Ég ætlaði samt að læsa blogginu um daginn en var ekki nógu klár til að finna út hvernig ég færi að því, en um leið og ég kemst að því er líklegt að ég muni setja inn lykilorð á síðuna, sérstaklega með það í huga að óðum styttist í nýjan fjölskyldumeðlim. Myndum og sögum um það umræðuefni mun sennilega fjölga á komandi mánuði og aðalega hugsað fyrir fjölskyldu og vini.
Wednesday, October 22, 2008
Á nagladekkjum til Norðfjarðar.
Skoðuðum fæðingardeildina á Norðfirði í gær og leist bara ágætlega á - voða heimilislegt. Svo er bara að sjá hvort við náum niður eftir þegar á reynir. Hvað vorum við að hugsa með að eiga barn í nóvember á austurlandi???
En í þessari ágætu ferð fórum við í mat til Dagrúnar og fengum þvílíkar kræsingar, ég er enn að blóta því að hún búi í klukkustundar fjarlægð frá okkur því annars væri ég mætt í heimsókn að borða afganginn af súkkulaðikökunni síðan í gær.
Dögun fékk að vera eftir hjá Systu á meðan foreldrarnir skruppu á deildina, og var afar ánægð með það. Enda fékk hún að fara í stóra baðið og synda eins og hafmeyja. Þær tvær eru strax búnar að plana dekur daga þegar Sillemú mætir á svæðið.
Tuesday, October 14, 2008
Leti.
Wednesday, October 8, 2008
Bleyjutal.....
Á þessum síðustu og verstu tímum komu taubleyjurnar loksins í hús. Ég ákvað að reikna hvað þær hefðu hækkað miðað við gengið frá því að ég pantaði þær er USD var í 87 kr. Mér reiknaðist að þær hefðu kostað mig 12.000 kr meira í dag en fyrir rúmum mánuði síðan. Eins gott að ég var óþolinmóð og ákvað að panta strax, sérstaklega með það í huga að pappableyjur munu örugglega hækka töluvert eins og annar innfluttur varningur á næstu dögum.
En svo lengi sem að rafmagnsreikningurinn hækkar ekki mikið þá ættum við að koma út í feitum plús með þessum framkvæmdum, þó svo að þvottaefnið muni hækka smá.
Nú er ég að herða mig upp í að setja allt í þvott áður enég freistast til að skila öllu saman með miðunum á.
Við Dögun viljum senda okkar ástkæra Úlfi baráttukveðjur í tilefni af því að hann er með ælupest í Köben, væri samt freistandi að fá hann lánaðan á Klakann til að æla yfir allt þetta krepputal og ruglástand.
Verð líka að benda á skemtilegt myndband sem Harpa mágkona bendir á á sinni síðu. Ætli við missum ekki allt ef húmorinn tapast.
Sú heppna.
Kreppan truflar marga núna en þó ekki hana Dögun sem græddi á tá og fingri í gær. Dagur kom heim úr interrail og færði litlu systur pakka.
Dögun, sem er búin að klæðast Línu langsokk búning hér heima við 2 síðustu daga, var afar sátt með að fá bróður sinn heim, enda búin að bíða lengi eftir að komu hans því hún var alveg viss um að hann væri í útlöndum að kaupa handa sér Manchester búning (en enginn veit hvaðan hún fékk þá hugmynd). En hún segist halda með þeim eins og Dagur og búin að tilkynna honum í símann að hana langaði í búning.
Dagur sveik sko ekki litlu systur með það og upp úr pokanum kom þessi flotti alvöru Manchesteer búningur, Signoritu kjóll og nammi! Eitthvað segir mér að hann verði í guðatölu næstu dagana, enda fékkst Dögun ekki úr fótboltabúningnum í gær og svaf því í honum í nótt.
Dögun, sem er búin að klæðast Línu langsokk búning hér heima við 2 síðustu daga, var afar sátt með að fá bróður sinn heim, enda búin að bíða lengi eftir að komu hans því hún var alveg viss um að hann væri í útlöndum að kaupa handa sér Manchester búning (en enginn veit hvaðan hún fékk þá hugmynd). En hún segist halda með þeim eins og Dagur og búin að tilkynna honum í símann að hana langaði í búning.
Dagur sveik sko ekki litlu systur með það og upp úr pokanum kom þessi flotti alvöru Manchesteer búningur, Signoritu kjóll og nammi! Eitthvað segir mér að hann verði í guðatölu næstu dagana, enda fékkst Dögun ekki úr fótboltabúningnum í gær og svaf því í honum í nótt.
Litla Signorita Dögun
Við foreldrarnir höfum hins vegar engar áhyggjur af þessu og smjöttum bara á góða súkkulaðinu sem við fengum og lofum öðrum að sjá um að ala upp íþróttaáhugann hjá barninu.
Saturday, October 4, 2008
Norska prinsessan.
Friday, October 3, 2008
Nýjar myndir
Loksins komnar myndir á barnalandi - júní til september 2008. Sko mig!
Samt ákvað Barnaland að vera með vesen og loka öllu vefsvæðinu í dag, loksins þegar ég hafði tíma til að setja inn myndirnar. En þeir opnuðu aftur að lokum um 16:30 svo nú á allt að vera komið inn.
Bumbumyndir og svoleiðis mun svo vera væntanlegt og í tilefni af nýrri bumbu og verðandi barni hef ég skipt um lykilorð. Þá er bara að sms-a á mig eða senda mér tölvupóst til að fá uppgefið hvað það er.
Samt ákvað Barnaland að vera með vesen og loka öllu vefsvæðinu í dag, loksins þegar ég hafði tíma til að setja inn myndirnar. En þeir opnuðu aftur að lokum um 16:30 svo nú á allt að vera komið inn.
Bumbumyndir og svoleiðis mun svo vera væntanlegt og í tilefni af nýrri bumbu og verðandi barni hef ég skipt um lykilorð. Þá er bara að sms-a á mig eða senda mér tölvupóst til að fá uppgefið hvað það er.
Morgunkaffið
Wednesday, October 1, 2008
Svaðilför og Seyðis
Fórum í sónar á Seyðisfjörð í morgun í slyddu til að byrja með, svolítilli hálku og svo snjókomu á Fjarðarheiðinni. Veturinn er sem sagt kominn hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Eins gott að fara að setja naglana undir "kerruna" ef maður á að komast yfir fjallvegi í nánustu framtíð.
Nú er svo bara rigning og rok úti og mig langar mest að fara heim, skríða upp í rúm og leggjast í dvala í svona eins og 8 vikur. Vakna svo hress og endurnærð, helst með krílið í fanginu.
Monday, September 29, 2008
Meiri bakstur.
Ég bakaði finnskt bláberjapæ í gær og bauð gráðugum foreldrum í kaffi. Kakan spændist upp (fyrir utan eina sneið sem enginn þorði að klára....... nema ég þegar allir voru farnir) svo hún hlýtur að hafa fallið í kramið hjá öllum.
Uppskriftin er mikið hernaðarleyndarmál...... en þeir sem geta lagt fram væna summu geta hugsanlega fengið hana senda á e-mail.
Annars var helgin tíðindalaus. Óðinn var á veiðum frá föstudegi fram á laugardag og við Dögun því einar í kotinu. Amma gulrót og Númi nutu því góðs af því og fengu að hafa okkur í mat á föstudagskvöldið því afi gamli var á Djúpavogi að djamma.
Kíktum til Árna og Erlu á laugardagskvöld, þeirri litlu til mikillar gleði enda var mikið stuð á þeim frændsystkinum Óðni Skúla og Dögun og þau komin í búninga undir lokin og farin að dansa við Queen o.fl.... Við sofnuðum svo seint að íþróttaskólinn var um það bil að byrja þegar við opnuðum augun á sunnudagsmorgni og var því ákveðið að skrópa í þann tíma. Dögun var afar sár þegar hún fattaði það, en henni var LOFAÐ að við myndum fara næst.
Nú er svo bara óttalegur mánudagur í loftinu, rigning og þungbúið. Sillemú sparkar óendanelga mikið þessa dagana (og næturnar) og má þakka fyrir að ég takist ekki á loft á köflum. Þetta er ekki ég, en svona er ástandið samt!
Wednesday, September 24, 2008
Miss MALM
Eftir viðureign mína við nýjasta húsgagn heimilisins hef ég ákveðið að Óðinn fái að setja saman öll húsgögn á heimilinu fram að fæðingu. Eftir 3 tíma vinnu með skrúfjárni og hamri, ásamt því að elda ofan í barnið, baða það og svæfa, þurfti laaaanga heita sturtu og verkjatöflur til að ná mér niður. Ég vaknaði svo í morgun með bjúg sem ég er klárlega ekki tilbúin að sætta mig við næstu 8-9 vikurnar!
Prinsessan á heimilinu var samt mjög spennt yfir þessu öllu og fannst við foreldrarnir ættum að kaupa nýja kommóðu handa henni líka, en að sjálfsögðu bleika...... og með Hello Kitty. Ikea framleiðir að vísu bleikar MALM kommóður, en ætli þær fáist eins og þessi???:
Friday, September 19, 2008
Stjörnuspá dagsins 19. sept 2008
Tvíburar: "Þú óskar þess að þú gætir komið á skipulagi og að það myndi endast að eilífu. Því miður tekur líf þitt stöðugum breytingum og þú þarft að betrumbæta þig."
Ansans - ég sem var að vona að eftir endurskipulagningu og þrif á heimilinu myndi það allt saman endast að eilífu.
Sporðdreki: "Þú þráir athygli. Stígðu á svið lífsins og haltu sýningu. Þú hressir heldur betur upp á liðið sem var farið að taka hlutina alltof alvarlega."
Svo á meðan ég þarf að endurskipuleggja og beturumbæta mig fær Óðinn að fríka út og skemmta öðrum - er þetta nú hægt???
Ansans - ég sem var að vona að eftir endurskipulagningu og þrif á heimilinu myndi það allt saman endast að eilífu.
Sporðdreki: "Þú þráir athygli. Stígðu á svið lífsins og haltu sýningu. Þú hressir heldur betur upp á liðið sem var farið að taka hlutina alltof alvarlega."
Svo á meðan ég þarf að endurskipuleggja og beturumbæta mig fær Óðinn að fríka út og skemmta öðrum - er þetta nú hægt???
Thursday, September 18, 2008
Dögun fer í bað....
Eins og Dögun fannst nú gaman í baði þegar hún var yngri er orðið nær ómögulegt að koma henni í sturtuna á kvöldin. Eftir mikinn eltingarleik um húsið tekst það þó yfirleitt. En stundum þarf að beitabrögðum og þá er oft dregin fram IKEA balinn góði og stóra 3 ára stelpan fer í ungbarnabað og unir sér vel.
Íþróttaskóli, málning, IKEA og prjónaskapur
Á sunnudagsmorguninn byrjaði Dögun í langþráðum íþróttaskóla. Þetta átti sannarlega vel við hana og hún telur dagana þar til hún má mæta næst. Meira að segja laugardagurinn (nammidagur) fellur í skuggan af hinum mikla íþrótta-sunnudegi. Eftir tímann fórum við og keyptum málningu í Húsasmiðjunni til að mála hjá okkur holið/borðstofuna. Dögun fór alsæl í pössun til ömmu og afa og langömmu og langafa á meðan foreldrarnir máluðu. Það var eiginlega ekki hægt annað það sem hún var heldur hjálpsöm við málninguna, var jafnvel farin að krefjast þess að borðstofan yrði máluð bleik. Þetta málningarævintýri endaði svo þannig að það þurfti að hefla, sparsla og pússa skemmdan vegg, mála 2 umferðir á allt og pensla 3x. Svo þegar allt var orðið hvítt og fínt sást hversu hurðarkarmarnir voru mislitir og illa blettaðir í gegnum árin með mismunandi málningu. Það var því tekið á það ráð að mála alla hurðarkarma sem snúa inn í borðstofuna með fínu panillakki (3 umferðir á hverja) + borðstofugluggann, baðherbergisgluggann (sem var farinn að flagna), baðherbergishurðarkarminn og karminn í forstofunni. Við erum því eiginlega enn að þó nú sjái loksins fyrir endann á ævintýrinu.
Nú er svo komið að því að hringja í okkar ástkæru IKEA búð og panta kommóðu og annað smálegt áður er skrípið kemur í heiminn. Eins mikið og ég elska IKEA er ég ekki sátt við þessar hækkanir hjá þeim.
En að örðu.
Peysan hennar Sessu:
Ég hef samt ákveðið að láta ekki deigan síga þrátt fyrir einfaldleika peysunnar minnar, einhversstaðar verður maður að byrja og Sessa hefur u.þ.b. 16 ára forskot í þessari keppni eða meira. Mamma man enn þegar við stöllur sátum við eldhúsborðið heima með handavinnuverkefnið sem þá var í gangi í handavinnu. Sessa var að sjálfsögðu löngu búin með sitt og farin að prjóna barnapeysu, ég sat hins vegar sveitt við hverja lykkju og vældi. Mig minnir að verkefnið hafi verið prjónaður bolti. Gott ef minn bolti skoppaði ekki bara vel, enda orðinn þæfður og þéttur eftir átökin. Ætli við höfum ekki verið svona um 9-10 ára þarna.
Í gærkvöldi gátum við svo loksins farið að raða upp hillum og skápum á sinn stað, og auðvitað þurfti ég að breyta til og fá Óðinn til að klöngrast með bókahilluna á milli veggja (ekki gat ég gert neitt með bumbuna út í loftið, enda búin á því eftir bogur við málninguna síðustu daga). Svo þurfti að raða bókunum skilmerkilega í hilluna. Ég sjálf hefði raðað þeim eftir stærð, lögun og litum...... en sei, sei nei, höfundar þurftu að vera saman, erlendar skáldsögur sér, ljóðabækur sér, íslenskar skáldsögur sér, uppskriftabækur sér (ég studdi það reyndar), goðafræði og íslendingasögur í eini hillu.....o.s.fr..... Bókauppröðun tók því lungann úr kvöldinu og því var lítið annað gert. Þrif og frágangur er því mikið til eftir. Ég hengdi þó upp gardínurnar aftur til að nágrannarir í elliblokkinni á móti gætu farið að lifa eðlilegu lífi og hætt að þurfa horfa upp á okkur á brókinni í flennistórum glugganum.
Peysan mikla kláraðist á föstudaginn var og hamingjan ríkti í 2 tíma, eða allt þar til Sessa vinkona sendi mér myndskilaboð þar stóð: "Peysan er tilbúin!" ásamt mynd af einhverri þeirri fallegustu ungbarnapeysu sem ég hef séð. Stúlkan atarna var sem sagt að prjóna/hekla peysu á Sillemú og það líka þetta meistaraverk.
Peysan mín:
Peysan hennar Sessu:
Subscribe to:
Posts (Atom)