Wednesday, October 8, 2008

Sú heppna.

Kreppan truflar marga núna en þó ekki hana Dögun sem græddi á tá og fingri í gær. Dagur kom heim úr interrail og færði litlu systur pakka.

Dögun, sem er búin að klæðast Línu langsokk búning hér heima við 2 síðustu daga, var afar sátt með að fá bróður sinn heim, enda búin að bíða lengi eftir að komu hans því hún var alveg viss um að hann væri í útlöndum að kaupa handa sér Manchester búning (en enginn veit hvaðan hún fékk þá hugmynd). En hún segist halda með þeim eins og Dagur og búin að tilkynna honum í símann að hana langaði í búning.
Dagur sveik sko ekki litlu systur með það og upp úr pokanum kom þessi flotti alvöru Manchesteer búningur, Signoritu kjóll og nammi! Eitthvað segir mér að hann verði í guðatölu næstu dagana, enda fékkst Dögun ekki úr fótboltabúningnum í gær og svaf því í honum í nótt.


Litla Signorita Dögun

Eitthvað annað segir mér líka að Stefán afi Liverpool aðdáandi og Stefán Númi Arsenal frík eigi eftir að segja e-ð við liðsvalinu hjá Dögun.
Við foreldrarnir höfum hins vegar engar áhyggjur af þessu og smjöttum bara á góða súkkulaðinu sem við fengum og lofum öðrum að sjá um að ala upp íþróttaáhugann hjá barninu.

2 comments:

Anonymous said...

"Við" á þessu heimili styðjum Manchester búninginn! Og líka svona myndaraðir af Dögun í hinum ýmsu múnderingum. Í hverju verður hún næst..? spennó spennó

Eygló

Anonymous said...

Dögun alltaf jafn heppin! Gott að eiga stóran bróður.
Kv. mamma/amma