Monday, December 29, 2008

Jólamyndir

Fyrir jólin fórum við á jólamarkað í Sláturhúsinu okkar. Þar á eftri hæðinni bauð ljósmynda-klúbburinn hér upp á ljósmyndir með Hr. Jóla. Dögun var sko hreint ekki á því að láta plata sig út í þessa vitleysum enda jólasveinninn heldur ófrýnilegur að sjá svo hún sendi Sól systur sína eina í myndatökuna.
Eftir töluverðar rökræður fékkst Dögun þó til að vera með á einni mynd með því skilyrði að Dagrún héldi á heinni og Jólasveinninn passaði Sól.






Nú er spurning hvort þetta haldi svona áfram ......................þ.e. að Dögun noti litlu systur til að kanna hættuna áður en hún ákveður sjálf að láta vaða??? Þá eru alla vega einhver not í þessu gerpi sem hefur gert sig helst til heimakomna í mömmu-faðmi.

No comments: