Prinsessan á heimilinu var samt mjög spennt yfir þessu öllu og fannst við foreldrarnir ættum að kaupa nýja kommóðu handa henni líka, en að sjálfsögðu bleika...... og með Hello Kitty. Ikea framleiðir að vísu bleikar MALM kommóður, en ætli þær fáist eins og þessi???:
Wednesday, September 24, 2008
Miss MALM
Eftir viðureign mína við nýjasta húsgagn heimilisins hef ég ákveðið að Óðinn fái að setja saman öll húsgögn á heimilinu fram að fæðingu. Eftir 3 tíma vinnu með skrúfjárni og hamri, ásamt því að elda ofan í barnið, baða það og svæfa, þurfti laaaanga heita sturtu og verkjatöflur til að ná mér niður. Ég vaknaði svo í morgun með bjúg sem ég er klárlega ekki tilbúin að sætta mig við næstu 8-9 vikurnar!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Hvernig væri nú að slappa svolítið af eins og ætlast er til?
Kveðja,
mamma
jamm, nú er akkúrat komið að því, nú mun ég ekki lyfta litla fingri nema í neyð.
Post a Comment