Friday, September 19, 2008

Stjörnuspá dagsins 19. sept 2008

Tvíburar: "Þú óskar þess að þú gætir komið á skipulagi og að það myndi endast að eilífu. Því miður tekur líf þitt stöðugum breytingum og þú þarft að betrumbæta þig."

Ansans - ég sem var að vona að eftir endurskipulagningu og þrif á heimilinu myndi það allt saman endast að eilífu.

Sporðdreki: "Þú þráir athygli. Stígðu á svið lífsins og haltu sýningu. Þú hressir heldur betur upp á liðið sem var farið að taka hlutina alltof alvarlega."

Svo á meðan ég þarf að endurskipuleggja og beturumbæta mig fær Óðinn að fríka út og skemmta öðrum - er þetta nú hægt???

1 comment:

Anonymous said...

Kannski er það hlutverk Óðins að minna þig á að taka hlutina ekki alltof alvarlega, þó þú sért tvíburi! Stígðu svo bara á svið og haltu sýningu og hresstu upp á liðið!
Mamma,