Tuesday, December 2, 2008

4 vikna í dag...

...og hér passa menn sko upp á sitt og láta t.d. ekki snudduna fara langt frá sér.
Annars er daman á hraðri uppleið og stutt í að hún verði feit og sæt. Mikið ósköp er þetta fljótt að líða, fjórar vikur voru eins og fjórir mánuðir á meðgöngunni en nú þýtur allt áfram og ég rétt að fatta að það eru að koma jól. Sei, sei, já.....

Annars er fínt að vera í orlofi núna, ég lít ekki á fréttir nema mig langi til og get að mestu hundsað niðurdrepandi kreppu-fréttir. Í staðin skeini ég rassa, þvæ þvott, gef brjóst o.s.fr..... sem ég held að sé í alvöru bara miklu skemmtilegra en hitt.
Markmiðið þessa dagana er samt að fita barnið upp í 4000 g svo við komumst í göngutúr í vagninum að skoða jólagjafainnkaup og fá okkur kaffibolla eða kakó með "stro", ná í Dögun á leikskólann eða e-ð skemmtilegt. Við erum orðnar hálf leiðar að hanga svona inni allan daginn alla daga.

7 comments:

Anonymous said...

Kannski stutt í að Silla verði feit, en löngu orðin sæt!!

Ef ykkur leiðist að hangsa inni er rosa sniðugt að kíkja bara á malbikið og öll jólaboðin þar. Kannski svona um og eftir 15. des....

E. frænks

Anonymous said...

Æ hvað hún er mikil dúlla. Og til hamingju með vikurnar fjórar.
Kveðja
KS

Anonymous said...

4 vikur, getur það passað??
Það er eins og það hafi verið í gær sem ég kíkti upp á lansa.. ótrúlegt hvað þessi tími líður hratt..
Þú verður komin með tvo tengdasyni áður en þú nærð að snúa þér við..

Kveðja úr próflestri í borginni ;)

Anonymous said...

Jöminn hvað maður er fallegur :)
Bestu kveðjur austur
Joðin

Anonymous said...

Maður þarf nú líka að hanga inni dag eftir dag þó að börnin séu komin langt upp fyrir 4000 grömmin! Og ég sem var búin að hlakka svo til að kíkja á ykkur í vikunni, en þessi ælupest virðist ekki ætla að taka enda. Kannski á föstudaginn...

Edda hin afundna húsmóðir

Anonymous said...

iss, bara að drífa sig út...
ekki hægt að hanga svona endalaust. er líka viss um að sillemú fitnar meira á því að fara út heldur en að hanga inni. ég meina fjögurra vikna, hún er rígfullorðin.

harpa said...

þurfa börn á íslandi að vera orðin 4 kg til að mega fara út??

má þá barn sem er fætt 4010gr fara strax út?

af hverju er þetta svona?

í danmörku þurfa börnin að hafa náð fæðingarþyngd til að "mega" fara út. Úlfi var dröslað út í vagn þegar hann var 10 daga gamall og var orðin alvanur vagninum 4ra vikna!

drífðu þig bara út.. það er sko bara allt í lagi.