Wednesday, October 1, 2008

Svaðilför og Seyðis


Fórum í sónar á Seyðisfjörð í morgun í slyddu til að byrja með, svolítilli hálku og svo snjókomu á Fjarðarheiðinni. Veturinn er sem sagt kominn hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Eins gott að fara að setja naglana undir "kerruna" ef maður á að komast yfir fjallvegi í nánustu framtíð.

Nú er svo bara rigning og rok úti og mig langar mest að fara heim, skríða upp í rúm og leggjast í dvala í svona eins og 8 vikur. Vakna svo hress og endurnærð, helst með krílið í fanginu.

No comments: