Saturday, November 1, 2008

Sjúskaði sjúklingurinn

Eftir vægast sagt ömurlega líðan síðasta rúma sólarhringinn sé ég loksins fram á aðeins betri tíma í vændum. Er búin að vera í stöðugu eftirliti, monitorun, hitamælingum, blóðprufum (er orðin meira út stunginn en slæmur fíkill), sýklalyfjagjöf, blóðþrýstingsmælingum og verkjalyfainntöku. Er sem sagt enn með meðgöngueitrun og einhverja ógeðis pest ofan í það, líklega streptókokkasýkingu en þó ekki alveg víst hvað það er, en sýking mældist alla vega í blóðprufunni. Þó ég sé reyndar langt frá því að vera orðin góð er notalegtilfinning að finna að líðanin er í rétta átt.

Hér er maður líka eins og prinsessa, allir vilja allt fyrir mann gera og ljósmæðurnar eru eins og mömmur sem hafa stöðugar áhyggjur. Ekki slæmt að hafa 2-3 mömmur í kringum sig til að stjana við mann allan sólarhringinn. Koma færandi hendi með mat, kodda, hita og kælipoka eftir þörfum, verkjalyf og klapp á bakið.

Svo eru vinir og ættingjar duglegir að fylgjast með og koma færandi hendi. Sérstakelga Ísold engill, sem fékk svo meira að segja að taka með sér óhreinu fötin mín í þvott, eftir að vera búin að færa mér fullan poka af nauðsynjavörum. Á undan henni kom svo Helga Jóna mágkona líka með smá súkkulaði og drykk. Ég verð eins og akfeit belja ef fer áfram sem horfir af öllu þessu nammi....... nú er gott að þurfa ekki að halda inni á sér maganum!

Annars veit ég lítið um framhaldið, fæ einhverjar niðurstöður á mánudaginn hvað varðar sýkinguna og á líklegast bara að vera hér áfram. Það eru hverfandi líkur á að Óðinn minn fái orminn í afmælisgjöf á morgun, en hver veit - aldrei að segja aldrei. Annars eru nægar dagsetningar til að stefna á:

Óðinn 2. nóv.
Amma 4. nóv.
Tengdapabbi 7. nóv.
Blædís 9. nóv. minnir mig
Máney þá örugglega 11. nóv.
Lóa listakona 21. nóv.
Sigríður Eir 26. nóv
Afi og Úlfur Stefán 28. nóv.

Krílið dafnar annars mjög vel og eiginlega helst til vel, mældist um 14 merkur í fyrradag..... mér er um og ó hvar það endar. Vona bara að þetta verði ekki e-ð risa barn.

Annars sendi ég kveðjur í matarboðin sem eru í gangi núna. Annars vegar "jólamatarboð" hjá Hönnu Báru þar sem ættingjar í bænum ætla að hittast og væntanlega drekka rauðvín og hafa það gott.
Hins vegar afmælismatarboð hjá ektamanninum á egilsstöðum í tilefni morgundagsins! Það er nú pínu fúlt að komast í hvorugt partýið og fá hinn kræsilega spítalamat í staðinn - en eins gott að menn skemmti sér líka fyrir mína hönd á báðum stöðum!

Over and out í bili.

6 comments:

Anonymous said...

...svo hringir hin eina sanna mamma x3 á dag, djísús.
Sillemú mun örugglega velja sér góðan dag í nóvember til að koma í heiminn og þó að 28. væri óneitanlega skemmtilegur get ég eiginlega ekki óskað þér þess að bíða svo lengi úr því sem komið er. Greinilega nógir aðrir spennandi dagar.

Láttu þér nú bara batna ljúfan, við hugsum örugglega öll til þín í kvöld, bæði fyrir sunnan og austan.

Kveðja,
mamma

Anonymous said...

Bestu kvedjur til thín kæra frænka! Hafdu thad sem best og njóttu thess ad láta stjana vid thig.

Já, thad eru margir gódir dagar í nóvember. Bíd spennt eftir fréttum ;)

Anonymous said...

Elsku frænka. Vona að þetta fari allt að ganga í betri átt og ég veit af fenginni reynslu þarna á meðgöngudeild að þar er vel hugsað um mann.
Fer að koma að kíkja á þig þar sem æfingar og fótboltamót dótturinnar eru komnar í helgarfrí.
Gangi þér vel
Snærún

Anonymous said...

Grey frænkan mín, láttu þér líða betur.

Ég vildi sko alveg vera mætt í rauðvínspartý líka - við tvær höldum bara okkar eigins partý seinna!

Anonymous said...

Eygló sko...

Anonymous said...

Elsku Steinrún, snarbrá að lesa bloggið þitt í dag, vona að allt gangi sem allra best hjá þér og Sillemú. Vil líka benda á góðan dag, 16. nóv, þá eiga merkismennirnir Gunnar gormur og Jónas Hallgrímsson íslandsskáld báðir afmæli. Og til hamingju með bóndann.
Bestu kveðjur, Silla.