Sunday, December 21, 2008

Vetrarsólstöður 21. des.

Í dag er sá dagur ársins sem sólin er styst á lofti og á þessum tímum óska þess margir að sjá lengur og oftar til sólar. Við ákváum hins vegar að fara okkar leið og auka bara um eina sól.

Sillemú er sem sagt laus undan því nafni og hefur hlotið nafnið:

Sól Óðinsdóttir
Dagurinn passaði vel þar sem Dögun er fædd 21. júní, eða á sumarsólstöðum og því er hún akkúrat 3 og 1/2 árs í dag. Svo var matarboð hjá ömmu gulrót í kvöld og því var tækifærið notað í kreppunni svo við þyrftum ekki að splæsa í veislu sjálf og dömunni gefið nafn.

Nú eru systkinin sem sagt:
Dagur Skírnir
Dagrún Sóla
Dögun og Sól

12 comments:

Anonymous said...

Amman er afar sátt með sína Sól og sína Dögu. Gott nafn Sól!
Kv. mamma

Anonymous said...

Dásamlegt! Til hamingju með nafnið Sól og til hamingju með þriggja og hálfsárs afmælið Dögun:)

kv. SiggaFanney

Anonymous said...

Til hamingju með nafnið Sól!

Við tökum þetta til okkar hérna á Nesinu, Eygló þýðir Sól og amma súkkó vill meina að þetta sé hennar nafn en hún hafi leyft þér að nota það í sumar. Svo bestu þakkir frá Nesinu! ;)

E

Anonymous said...

magnað
til hamingju, við erum sátt ;)

Anonymous said...

Til hamingju með Sólina :)
Kveðjur
Joðin & co

Anonymous said...

Til hamingju með nafnið og dömurnar.
Kveðja
Margrét

Anonymous said...

Til hamingju með Sól og Dögun:)
kv. úr Grænukinninni

Anonymous said...

Bara frábært. Ég fékk Sólina að lokum!
Til hamingju öll.

Amma súkk

Anonymous said...

Elsku Steinrún, Óðinn og börn

Til hamingju með nafnið, hljómar vel, sérstaklega þegar maður skellur öllu liðinu saman!

Dagur Skírnir
Dagrún Sóla
Dögun og Sól

FRÁBÆRT!

kveðja frá Grundarstígspakkinu

Anonymous said...

Til hamingju með fína nafnið þitt elsku frænka Sól.
Þú ert klárlega uppáhalds nafnan mín ;)

Jólakveðja
Hekla Sól

Anonymous said...

Fallegt er það. Við Erla reyndum að kíkja á þig og Dögun í gær en það tókst ekki. Reynum ábyggilega aftur síðar!

Kv.
Agnes

Anonymous said...

Gleðileg jólin og til hamingju með þetta fallega nafn á nýjustu.
kv.
Ruth