Saturday, December 29, 2007
Friday, December 28, 2007
Allir komnir!
Í gær 27. des fæddist síðasta barna, barna barnið í ættinni á þessu barnmikla ári 2007. Birta beautiful leit dagsins ljós og reyndist vera vera með typpi eins og stóri bró. Eftir að hafa kíkt á þennan fallega einstaknling á síðunni hennar Eyglóar móðursystur hans, ákvað ég að stela miskurnarlaust einni mynd og skella á bloggið mitt til að sýna ykkur fegurðina! (sorrý Glingló...ég varð)
Tæpar 17 merkur og 53 cm. Vonandi verður ekki of langt þangað til að maður fær að máta þennan!
Til hamingju foreldrar, systkini, ömmur, afar, langömmur og langafar, frænkur og frændar.
Á morgun stendur svo til að okkar ástkæri Gormur fái sitt rétta nafn, þó að ég sé farin að kunna ákaflega vel við Gorma nafnið, þykir mér líklegt að sumir verði fegnir því að barnið losni undan því viðurnefni. Hann mun þó alltaf verða "Gormalingur" í mínum augum.
Tæpar 17 merkur og 53 cm. Vonandi verður ekki of langt þangað til að maður fær að máta þennan!
Til hamingju foreldrar, systkini, ömmur, afar, langömmur og langafar, frænkur og frændar.
Á morgun stendur svo til að okkar ástkæri Gormur fái sitt rétta nafn, þó að ég sé farin að kunna ákaflega vel við Gorma nafnið, þykir mér líklegt að sumir verði fegnir því að barnið losni undan því viðurnefni. Hann mun þó alltaf verða "Gormalingur" í mínum augum.
Monday, December 24, 2007
Til lykke med julen!
Jæja elsku fólk, mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Hér á Egilsstöðum er jólaverðið svo til fullkomið, snjór yfir öllu, 4 stiga frost og logn. Tunglið skartar sínu fegursta og allir að rembast við að gera sig fína fyrir komandi hátíð. Maturinn bíður þess að verða borðaður og pakkarnir eftir að verða opnaðir.
Allir iða í skinninu af eftirvæntingu, ekki síst fjölskyldufaðirinn sem hefur alla gríslingana sína 3 hjá sér þessi jólin. Hann stendur eins og er á kafi í eldhúsinu, hlustar á Jóhannesar Passíu með
Hér á Egilsstöðum er jólaverðið svo til fullkomið, snjór yfir öllu, 4 stiga frost og logn. Tunglið skartar sínu fegursta og allir að rembast við að gera sig fína fyrir komandi hátíð. Maturinn bíður þess að verða borðaður og pakkarnir eftir að verða opnaðir.
Allir iða í skinninu af eftirvæntingu, ekki síst fjölskyldufaðirinn sem hefur alla gríslingana sína 3 hjá sér þessi jólin. Hann stendur eins og er á kafi í eldhúsinu, hlustar á Jóhannesar Passíu með
rauðvínið innan seilingar og gjóir augunum yfir sinn fríða hóp fullur stolti.
Lítill fugl hvíslar því að mér að þetta verði yndisleg jól í faðmi fjölskyldu og vina.
Lítill fugl hvíslar því að mér að þetta verði yndisleg jól í faðmi fjölskyldu og vina.
Friday, December 21, 2007
Einkadóttirin 30 mánaða í dag!
Tíminn er svo sannarlega fljótur að líða.
Ekki svo langt síðan fyrstu jólin hennar Dögunar stóðu yfir, þá var hún 6 mánaða prinsessa í satín-kjól og hafði engan skilning á jólunum, en var samt sem áður glöð og góð.
Á öðrum jólunum var hún svo 1 og1/2 árs, aðeins farin að hafa vit á hlutunum. Klædd í glimmerskó frá Sviss og nægði að fá 1-2 pakka af öllum pökkunum sem voru merktir henni undir trénu góða.
Nú eru þriðju jólin hennar að koma og skvísan 2 og 1/2 árs í dag 21. des. 2007. Svo ótrúlegt hvað þessi kríli stækka og þroskast á stuttum tíma. Jólafötin komin í hús svo Jólakötturinn fær ekkert að glefsa í skvísuna og móðirin hefur grun um að pakkarnir verðir opnaðir af miklum krafti þetta árið.
Til hamingju með daginn Dögun dekurrófa!
Wednesday, December 19, 2007
Okkar fyrstu kynni....
Monday, December 17, 2007
Ljúf jólalög í dagsins önn.
Hér er skemmtilegt jólalag um Grýlu kúkafýlu!
Hér er annað jólalag sem að Ljótu hálvitarnir, með minn kæra Odd Bjarna í broddi fylkingar, gáfu þjóðinni í jólagjöf. Ljúft lag með fallegum texta!
Og eitt í viðbót hér: Rei, Rei ekki um jólin.
Hér er annað jólalag sem að Ljótu hálvitarnir, með minn kæra Odd Bjarna í broddi fylkingar, gáfu þjóðinni í jólagjöf. Ljúft lag með fallegum texta!
Og eitt í viðbót hér: Rei, Rei ekki um jólin.
Friday, December 14, 2007
Enn fjölgar í stórfjölskyldunni.....
Jóhann Ingi frændi og Jóhanna (The JJ's) eignuðust sitt fyrsta barn í gær, ekki bara eitt heldur tvö í einu, fallegar tvíburastelpur!
Til hamingju elsku fólk! Vonum að systrum og foreldrum heilsist vel eftir atganginn.
Ég er mjög ánægð með sjálfa mig núna, í tvö skipti í röð hef ég giskað á rétt kyn bumbubúanna, svo er spurning með það síðasta á þessu ári, hana Birtu sem ég tel vera verðandi systur Bjarts. En það væri svo sem nógu tíbíst að loksins þegar ég held að ég hafi náð þeirri náðargáfu að segja til um kyn barna (ekki að það skipti máli, meira til gamans gert) að ég klikki á því og Birtan verði með typpi. En það kemur nú allt í ljós og ekki seinna en 27. des. þegar hún Birta litla er skráð í heiminn. Eða réttara sagt þegar reminderinn á símanum hennar Ísoldar pípir og segir henni að skutlast upp á deild....
Annars er lítið að frétta. Ég er í stressi yfir að ná ekki að gera NEITT fyrir jólin. Ég er að vinna alveg fram að jólum, allan daginn og þegar heim kemur tekur einkadóttirin við. Svo þegar hún er sofnuð um 21:00 er orkan alveg búin. Ég er þó búin að afreka að hanna og prenta jólakort ársins.....og tel mig bara nokkuð góða með það. Svo á hins vegar eftir að kaupa umslög, skrifa og koma þeim í póst......það er spurning hvernig það endar. Svo munu jólamyndirnar af Dögun að sjálfsögðu birtast á síðunni hennar um 24 des. eða þegar öll kort eru komin í póst.
Ég er samt ánægð með okkur mömmu í ár, pakkinn til Ítalíu fór bara einum degi of seint í póst þetta árið, ég held að það sé met! Óðinn er búinn að sérpanta jólarauðvínið svo það er í höfn, enda er það eitt það mikilvægasta sem þarf að gera að hans mati. ;o)
En annað sem er búið:
Dagrún er reyndar komin í hús og ég treysti að hún bjargi málunum með okkur, hún er svo myndarleg í öllu svona.....ha, Dagrún??? ;o) Dögun er afskaplega glöð að fá Systu sína og á sennilega eftir að snúa henni í kringum sig að vanda!
Jæja, jólin hljóta að koma þrátt fyrir skít, stress og smákökur úr bónus. Enda er von á elskulegum stóra bróður mínum, spúsu hans og afkvæmi aðfaranótt 19. des. hvað biður maður um meira? Enda Gormur frændi minn einn sá myndarlegasti sem vitað er um og örugglega einn sá skemmtilegasti líka.
Bara spurning að setja upp jólagleraugun og sjá allt í nýju ljósi!
Til hamingju elsku fólk! Vonum að systrum og foreldrum heilsist vel eftir atganginn.
Ég er mjög ánægð með sjálfa mig núna, í tvö skipti í röð hef ég giskað á rétt kyn bumbubúanna, svo er spurning með það síðasta á þessu ári, hana Birtu sem ég tel vera verðandi systur Bjarts. En það væri svo sem nógu tíbíst að loksins þegar ég held að ég hafi náð þeirri náðargáfu að segja til um kyn barna (ekki að það skipti máli, meira til gamans gert) að ég klikki á því og Birtan verði með typpi. En það kemur nú allt í ljós og ekki seinna en 27. des. þegar hún Birta litla er skráð í heiminn. Eða réttara sagt þegar reminderinn á símanum hennar Ísoldar pípir og segir henni að skutlast upp á deild....
Annars er lítið að frétta. Ég er í stressi yfir að ná ekki að gera NEITT fyrir jólin. Ég er að vinna alveg fram að jólum, allan daginn og þegar heim kemur tekur einkadóttirin við. Svo þegar hún er sofnuð um 21:00 er orkan alveg búin. Ég er þó búin að afreka að hanna og prenta jólakort ársins.....og tel mig bara nokkuð góða með það. Svo á hins vegar eftir að kaupa umslög, skrifa og koma þeim í póst......það er spurning hvernig það endar. Svo munu jólamyndirnar af Dögun að sjálfsögðu birtast á síðunni hennar um 24 des. eða þegar öll kort eru komin í póst.
Ég er samt ánægð með okkur mömmu í ár, pakkinn til Ítalíu fór bara einum degi of seint í póst þetta árið, ég held að það sé met! Óðinn er búinn að sérpanta jólarauðvínið svo það er í höfn, enda er það eitt það mikilvægasta sem þarf að gera að hans mati. ;o)
En annað sem er búið:
- Aðventukrans - check
- Aðventuljós í glugga - check
- jólaseríur í stofu - check
Dagrún er reyndar komin í hús og ég treysti að hún bjargi málunum með okkur, hún er svo myndarleg í öllu svona.....ha, Dagrún??? ;o) Dögun er afskaplega glöð að fá Systu sína og á sennilega eftir að snúa henni í kringum sig að vanda!
Jæja, jólin hljóta að koma þrátt fyrir skít, stress og smákökur úr bónus. Enda er von á elskulegum stóra bróður mínum, spúsu hans og afkvæmi aðfaranótt 19. des. hvað biður maður um meira? Enda Gormur frændi minn einn sá myndarlegasti sem vitað er um og örugglega einn sá skemmtilegasti líka.
Bara spurning að setja upp jólagleraugun og sjá allt í nýju ljósi!
Tuesday, December 11, 2007
Álfadans....
Þetta er bara sniðugt: http://www.elfyourself.com/
http://www.elfyourself.com/?id=1322299916 hér erum við fjölskyldan og ég 2x, ertu ánægð Frú Sigríður??? ;o)
Hér er svo Dögun hin spræka: http://www.elfyourself.com/?id=1322391614
http://www.elfyourself.com/?id=1322299916 hér erum við fjölskyldan og ég 2x, ertu ánægð Frú Sigríður??? ;o)
Hér er svo Dögun hin spræka: http://www.elfyourself.com/?id=1322391614
Friday, December 7, 2007
Föstudagur.....mmmm......
Framundan er matarboð í kvöld, síðasta jólahlaðborðsspil á morgun og svo vonandi notaleg helgi.
Mér finnst Finnar mjög sniðugir í dag. Ekki eru þeir bara með það skólakerfi sem skilar hvað bestum árangri á norðurlöndum heldur gefur finnska félagsþjónustan öllum verðandi foreldrum fatapakka eða peningaupphæð sem er um 140 evrur (12.600 kr.). Í þessum pakka er hægt að finna allt það sem ungabarn þarf fyrstu 2 mánuðina. Föt, útiföt, teppi, snuð, bleyjur, taubleyjur, handklæði, naglaklippur, hárbursti, krem, baðmælir, krem fyrir móður, brjóstapúðar, fróðleikur fyrir verðandi foreldra, leikföng og þessi stórsniðugi kassi sem allt kemur í. En hann má nota sem rúm barnsins þar sem í botninum er svampdýna. Auðvitað velja flestir fatapakkann þar sem hann er milku meira virði en 12.600 kr.
Hér er svolítið skemmtilegt blogg sem ég rakst á varðandi þetta og hér er hægt að sjá innihald kassans.
Einnig finnst mér Danir frábærir í sinni hjólamenningu. Þetta er eitthvað svo fjölskylæduvænt. Ég skora á Gugga og Hörpu að fá sér svona hjól ef þau ílengjast í landi Baunanna svo Gormur fái að koma með í hjólatúra frá unga aldri. Miklu hagstæðara og umhverfisvænna en bíll:
Hins vegar heilla Bandaríkjamenn mig ekki mikið í dag, sérstakelga eftir þetta myndband sem Tóta vinkona sendi mér:
http://www.youtube.com/watch?v=juOQhTuzDQ0
En svo er þesssi auglýsing nokkur góð:
http://youtube.com/watch?v=qiL79oxxfIE
Ég er líka ánægð með gaurinn sem hringdi í Hvíta Húsið í USA og pantaði viðtal við Bush:
http://visir.is/article/20071206/LIFID01/71206064
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307455
En nóg af vitleysu.
Eigið góða helgi gott fólk!
Mér finnst Finnar mjög sniðugir í dag. Ekki eru þeir bara með það skólakerfi sem skilar hvað bestum árangri á norðurlöndum heldur gefur finnska félagsþjónustan öllum verðandi foreldrum fatapakka eða peningaupphæð sem er um 140 evrur (12.600 kr.). Í þessum pakka er hægt að finna allt það sem ungabarn þarf fyrstu 2 mánuðina. Föt, útiföt, teppi, snuð, bleyjur, taubleyjur, handklæði, naglaklippur, hárbursti, krem, baðmælir, krem fyrir móður, brjóstapúðar, fróðleikur fyrir verðandi foreldra, leikföng og þessi stórsniðugi kassi sem allt kemur í. En hann má nota sem rúm barnsins þar sem í botninum er svampdýna. Auðvitað velja flestir fatapakkann þar sem hann er milku meira virði en 12.600 kr.
Hér er svolítið skemmtilegt blogg sem ég rakst á varðandi þetta og hér er hægt að sjá innihald kassans.
Einnig finnst mér Danir frábærir í sinni hjólamenningu. Þetta er eitthvað svo fjölskylæduvænt. Ég skora á Gugga og Hörpu að fá sér svona hjól ef þau ílengjast í landi Baunanna svo Gormur fái að koma með í hjólatúra frá unga aldri. Miklu hagstæðara og umhverfisvænna en bíll:
Hins vegar heilla Bandaríkjamenn mig ekki mikið í dag, sérstakelga eftir þetta myndband sem Tóta vinkona sendi mér:
http://www.youtube.com/watch?v=juOQhTuzDQ0
En svo er þesssi auglýsing nokkur góð:
http://youtube.com/watch?v=qiL79oxxfIE
Ég er líka ánægð með gaurinn sem hringdi í Hvíta Húsið í USA og pantaði viðtal við Bush:
http://visir.is/article/20071206/LIFID01/71206064
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307455
En nóg af vitleysu.
Eigið góða helgi gott fólk!
Tuesday, December 4, 2007
Allir að kvitta fyrir sig!
Jæja, komum í leik:
Allir sem leggja leið sína inn hér eru hvattir til að kvitta í gestabókina. Teljarinn telur stanslaust og aldrei fleiri sem kíkja inn en kommentum fækkar stöðugt. Ég er því forvitin að vita hverjir eru að lesa bloggið.
- Engar undanþágur veittar -
Monday, December 3, 2007
Mánudagur strax aftur???
Tíminn líður svo hratt núna að það er fáránlegt. Enn ein helgin búin og kominn mánudagur. Reyndar vorum við Dögun heima í dag þar sem hún var enn slöpp eftir hitakast helgarinnar (hún er farin að nota hverja helgi í hita og lasleika foreldrunum til mikillar gleði...)
Eygló frænka beilaði á austurferðinni, en ég skal þó viðurkenna að hún gat lítið að því gert þar sem það var ekki flogið neitt á föstudaginn svo ferðinni var frestað fram í Janúar. Eins gott að það standist góða!
Á fimmtudaginn gerðum við Gyða frænka ódauðlega jólakransa með tilheyrandi smákökusmakki og jólatónlist.
Það var farið á jólahlaðborð með Bæjarskrifstofunni á föstudaginn, það var fínt og allir borðuðu á sig gat. Minns fór í klippingu, litun og greiðslu í tilefni dagsins (sem var reyndar óvart því að ég pantaði tímann fyrir löngu og vildi svo heppilega til að það passaði við jólahlaðborðið, en greiðslan fór eitthvað úr skorðum í vetrarveðrinu á leiðinni heim af klippistofunni...úps...)
Svo á laugardaginn kom Ines í heimsókn og við löbbuðum með stelpurnar að sjá stóra jólatréð við Kaupfélagið. En þar voru einnig jólasveinar, nammi og kókómjólk í boði. Í stað þess að hanga þar of lengi stungum við okkur inn á kaffihús og slökuðum þar á með kaffi og kleinur.
Um kvöldið spiluðum við á jólahlaðborði á HH, okkur tókst betur upp síðast en þar sem það var troðfullt núna urðum við að vera frammi í andyri að spila og heyrðum lítið í sjálfum okkur. Held þó að flestir gestanna hafi verið ánægðir með þetta.
Eygló frænka beilaði á austurferðinni, en ég skal þó viðurkenna að hún gat lítið að því gert þar sem það var ekki flogið neitt á föstudaginn svo ferðinni var frestað fram í Janúar. Eins gott að það standist góða!
Hugurinn hefur í ófá skipti reikað til Köben þessa helgina. Litli frændi dafnar vel og foreldrarnir allir að koma til. Það er von á þeim heim í eigin íbúð í dag og það verður spennandi að fá að sjá þennan Gorm í beinni í gegnum web-cam og vonandi kemur hann til landsins um jólin. Ég er svo klökk yfir þessum nýja
frænda að ég á bágt með mig þegar ég skoða myndir af honum og foreldrunum. Enda er drengurinn slíkur gullmoli
að annað eins hefur vart sést!..... eða varla síðan Dögun fæddist ;o) Þau eru þó ekki mjög lík frændsystkinin þó þau hafi fæðst svo til jafn stór.
Dögun var mynduð fyrir jólakort í gær......þótt lasin væri.....en það stendur samt til að taka fleiri prufur svo þetta standist nú örugglega alla fyrri jólakortastaðla. Hún stóð sig samt eins og hin
besta fyrisæta (enda vön myndavélum barnið). Ég fann samt allt í einu hvað tíminn hefur liðið hratt þegar ég fór að horfa á myndirnar eftir á. Hún er orðin svo stór og mannaleg, með sítt hár og endalaust margar skoðanir á hlutunum. Talar stundum út í eitt og stjórnar öllu og öllum sem hún getur.
Í dag hef ég notað tímann og farið eins og stormsveipur um húsið til að fægja helstu fingraklessur af mublunum og skrapað upp skítinn af gólfinu. Það er samt enn stóóóóóór hrúga af þvotti sem bíður þess að einhver straui hann, brjóti hann saman og gangi frá inn í skáp. Hver skyldi þessi "einhver" vera? Vona að hann gefi sig fljótt fram svo ég geti farið að setja í fleiri þvottavélar.
Thursday, November 29, 2007
Þá til daglegs amsturs....
Helgin framundan, nóg um að vera.
Jólahlaðborð með Bæjarskrifstofunni á morgun föstudag í Svartaskógi. Vonandi reddast pössun fyrir einkadótturina svo við Óðinn komumst bæði. Svo erum við að spila á laugardagskvöldið á Hótel Héraði.
Eygló frænka ætlar að kíkja í sveitina yfir helgina, það þurfti sætan strák til svo að hún kæmi út á land að heimsækja uppáhalds frændfólkið hér! Takk Konni!
Er annars enn að melta atburði gærdagsins, trúi varla að frændi litli sér kominn fyrr en ég sé mynd.
Dögun er kát með að vera orðin stóra frænka en skildi samt ekki alveg allt þetta tal um að bumban hennar Hörpu væri farin og í staðin væri kominn lítill frændi. But I don't blame her, þetta er örugglega frekar súrt fyrir 2 ára barn að skilja. En Dögun er orðin svo stór að hún er farin að baka til jólanna nú þegar. Það voru nefnilega bakaðar piparkökur á Kjarri á þriðjudaginn við mikla gleði. Svo stendur til að skreyta þær 3. des.
Jólahlaðborð með Bæjarskrifstofunni á morgun föstudag í Svartaskógi. Vonandi reddast pössun fyrir einkadótturina svo við Óðinn komumst bæði. Svo erum við að spila á laugardagskvöldið á Hótel Héraði.
Eygló frænka ætlar að kíkja í sveitina yfir helgina, það þurfti sætan strák til svo að hún kæmi út á land að heimsækja uppáhalds frændfólkið hér! Takk Konni!
Er annars enn að melta atburði gærdagsins, trúi varla að frændi litli sér kominn fyrr en ég sé mynd.
Dögun er kát með að vera orðin stóra frænka en skildi samt ekki alveg allt þetta tal um að bumban hennar Hörpu væri farin og í staðin væri kominn lítill frændi. But I don't blame her, þetta er örugglega frekar súrt fyrir 2 ára barn að skilja. En Dögun er orðin svo stór að hún er farin að baka til jólanna nú þegar. Það voru nefnilega bakaðar piparkökur á Kjarri á þriðjudaginn við mikla gleði. Svo stendur til að skreyta þær 3. des.
Wednesday, November 28, 2007
Gormur has arrived
Vei, vei, vei.......
Tölvan á leiðinni með flugi austur núna og barnið væntanlegt í Danaveldi á næstu klukkustundum...... hversu spennandi dagur er þetta í dag???
Ekki það að ég sé að líkja saman tölvu og barni...... en þið vitið hvað ég meina.
Ekki það að ég sé að líkja saman tölvu og barni...... en þið vitið hvað ég meina.
Afmæli
Gormur
Æ, það er að verða vika frá síðasta bloggi, ég er engan vegin að standa mig í þessu.
O-jæja, jólahlaðborðs-spil gekk bara vel um helgina, rjúpnaveiðar hjá Óðni gengu ekki eins vel, sunnudags-lummubakstur á Mánatröð 6 gekk vonum framar og allir voru kátir.
En það sem helst brennur á manni þessa dagana er yfirvofandi koma hans Gorms frænda míns, sem er væntanlegur á svæðið, hugsanlega í skrifuðum orðum og vonandi ekki seinna en á morgun. Það er mjög undarleg tilfinning að verða móðir, en ég verð eiginlega að viðurkenna að það er enn skrýtnari tilfinning að verða föðursystir! Maður verður einhvern vegin svo fullorðins.
Samt einhver þrjóska í Gormi að mæta á svæðið, hann var skráður í heiminn þann 24. nóv. en hefur ekki enn skriðið út þrátt fyrir mikil læti á síðari hluta meðgöngunnar, kannski skottið sé að þvælast fyrir honum??? (ef þið smellið á litlu Gorma-myndina sjáið þið fyrirferðina á honum)
Alla vega geri ég ekki annað en að senda strauma út til Danmerkur í þeirri von að krílið fari að láta sjá sig svo Harpa greyið geti farið að anda eðlilega og þau hjónaleysin komi heim um jólin.
Þó er annað sem gleður mitt litla hjarta núna, en það er væntanlegur nýr fjölskyldumeðlimur sem er jólagjöf, konudagsgjöf, páskagjöf, sumargjöf og afmælisgjöf næstu tveggja ára til mín frá sjálfri mér:
Ég veit ekki hvort ég á að efna til frekari nafnakeppni þar sem ég er enn óákveðin með nafnið á síðasta fjölskyldumeðlim, en ef ykkur dettur eitthvað fallegt og viðeigandi í hug þá látið það flakka. En "Gormur II" væri vissulega viðeigandi ef þeir félagar mæta á sama degi. Eða "Frú. Matthildur Gorm" , "Jóhannes" "Sigfinnnur", ........?
Thursday, November 22, 2007
Jólakortahausverkur.
Nú fer að koma sá tími að hanna þurfi jólakort ársins 2007. Ég er með margar hugmyndir í hausnum, en engin kemst á pappír hjá mér vegna anna og þreytu/leti. Eins þarf að fara að smella af jólamynd af skvísunni sem mun fylgja kortinu að vanda. Það er svona þegar maður byrjar á þessari vitleysu að búa til jólakort (sem er vissulega gaman) en þá setur maður sjálkrafa ákveðna pressu á sjálfan sig að toppa kort ársins á undan.
Tuesday, November 20, 2007
Yndislegt veður....
Ég hefði verið svo til í að fara á rjúpnaveiðar í dag, en þá ekki til að veiða rjúpu, heldur til að fá mér göngutúr. Það virðist nefnilega þannig komið að það er ekkert mál að fá frí í vinnunni til að labba á fjöll og skjóta rjúpur því veðrið er svo gott, en það yrði sennilega horft undarlega á mig ef ég segði: "Mætti ég fá frí í dag, það er svo gott veður og mig langar í heislubótargöngu upp í fjall".
Þessi síðasta er tekin 10 mín. á eftir hinum. Fljótt að dimma þegar sólin sest. En mikið er þetta fallegt!Monday, November 19, 2007
Pestagemlingur
Ælupest og hiti einkenndu helgina hjá mér. Ég fór lasin heim í hádeginu á föstudaginn eftir mikið sálarstríð hvort ég ætti að endast út daginn í vinnunni. Sem betur fór tók ég rétta ákvörðun og komst heim rétt áður en illa fór. Laugardagurinn fór svo í almennan slappleika eftir leiðinlega nótt en Dögun var agalega góð við mömmu sína og kyssti mig hvað eftir annað á ennið og knúsaði mig. Hún var líka hið prúðasta barn allan daginn aldrei þessu vant. Sunnudagurinn var skárri. Þá röltum við Dögun með sleðann á Mánatröð 6 og fengum lummur og Cointreau í veika maga. Svo var súkkulaðikaka og ís hjá Árna og Erlu í gærkvöldi, en magapestasjúkklingum er ekki gert að borða mikið af slíku og mér þótti illa gert af þeim að velja akkúrat þetta kvöld til að bjóða upp á þetta lostæti.
Það er kominn mánudagur og ógleðinn enn við völd, en þó druzzlast ég í vinnunni eftir bestu getu til að sýna lit. Þessi pestafaraldur ætlar aldrei að ganga yfir.
Lítið meira að frétta svo sem, annað en að ég er farin að hlakka til að sjá verðandi frænda minn sem er væntanlegur í Danaveldi á næstu dögum, hann verður fríðleiks barn eins og hann á ættir til.
Það er kominn mánudagur og ógleðinn enn við völd, en þó druzzlast ég í vinnunni eftir bestu getu til að sýna lit. Þessi pestafaraldur ætlar aldrei að ganga yfir.
Lítið meira að frétta svo sem, annað en að ég er farin að hlakka til að sjá verðandi frænda minn sem er væntanlegur í Danaveldi á næstu dögum, hann verður fríðleiks barn eins og hann á ættir til.
Friday, November 16, 2007
Neljä Joulupukkia
Þetta er allt að koma hjá ykkur sem giskuðu á nafnið, ég gruna samt Gvend um að hafa googlað þetta.
"Jólasveinarnir fjórir" ku vera nafnið á hljómsveitinni eða "Fjórir jólasveinar" það hljómar svo skemmtilega á finnsku, þó það séu bara tveir Finnar innanborðs. En ég gæti svo sem alveg hugsað mér að læra finnsku, slatti af góðum listaskólum í Finnlandi og Finnarnir sem ég hef kynnst um æfina skemmtilegt fólk!
En þessi bók hér til hliðar er ein af mínum uppáhalds, það var alltaf svo hátíðlegt seinni partinn í desember þegar pabbi dró hana fram og las fyrir mig með sínum rólegheita blæ. Mig grunar að hann hafi ekki haft síður gaman af henni, enda frábær bók. Þetta er líklega mín fyrstu og einu kynni af finnskum bókmenntum hingað til, kannski maður ætti að fara að bæta úr því og lesa meira eftir þessa þjóð sem er ekki svo ólík okkur Íslendingum.
Annars er það að frétta að rauðvínið fína náði ekki landi í tæka tíð, sat fast í einhverri höfn í Rotterdam, svo það var ekkert Beaujolais drukkið í gær á Íslandi, nema þá í franska sendiráðinu sem splæsti í dýra flugvél undir farminn svo þeir gætu nú örugglega skálað í réttu víni. Á Hótel Héraði var hins vegar drukkinn 2006 árgangurinn af ítalska víninu "A mano" í fyrsta sinn á Íslandi. Fínt vín, bragðmikið en svolítið ungt eins og gefur að skilja. En góð redding hjá hótelinu, hún Auður klikkar ekki á hlutunum. En það voru allt of fáir sem mættu, sem þýddi reyndar bara meira rauðvín á mann og fullt af mat/snittum.
Í Japan , hins vegar, böðuðu menn sig hreinlega í víninu, ekki svo slæm hugmynd. Ég myndi þó ekki vilja mæta í vinnuna í heila viku á eftir, eins og ég verð berjablá á vörunum af því einu að drekka rauðvín.
Subscribe to:
Posts (Atom)