Framundan er matarboð í kvöld, síðasta jólahlaðborðsspil á morgun og svo vonandi notaleg helgi.
Mér finnst Finnar mjög sniðugir í dag. Ekki eru þeir bara með það skólakerfi sem skilar hvað bestum árangri á norðurlöndum heldur gefur finnska félagsþjónustan öllum verðandi foreldrum fatapakka eða peningaupphæð sem er um 140 evrur (12.600 kr.). Í þessum pakka er hægt að finna allt það sem ungabarn þarf fyrstu 2 mánuðina. Föt, útiföt, teppi, snuð, bleyjur, taubleyjur, handklæði, naglaklippur, hárbursti, krem, baðmælir, krem fyrir móður, brjóstapúðar, fróðleikur fyrir verðandi foreldra, leikföng og þessi stórsniðugi kassi sem allt kemur í. En hann má nota sem rúm barnsins þar sem í botninum er svampdýna. Auðvitað velja flestir fatapakkann þar sem hann er milku meira virði en 12.600 kr.
Hér er svolítið skemmtilegt blogg sem ég rakst á varðandi þetta og hér er hægt að sjá innihald kassans.
Einnig finnst mér Danir frábærir í sinni hjólamenningu. Þetta er eitthvað svo fjölskylæduvænt. Ég skora á Gugga og Hörpu að fá sér svona hjól ef þau ílengjast í landi Baunanna svo Gormur fái að koma með í hjólatúra frá unga aldri. Miklu hagstæðara og umhverfisvænna en bíll:
Hins vegar heilla Bandaríkjamenn mig ekki mikið í dag, sérstakelga eftir þetta myndband sem Tóta vinkona sendi mér:
http://www.youtube.com/watch?v=juOQhTuzDQ0
En svo er þesssi auglýsing nokkur góð:
http://youtube.com/watch?v=qiL79oxxfIE
Ég er líka ánægð með gaurinn sem hringdi í Hvíta Húsið í USA og pantaði viðtal við Bush:
http://visir.is/article/20071206/LIFID01/71206064
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1307455
En nóg af vitleysu.
Eigið góða helgi gott fólk!
Friday, December 7, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Eru þá bara öll ungabörn í Finnlandi í eins fötum?
Þetta startkit hjá Finnum er alveg frábært! Það skiptir engu máli þó öll börnin séu eins klædd. Þetta er bara til að byrja með. Ég hefði alveg þegið enn svona kassa, maður veit svo lítið hvað hentar best svona fyrst. Hvað þarf að eiga mest af og hvað þarf alls ekki að eiga. Ég græddi á því að geta leitað í óþrjótandi viskubrunna Steinrúnar og Elínar mágkonu minnar......og er enn að leita í þessa banka ;)
En já hversu ljóshærður getur maður verið?
Post a Comment