Monday, December 24, 2007

Til lykke med julen!



Jæja elsku fólk, mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Hér á Egilsstöðum er jólaverðið svo til fullkomið, snjór yfir öllu, 4 stiga frost og logn. Tunglið skartar sínu fegursta og allir að rembast við að gera sig fína fyrir komandi hátíð. Maturinn bíður þess að verða borðaður og pakkarnir eftir að verða opnaðir.
Allir iða í skinninu af eftirvæntingu, ekki síst fjölskyldufaðirinn sem hefur alla gríslingana sína 3 hjá sér þessi jólin. Hann stendur eins og er á kafi í eldhúsinu, hlustar á Jóhannesar Passíu með

rauðvínið innan seilingar og gjóir augunum yfir sinn fríða hóp fullur stolti.
Lítill fugl hvíslar því að mér að þetta verði yndisleg jól í faðmi fjölskyldu og vina.

No comments: