Í gær 27. des fæddist síðasta barna, barna barnið í ættinni á þessu barnmikla ári 2007. Birta beautiful leit dagsins ljós og reyndist vera vera með typpi eins og stóri bró. Eftir að hafa kíkt á þennan fallega einstaknling á síðunni hennar Eyglóar móðursystur hans, ákvað ég að stela miskurnarlaust einni mynd og skella á bloggið mitt til að sýna ykkur fegurðina! (sorrý Glingló...ég varð)
Tæpar 17 merkur og 53 cm. Vonandi verður ekki of langt þangað til að maður fær að máta þennan!
Til hamingju foreldrar, systkini, ömmur, afar, langömmur og langafar, frænkur og frændar.
Á morgun stendur svo til að okkar ástkæri Gormur fái sitt rétta nafn, þó að ég sé farin að kunna ákaflega vel við Gorma nafnið, þykir mér líklegt að sumir verði fegnir því að barnið losni undan því viðurnefni. Hann mun þó alltaf verða "Gormalingur" í mínum augum.
Friday, December 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment