Ekki svo langt síðan fyrstu jólin hennar Dögunar stóðu yfir, þá var hún 6 mánaða prinsessa í satín-kjól og hafði engan skilning á jólunum, en var samt sem áður glöð og góð.
Á öðrum jólunum var hún svo 1 og1/2 árs, aðeins farin að hafa vit á hlutunum. Klædd í glimmerskó frá Sviss og nægði að fá 1-2 pakka af öllum pökkunum sem voru merktir henni undir trénu góða.
Nú eru þriðju jólin hennar að koma og skvísan 2 og 1/2 árs í dag 21. des. 2007. Svo ótrúlegt hvað þessi kríli stækka og þroskast á stuttum tíma. Jólafötin komin í hús svo Jólakötturinn fær ekkert að glefsa í skvísuna og móðirin hefur grun um að pakkarnir verðir opnaðir af miklum krafti þetta árið.
Til hamingju með daginn Dögun dekurrófa!
No comments:
Post a Comment