Ég bakaði finnskt bláberjapæ í gær og bauð gráðugum foreldrum í kaffi. Kakan spændist upp (fyrir utan eina sneið sem enginn þorði að klára....... nema ég þegar allir voru farnir) svo hún hlýtur að hafa fallið í kramið hjá öllum.
Uppskriftin er mikið hernaðarleyndarmál...... en þeir sem geta lagt fram væna summu geta hugsanlega fengið hana senda á e-mail.
Annars var helgin tíðindalaus. Óðinn var á veiðum frá föstudegi fram á laugardag og við Dögun því einar í kotinu. Amma gulrót og Númi nutu því góðs af því og fengu að hafa okkur í mat á föstudagskvöldið því afi gamli var á Djúpavogi að djamma.
Kíktum til Árna og Erlu á laugardagskvöld, þeirri litlu til mikillar gleði enda var mikið stuð á þeim frændsystkinum Óðni Skúla og Dögun og þau komin í búninga undir lokin og farin að dansa við Queen o.fl.... Við sofnuðum svo seint að íþróttaskólinn var um það bil að byrja þegar við opnuðum augun á sunnudagsmorgni og var því ákveðið að skrópa í þann tíma. Dögun var afar sár þegar hún fattaði það, en henni var LOFAÐ að við myndum fara næst.
Nú er svo bara óttalegur mánudagur í loftinu, rigning og þungbúið. Sillemú sparkar óendanelga mikið þessa dagana (og næturnar) og má þakka fyrir að ég takist ekki á loft á köflum. Þetta er ekki ég, en svona er ástandið samt!
4 comments:
Haha þetta er frábær mynd!!
(Annars vissi ég að ég fengi þig til að blogga með að blogga sjálf...)
Frænksið í DK
Vá hvað myndin er flott og svo varst þetta ekki þú og þitt! Kannski er þetta fölsuð mynd, ætli þetta sé nokkuð mögulegt?
Svala
Uuurrg... Mér finnst þessi mynd nú ekki benda til þess að þetta ferli sé fallegt ævintýri....
Skal skipta á finnskri bláberjapæju og ansi góðri norskri epla/hnetuköku einhverntíma við tækifæri.
Kv.
Agnes
Eygló: You got me!
Svala: Jú þetta er svo sannarlega fölsuð ljósmynd, en videoið er alvöru.
Agnes: Ævintýrin eru nú ekki alltaf falleg, en skemmtileg eftir á og þess virði að hafa farið í gegnum þau að lokum! s.b.r. stórkostlegar rökræður/samræður við ungfrú Dögun upp á síðkastið um hitt og þetta.
Endilega skiptumst á uppskriftum, ég lofa að þetta bláberjapæ svíkur engan og tekur bara 10 mín í undirbúningi og 30 mín í ofni!
Post a Comment