Thursday, September 4, 2008

Móðir náttúra.

Eftir bleyju-notkun Dögunar og öllum þeim peningum sem fóru í hana og ruslapokum fullum af bleyjum og ólykt, ákvað ég að nú skyldi verða breyting á! Með þetta kríli ætla ég að prufa að nota taubleyjur. En nú var úr vöndu að velja...... eftir margar kvöldstundir á netinu yfir mörgum típum og gerðum af taublejum pantaði ég 3 stk í júlí til að fá svona nasaþef af því sem biði mín. Mér leist vel á þessar bleyjur þó þær séu ekki beint gefnins en var í vafa með hvort ég ætti að týma að splæsa í bleyjur sem koma í stöðluðum stærðum eða bleyjur sem stækka með barninu og endast því alla bleyju-gönguna, en eru kannski ekki eins góðar fyrir nýfædd kríli og minnsta gerðin.
Síðari kosturinn er að sjálfsögðu mun ódýrari þar sem ég get notað sömu 15 bleyjurnar allan tímann, í staðinn fyrir að þurfa að endurnýja bleyjurnar 3x (S, M, L) þegar barnið stækkar og kaupa því alls um 45 stk.
Þegar ég fór að kíkja á verðmuninn á Íslandi og í USA brá mér heldur en ekki í brún. Með því að kaupa bleyjurnar erlendis frá og fá að senda þær á frænda Óðins í New York sparaði ég samtals 24.500 kr. eða um helming miðað við að kaupa þetta af sölumönnum hér. Þrátt fyrir að vilja styrkja þessar góðu konur sem standa í innflutningi á taubleyjum og tengdum vörum gat ég ekki annað en keypt þetta erlendis frá.

Ég var s.s. að fjárfesta í 15 stk. af taubleyjum á Sillemú svo nú verður ekki aftur snúið!

Umhugsunarefni um þetta mál:

  • Ættu taubleyjur að vera skatta og tollfrjáls varningur ?- hvað ætli Ríkið spari við urðun sorps ef allir foreldrar notuðu taubleyjur á börnin sín? Sérstaklega hér á landi þar sem rafmagnskostnaður er frekar ódýr og því ekki eins dýrt að setja í þvottavélar hérlendis og annarsstaðar.
  • Hvað ætli kostnaður við urðun sé á einni bleyju? Fyrsta framleidda pappableyjan er ekki einu sinni orðin að mold í dag því það tekur hverja bleyju um 500 ár að eyðast í umhverfinu.
  • Af hverju eru foreldrar ekki upplýstir betur um taubleyjunotkun t.d. af sínum sveitafélögum og jafnvel styrktir um nokkrar bleyjur til að minnka urðun á svæðinu? Hvert fóru "Grænu sveitafélögin"?
  • Mér reiknaðist til að við værum að spara í kringum 200 þús. kr með því að nota taubleyjur í 3 ár í staðinn fyrir pappírsbleyjur. Pakkaverð á pappírsbleyjum hefur meira að segja hækkað töluvert síðan Dögun hætti með bleyju. Þó svo að lágmarks start-kostnaður á taubleyjum (þessum nýju tegundum) sé a.m.k. 30-40 þús. Það er örugglega hægt að komast af með minni upphafs kostnað ef notaðar eru gömlu gas/ælu/taubleujurnar með plasti yfir.
  • Hefur einhver efnagreint pappírsbleyjurnar? Hvaða efni erum við að láta liggja upp við viðkvæma húð barnanna okkar 24 tíma á dag vætta í hlandi?
  • Sem betur fer eru taubleyjur að komast í tísku, alla vega hér á Íslandi og þykir nú flottast að vera með barnið í sem náttúrulegustum taubleyjum, og vegna úrvals af gerðum, litum og munstrum er voða gaman að versla svona bleyjur.

Hmmmm...... nú er eins gott að ég endist í taubleyjuþvottinum þegar alvaran tekur loks við! Eins gott að Óðinn sé tilbúinn að sparka í rassinn á mér þegar ég spyr sjálfa mig hvað ég hafi verið að pæla með þessum kaupum. En vonandi á þetta eftir að komast fljótt inn í rútínuna. Þetta er spurning um 1 auka þvottavél daglega eða anna hvern dag. Svo verður kannski mikið sport fyrir 3 ára heimasætuna að brjóta saman litríkar taubleyjur fyrir foreldra sína.... hver veit?

10 comments:

Anonymous said...

Mjög góðar pælingar!

Held að taubleyjuþvottur sé algjör geðveiki, en ég dáist að þér fyrir að vera nógu græn í hugsun til að leggja í þetta. Dáist alltaf svo að þér kæra frænka ;)

Eygló

Steinrún Ótta said...

Æ takk og sömuleiðis kæra "klára frænka" mín. Hvar værum við án pistlanna þinn góðu um jafnrétti og fleiri nauðsynlega hluti?

Anonymous said...

Hvernig ætlar þú að þurrka? Ef þú ert með þurkara þarftu að reikna í dæmið rafmagnið sem er líklegra mun meira en á þvottavélina - held ég.

Svala

Steinrún Ótta said...

Ég á ekki þurrkara svo snúrurnar verða að duga.
Enda er rafmagnskostnaður léttvægur miðað við þessa spillingu á náttúrunni sem bleyjur, dömubindi o.fl. veldur.

Anonymous said...

èg tek ofan fyrir tér frænka!

Einhventíma lét ég út úr mér ad tegar ég yrdi stór ætladi ég ad nota taubleyjur á mína grísi. Thá uppskar ég gódlatlegt bros frá mér eldri og reyndari konum sem bentu mér á ad tad væri nú hægara um ad tala en i ad komast...Tó ég hafi nú ekki kynnt mér taubleyjumarkadinn tá virdast taubleyjur í dag vera háthróadar midad vid tær sem settar voru á okkur hér í denn og thvottaadstada ørugglega betri líka. Thannig ad ég segi bara jú gó gørl!

Anonymous said...

Líst vel á þetta. Svo ef þú ert komin í þrot, með allt blautt og enginn tími til stefnu þá röltirðu með balann til mín, færð þér kaffi og setur í þurrkarann á meðan ;) Ekki leiðinlegt það. Góða helgi mín kæra.
kveðja, Inga Jóns.

Anonymous said...

Vissulega góðar pælingar hjá þér, en þetta er samt eitthvað sem ég mun (að ég held) aldrei nenna að gera, ef ég yrði ólétt núna, hef ég ekki tíma, ef ég verð ólétt þegar ég verð orðin lögfræðingur, hef ég heldur ekki tíma... Hvernig er samt þegar barnið fer á leikskólann??? þarftu þá að taka með þér poka heim af kúkableium sem ekki hafa verið þrifnar?? OJJ

En ég dáist samt af þeim sem eru nógu grænir til að framkvæma þetta.

Anonymous said...

Í gamla daga var auðvitað ekki um neitt annað að ræða en taubleiur. Ég man ég keypti nokkrar pappabeiur þegar þú varst lítil en þær urðu vægast sagt ógeðslegar, molnuðu allar niður, svo ekki var meira um það.

Fyrir 13 árum fæddist svo Stefán Númi og þá var sú ákvörðun tekin að hafa einnig taubleiur á hann. Allt var tekið með í reikninginn (nema vinnulaun), þvottur, rafmagn og nýr þurrkari og niðurstaðan kom taubleiunum mikið í hag.

Verð verð að játa það að hann "fékk" að hafa pappableiu á nóttunni og að á heimilið var sem sagt keyptur þurrkari. Þetta var svo sem ekkert ógnarmál þar sem við hjónin hjálpuðumst að við að brjóta saman bleiurnar og var það oftast gert fyrir framan kvöldfréttirnar í sjónvarpinu.
Mér finnst þessar huleiðingar um náttúruna frábærar og verðum að fara axla ábyrgð á umhverfinu og því sem við látum frá okkur.
ið verðum ekki alltaf hér er vandamálið sem afkomendur okkar sitja uppi með er og verður STÓRT!

kveðja,
mamma

Anonymous said...

Flottar bleyjur - mun flottari en papprís bleyjurnar :) það sem myndi helst stoppa mig í þessu er að þurfa að skola mest kúkinn úr bleyjunni áður en hún færi í vélina....úfff....en góð hugmynd og endilega láttu vita hvernig þetta gengur - svona fyrir okkur hin sem eiga eftir að ganga í gegnum þetta einhvern tíman :)

Anonymous said...

Vá, valkvíði ma'r :)
En gott plan held ég, lýst vel á þig, gella