Monday, September 8, 2008

Laslingur

Stundum getur komið sér vel að vera heima með lasið barn, þó auðvitað sé ekki gott fyrir barnið að líða illa þá er um að gera að gera það besta úr því.
Eftir að hafa unnið fram að hádegi fór ég heim úr vinnu og ákvað að nýta hindberin í ísskápnum sem við tíndum í Hallormsstaðaskógi í gær, ásamt sólberjum, hrútaberjum og bláberjum í hreint yndislegu veðri með mömmu og pabba... verst að myndavélin gleymdist heima. Ég tók mig sem sagt til og skellti í eina ostaköku með ferskum hindberjum. Ég hef aldrei gert ostaköku áður og fann á netinu einhverja grunnuppskrift og bætti svo við hana því sem mig lysti. Inga bankamær og Kristín sláturhúsgella kíktu svo í kaffibolla og köku á milli vinnutarna áðan.

Botninn:
  • 1 og 1/2 hafrakexpakki (frá Frón)
  • 170 g smjörklíki brætt, en ekki látið sjóða
Fylling:
  • 350 g rjómaostur
  • tæpur 1/2 l af rjóma (þeyttur)
  • 1 lítil dós af hindberjaskyri
  • 3 dl flórsykur
  • dass af vanilludropum
  • 1-2 dl af ferskum hindberjum
Myljið kexið í botninn og blandið svo smjörlíkinu út í, setjið í botninn á fallegu móti eða skál.
Þeytið rjómann í sér skál.
Blandið svo vel saman rjómaosti, skyri, vanilludropum og flórsykri þar til blandan er laus við kekki. Því næst er rjómanum blandað varlega saman við og loks hindberjunum (geymið þó nokkur til að skreyta með á eftir). Blöndunni er svo smurt vel ofan á kexbotninn og látið í kæli í a.m.k.2 klst.

OG VUOLA......... tilbúin til átu!

Það er eitthvað svo mikill uppskerutími í loftinu þessa dagana. Óðinn fer á gæsaveiðar, við tínum ber og búum til hlaup og sultur, ég prjóna, bumban stækkar, Dögun þroskast, meira að segja baselikumplantan í glugganum er upp á sitt besta. Svo er veðrið ekki af verri endanum eins og er.

7 comments:

Anonymous said...

mmmmmmm takk fyrir mig. Læddist aftur upp í vinnu með laumulegt bros á vör....
Ég verð að hrósa þér fyrir bloggið þitt, gaman og girnilegt að lesa það :P
Kv, Inga bankamær

Anonymous said...

Og ég fæ garnagaul af að lesa þetta blogg.

Kv.
Stína

Anonymous said...

Ljótt af missa af þessari girnilegu ostaköku - ég vona að hún hafi smakkast jafn vel og hún lítur út fyrir á myndinni. Dál. sérstök tilfinning að tína hindber á Íslandi. Dásamlegur dagur sunnudagurinn.
kv. mamma

Anonymous said...

Náði smá sneið - mjög góð! Takk.
kv. mamma

Anonymous said...

Æ, þú ert svo myndó! Best að nýta sét nágrennið í botn:-)

Anonymous said...

það er meiri myndarskapurinn!!!
... og ekki amarlegt að geta týnt hindber á skerinu kalda. það 'blómstar' greinilega allt núna ;)

p.s. dögun er rosa fín í dísupeysunni

guggi

Anonymous said...

Mega flott lopapeysa!! Ef Dísu leiðist er fatalaus kona í Köben...

En úff hvað getur verið erfitt að lesa allar matarlýsingarnar þínar, væri rosa fínt ef ég byggi á Egilsstöðum - þá myndi ég sko hlaupa alltaf yfir í afganga eftir svona færslur. En ég er í Danmörku!!

Eygló