Wednesday, June 4, 2008

Sund og heitir pottar

Við Dögun skruppum í nýja pottinn hjá Blædísi og Dodda í gærkvöldi á meðan Óðinn skundaði á tónleika á Eskifirði. Það var svei mér ljúft. Dögun er búin að þrá það að komast í pottinn frá því að hún frétti af honum á laugardaginn og sú ósk rættist svo í gærkvöldi. Jóhanna byrjaði á að fara með Dögun ofan í, svo sagðist Grímkell ætla líka og á endanum stóðst ég ekki freistinguna og hlammaði mér í nuddsætið á pottinum og slakaði á. Eftir sullið var svo boðið upp á franska súkkulaðiköku ala Blædís með rjóma, ekki svo slæmt. Enda ráðgerum við Dögun að kíkja sem fyrst aftur í heimsókn.

Í morgun var ég svo mætt í sundlaugina kl.08:00 og syndi eins og fiskur nokkrar ferðar áður en ég sleikti sólina í pottinum og teygði á stirnuðum vöðvum fyrir vinnuna. Eins gott að það verði gott veður í sumar svo ég nenni að halda þessu uppátæki áfram.

Á föstudaginn er svo ráðgerð ferð hjá okkur Dögun til Akureyrar til að gifta Máneyju og Víði áður en þau flytjast af landi brott. Þar verður tóm gleði og fullt af ættingjum, við hlökkum ógurlega til. Mest hlakkar Dögun þó til að fá að fara í heitapottinn með Bjarti frænda sínum (það er víst heitur pottur í bústaðnum sem Eygló og Konni leigðu).

Ég verð að fara að sannfæra Óðinn um gæði þess að eiga heitan pott. Hann mætti þess vegna vera eldiviðarkyntur eða uppblásinn.



5 comments:

Unknown said...

Styð klárlega þá hugmynd um að fá heita pott ! Væri fínt að koma í heimsókn eftir brjálað sumar og skella sér í pottinn ;) En ég bíð svo bara eftir að elda fyrir í eldhúsinu á nesk í sumar, og vera svo dugleg að auglýsa matinn ;)

En bið að heilsa Döguni og Sillamú.. og ætli pabbi gamli verði ekki að fá einhverja kveðju líka.

En við heyrumst seinna :)

Unknown said...

*Elda fyrir ykkur..

En þreytt í puttunum eftir að hafa skráð niður fjandans 200+ vörunúmer í dag..

Kenni því klárlega um allar innsláttarvillur

Anonymous said...

Svo hef ég heyrt um fólk sem hefur tekið gamalt fiskikar og látið renna heitt vatn í með slöngu og þá er kominn heitur pottur!

Kv.
Stína

Steinrún Ótta said...

Dagrún: Þú hjálpar mér að þrýsta á pottamálin. Bara senda mér svo matseðilinn og ég set hann á bloggið með áskorun um að sem flestir mæti ;o)

Stína: þekkirðu e-n sem á fiskikar?

Anonymous said...

Er ekki bara spurning um að ganga um strendur og athuga hvort maður finni ekki eitt sjórekið fiskikar?

Kv.
Stína