Við Dögun áttum góða helgi fyrir norðan í faðmi ættingja. Við keyrðum með langömmu og langafa á Breiðdalsvík á föstudegi og komum aftur á sunnudegi. Tilefnið var það að Máney frænka og Víðir voru að gifta sig. (myndir koma seinna)
Þegar við komum um 09:30 á föstudegi var farið beint í bústað og grillað með Svölu, Árna, Ísold, Skildi, Bjarti, "Sponna", Eygló, Konna, Svenna, Sólnýju, Alexsöndru, Guðjóni, Sighvati, Pálmari, Jönnu ömmu og Guðjóni afa. Dögun, Bjartastur og Sponni kíktu í pottinn og undu vel við. Svo var farið um miðnætti niður í miðbæ til að hitta Hönnu Báru og Co. því við Dögun fengum gistingu í íbúð sem þau leigðu, á göngugötunni sem var afar hentugt. Seint og um síðir (þegar búið var að knúsa tvíbbakrúttin Arneyju og Védísi), tala við Hönnsu, Helga, Jóhönnu og Jóhann Inga var loksins skriðið í bælið.
Á laugardaginn var svo kíkt í smá búðir í góða veðrinu, fyrir brúðkaup sem var kl. 14:00 og veisla kl. 17:00. Allir voða glaðir og kátir og brúðhjónin geisluðu. Við Dögun vorum komnar heim um 09:30 þar sem þrek hjá sumum litlum var búið enda búin að pissa í sokkabuxur, brók og spariskó og mamman ekki með neitt til skiptanna meðferðis.
Sunnudagurinn var rólegur - Við sváfum vel og dúlluðumst heima fram undir hádegi. Þá fór Dögun í sund með ömmu súkkó, Árna og Bjarti. Á meðan skrapp ég í Pennan Eymundsson og rakst á Ingu (sem var líka í brúðkaupi ásamt famelíu) og kíkti svo á Friðjón Inga jr. og Sessu sem voru nýkomin til Akureyrar í sumarfrí.
Svo söfnuðust ættingjarnir smá saman upp í íbúðinni á göngugötunni og spjölluðu fram yfir kaffi. Áður en lagt var í hann austur aftur komum við svo við í bústaðnum góða til að kveðja liðið þar.
Við komum heim um 21:00 eftir bílveiki og stóra ælu yfir allan bílinn ala Dögun. Sem betur fer náði hún að sofna á miðri leið eftir uppköstin og var nokkuð góð þar til við komum heim. Enda spenningurinn yfir að setja saman bleika hlaupahjólið sem henni áskotanðist á Akureyri svo mikill að annað eins hefur vart sést. Pabbinn var því drifinn í það verk um leið og við komum inn úr dyrunum á meðan mamman dreif æluföt í þvott og skrúbbaði bílstólinn.
Dögun náði sér samt ekki niður fyrr en eftir miðnætti þrátt fyrir miklar æfingar á hjólinu þar sem dúrinn í bílnum var helst til langur.
Thursday, June 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment