Thursday, June 12, 2008

Hlaupahjólið vígt

Sumir voru agalega stoltir þegar þeir mættu með nýja BLEIKA hlaupahjólið með ljósunum og hjálm á leikskólann, þriðjudaginn var. Dögun fannst frekar hallærislegt að fara með þríhjólið, enda stelpan alveg að verða 3 ára og Sillemú á nú víst orðið þríhjólið með réttu. Hlaupahjólið gerði mikla lukku því tvíhjólið fær stúlkukindin ekki fyrr en 21. júní í amælisgjöf. Þá ætlar Dögun líka að hætta með snuddur og arfleiða Sillemú af þeim líka, enda nota stelpur sem eiga "stórustelpuhjól" ekki snuddur!

Stoltur eigandi, hún passaði sko vel upp á sitt!


Lögreglan skoðar hjólið og hjálminn hjá skvísunni og gaf henni límmiða.

Flottar vinkonur á nýjum hjólum

2 comments:

Anonymous said...

Duglega stelpa!

Mundu nú að bruna um allan bæ á nýja hlaupahjólinu á afmælisdaginn hennar múttu þinnar, þá eiga allar stoltar konur að skarta bleiku.

Eygló frænks

Anonymous said...

Asssgoti er hún flott!
Tekur sig líka vel út meðal laganna varða.
Kv.
stína