Á sunnudagsmorguninn byrjaði Dögun í langþráðum íþróttaskóla. Þetta átti sannarlega vel við hana og hún telur dagana þar til hún má mæta næst. Meira að segja laugardagurinn (nammidagur) fellur í skuggan af hinum mikla íþrótta-sunnudegi.
Eftir tímann fórum við og keyptum málningu í Húsasmiðjunni til að mála hjá okkur holið/borðstofuna. Dögun fór alsæl í pössun til ömmu og afa og langömmu og langafa á meðan foreldrarnir máluðu.
Það var eiginlega ekki hægt annað það sem hún var heldur hjálpsöm við málninguna, var jafnvel farin að krefjast þess að borðstofan yrði máluð bleik. Þetta málningarævintýri endaði svo þannig að það þurfti að hefla, sparsla og pússa skemmdan vegg, mála 2 umferðir á allt og pensla 3x. Svo þegar allt var orðið hvítt og fínt sást hversu hurðarkarmarnir voru mislitir og illa blettaðir í gegnum árin með mismunandi málningu. Það var því tekið á það ráð að mála alla hurðarkarma sem snúa inn í borðstofuna með fínu panillakki (3 umferðir á hverja) + borðstofugluggann, baðherbergisgluggann (sem var farinn að flagna), baðherbergishurðarkarminn og karminn í forstofunni. Við erum því eiginlega enn að þó nú sjái loksins fyrir endann á ævintýrinu.
Í gærkvöldi gátum við svo loksins farið að raða upp hillum og skápum á sinn stað, og auðvitað þurfti ég að breyta til og fá Óðinn til að klöngrast með bókahilluna á milli veggja (ekki gat ég gert neitt með bumbuna út í loftið, enda búin á því eftir bogur við málninguna síðustu daga). Svo þurfti að raða bókunum skilmerkilega í hilluna. Ég sjálf hefði raðað þeim eftir stærð, lögun og litum...... en sei, sei nei, höfundar þurftu að vera saman, erlendar skáldsögur sér, ljóðabækur sér, íslenskar skáldsögur sér, uppskriftabækur sér (ég studdi það reyndar), goðafræði og íslendingasögur í eini hillu.....o.s.fr..... Bókauppröðun tók því lungann úr kvöldinu og því var lítið annað gert. Þrif og frágangur er því mikið til eftir. Ég hengdi þó upp gardínurnar aftur til að nágrannarir í elliblokkinni á móti gætu farið að lifa eðlilegu lífi og hætt að þurfa horfa upp á okkur á brókinni í flennistórum glugganum.
Nú er svo komið að því að hringja í okkar ástkæru IKEA búð og panta kommóðu og annað smálegt áður er skrípið kemur í heiminn. Eins mikið og ég elska IKEA er ég ekki sátt við þessar hækkanir hjá þeim.
En að örðu.
Ég hef samt ákveðið að láta ekki deigan síga þrátt fyrir einfaldleika peysunnar minnar, einhversstaðar verður maður að byrja og Sessa hefur u.þ.b. 16 ára forskot í þessari keppni eða meira. Mamma man enn þegar við stöllur sátum við eldhúsborðið heima með handavinnuverkefnið sem þá var í gangi í handavinnu. Sessa var að sjálfsögðu löngu búin með sitt og farin að prjóna barnapeysu, ég sat hins vegar sveitt við hverja lykkju og vældi. Mig minnir að verkefnið hafi verið prjónaður bolti. Gott ef minn bolti skoppaði ekki bara vel, enda orðinn þæfður og þéttur eftir átökin. Ætli við höfum ekki verið svona um 9-10 ára þarna.
5 comments:
a. Langsætasta frænkan mín er sjúklega flott í fimleikum, með ballethnút í hárinu og alles.
b. Held að borðstofan yrði hip og kúl í bleiku, mér þætti allavega rugl gaman að koma í mat.
c. Vildi að ég hefði verið með í bókaröðuninni, eeeeelska að skipuleggja bókahillur.
d. Hvaða andsk.. prjónadugnaður er þetta í ykkur stöllum, ég fæ minnimáttarkennd niður í tær. Peysurnar eru báðar svaka fallegar. Gott að vita hvert ég get leitað eftir prjónapeysum þegar kemur að mér. Hætt við að krakkinn krókni úr kulda áður en kvenleggur (eða nokkur leggur) minnar fjölskyldu leggðist í prjónaskap.
e. Hlakka svaka til að sjá Sillemú (sem fær nú bara H+M föt frá mér...)
f. Eygló frænka
Svona, svona. Peysan er ljómandi fín hjá þér - bara svolítið öðruvísi en hjá Sessu.
Flott hreyfimynd af Dögun (Fótóshopp? eða myndataka?)
Kveðja,
mamma
Eygló:
H&M er æði!
Mamma: ekkert photoshop - ég var bara með einhverja vitlausa stillingu á myndavélinni í upphafi. En kom skemmtilega út.
Einfaldleikinn er líka góður. Gó Steinrún - þú ert mjög efnileg prjónakona þykir mér!
gyða
Eygló, hér bíða ó- og illaskilulagðar bókahillur í löngum röðum. Ennþá myrkur í bókastofunni en Mikki raf er væntanlegur og verður búinn að tendra ljós fyrir 21. desember! Snilld. Eitthvað þarftu að hafa fyrir stafni í fríinu.
Svala
Post a Comment