Sunday, September 7, 2008

Lobba.

Á föstudaginn fékk Dögun sérdeilis góða gjöf. Dísa Hörpumamma kom færandi hendi með drauma lopapeysuna. Dögun er alsæl með gripinn og finnst hún voðalega fullorðin þegar hún er komin í peysuna. Hún var orðinn hálf abbó yfir peysunni sem mamman rembist við að prjóna á Sillemú, og var því eitt sólskinsbros þegar ég sagði henni að Dísa hefið prjónað þessa peysu sérstaklega handa henni. Það kom smá hik og svo sagði sú stutta: "Hún Dísa er svo góð!"

Takk fyrir peysuna Dísa!

Mamma, pabbi og Númi komu svo í mat í gær á meðan Óðinn stakk af á gæsaveiðar með bræðrum sínum. Á meðan var tilraunaeldamennskan í fyrirhúmi og ég held að hún hafi tekist ágætlega til, alla vega kvartaði enginn.
  • Fetaosta, Höfðingja og basilikumfyllt kjúkklingabringa vafin í bacon með salti og pipar
  • kartöflusalat með avocado, döðlum, furuhnetum, ólífum, limesafa, sýrópi, basilikum, maldonsalti og rósmarín
  • Rucolasalat með vínberjum, rifsbejum og sólberjum úr garðinum
  • Hvítlauks-ólífuolíudressing með karrý, sinnepi, salti og sítrónusafa
Að vísu vantaði rauðvínið með, en það fannst ein flaska af Bluch í ísskápnum sem fékk að fljóta ofan í þá sem höfðu aldur til og voru ekki bumbufylltir með barni. Hver segir svo að yfirkokkurinn á heimilinu þurfi alltaf að vera á staðnum til að elda? ;o)


3 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir frábæra máltíð. Það var mjög notalegt eftir að hafa skriðið um í hrútaberjamó að fá að borða svo góðan mat.
Dögun er afskaplega heppin að fá svona fína peysu frá Dísu, sá Dögun í peysunni og hún er reglulega fín í henni eins og myndirnar sýna.

Anonymous said...

Ég hefði nú alveg mætt í þennan mat sko!

Svala

Anonymous said...

Vááááá, frábært að fá svona girnilegan matseðil í andleysinu. Eigum örugglega eftir að nýta okkur hann hér á L4.