Thursday, September 18, 2008

Dögun fer í bað....

Eins og Dögun fannst nú gaman í baði þegar hún var yngri er orðið nær ómögulegt að koma henni í sturtuna á kvöldin. Eftir mikinn eltingarleik um húsið tekst það þó yfirleitt. En stundum þarf að beitabrögðum og þá er oft dregin fram IKEA balinn góði og stóra 3 ára stelpan fer í ungbarnabað og unir sér vel.
Hins vegar er það líka þannig að þegar hún er loksins komin í bað eða sturtu ætlum við foreldrarnir aldrei að ná henni upp úr. Hún getur setið og leikið sér í sínum eigin heimi tímunum saman undir bununni og er hundfúl þegar á að veiða hana upp úr.

Merkileg þessi börn!

2 comments:

Anonymous said...

Sumir þriggja ára eru bara að hafa smá áhrif á hlutina í kringum sig. Alltaf sætust.
kv. mamma/amma

Anonymous said...

ÉG held að ALLAR þriggja ára stelpur þurfi að hafa MIKIL áhrif á hlutina í kringum sig :S.. þeta er algjörlega vandamál sem ég kannast við... vill ekki gera e-ð en svo þegar kemur að því að hætta þá vill hún það ekki...

En íþróttir eiga greinilega vel við svona stelpuskott. Karen Rós byrjaði í fimleikum fyrir tæpum mánuði og ELSKAR sunnudaga því það eru fimleikadagar ;)