Tuesday, June 24, 2008

Ljúffengt


Þó mér sé málið skylt verð ég að benda á þennan ótrúlega girnilega matseðil hjá fósturdótturinni á Hótel Eddu á Neskaupsstað. Við Óðinn stefnum alla vega klárlega á að mæta við fyrsta tækifæri og njóta þess að eta á okkur gat af kræsingum ala Dagrún kokkur!
Mmm.....

Forréttir

Súpa dagsins
Beikonvafinn hörpudiskur

Reyktur og grafinn lax

Mozzarella og tómatar

Djúpsteiktur camenbert með mangochutney og sultu

Aðalréttir

Kjötréttir:
Kjúklingur m/marmelaði og myntu

Andabringa m/kirsuberjasósu

Lambafille m/villisveppapiparsósu

Fiskréttir:
Þorskhnakkar m/ólívum og kirsuberjatómutum

Silungur m/mangó chutney og pistasíu hnetum

Saltfiskur m/lime döðlum og tómötum

Meðlæti; Annaðhvort hrísgrjón eða kartöflur dagsins

Grænmetisréttir

Gulrótarbuff m/kaldri hvítlaukssósu

Matarmikið kjúklindabaunasalat m/heilhveiti pasta

Eftirréttir

Súkkulaði kaka með rjóma

Íslensk skyrkaka m/berjum

Heit eplakaka m/vanilluís

Ísdúett m/súkkulaðisósu

Hádegismatseðill

Súpa dagsins

Réttur dagsins

Þorskur m/karmelluðum lauk

Kjúklingabringa m/hunangs og hvítlaukssósu

Kaka dagsins og kaffi


Smáréttaseðill

Samloka hússins

Síldardiskur m/rúgbrauði

Salat m/beikoni, fetaosti og sólþurrkuðum tómötum

Kaka dagsins

Hrært skyrt með rjóma

Monday, June 23, 2008

Afmæli aftur og enn...

Hún Erla Dóra vinkona á afmæli í dag og óska ég henni innilega til hamingju með öll 25 árin! Þó hún sé stödd í Vín sem stendur er von á henni innan skamms til landsins, (gleði, gleði) og verður hún knúsuð og kysst þá!

Saturday, June 21, 2008

Hún á afmæli í dag....

Einkadóttirin á afmæli í dag í þriðja skiptið á ævinni. Samt er svo ótrúlega stutt síðan við keyrðum með hana heim af fæðingardeildinni í glampandi sólskini í júní 2005.
Merkilegt hvað tímin líður!

Sæt og fín sjóræningjastelpa.


Elsku Dögun okkar, innilega til hamingju með 3 ára afmælið!

Friday, June 20, 2008

Pre-afmæli á leikskólanum

Rannveig og Dögun eiga báðar afmæli á morgun þann 21. júní. Þær voru ekki gamlar þegar þær hittust fyrst og hafa hist reglulega síðan, fyrst í mömmuklúbbnum góða og svo á leikskólanum.

3-4 mánaða skvísur
Litlu eldri
Farnar að sitja
Leikskólaskvísur þann 20. júní 2008.
Ekki amalegt að vera í hásætunum í samverustundinni og ekki laust við að stoltið skíni í gegn.

Thursday, June 19, 2008

Framhald...

Eftir súkkulaðiköku með rjóma í vinnunni eldaði eldabuskan á heimilinu dýrindis saltfiskrétt handa afmælisbarninu, á eftir fylgdu afgangar af köku og rjóma ásamt góðu kaffi. Góður dagur í dag, þó var nánustu fjölskyldu sárt saknað, en þau spóka sig öll með tölu í Kóngsins Köben og hafa það notalegt. Þau hafa samt örugglega ekki fengið svona góðan salfisk í kvöld eins og var í boði á Lagarásnum, en hver veit nema þau fái hann síðar!

Mmm....


Desertdiskar voru í boði Dögunar og Glitnis!

ó þvílík hamingja!

Ég á svo yndislegan mann!
Þegar ég var rétt að rumska í morgunsárið kom minn elskulegi með morgungjöf upp í rúm til mín og vakti mig með kossi.
Í pakkanum var hvorki meira né minna en: Harman/Kardon Soundsticks II - ætli þau Harpa mágkona hafi haft samráð þegar þau ákváðu gjafir fyrir okkur systkinin?
Takk fyrir ásin mín!!!

Sko frú Normu!

Við fórum á fumsýningu á "Soffía mús á tímaflakki" laugardaginn var og skemmtum okkur konunglega. Ef maður á ekki að vera þakklátur fyrir þetta snilldar fólk sem við eigum hér og vill starfa í heimabyggð, þá veit ég ekki hvað.

Wednesday, June 18, 2008

H&M

Af hverju er ekki H&M á Íslandi?
Og þá er ég ekki að tala um H&M Rovels, heldur hina eiginlegu H&M búð sem gengur svo vel og allir Íslendingar virðast svo æstir í að komast í, í öllum utanlandsferðum. Eða senda mágkonurnar út af örkinni þegar barnið er orðið fatalaust (hvar værum við án þín og H&M Harpa mín) ;o)


Gleðilegan 17. júní í gær gott fólk!

Thursday, June 12, 2008

Hlaupahjólið vígt

Sumir voru agalega stoltir þegar þeir mættu með nýja BLEIKA hlaupahjólið með ljósunum og hjálm á leikskólann, þriðjudaginn var. Dögun fannst frekar hallærislegt að fara með þríhjólið, enda stelpan alveg að verða 3 ára og Sillemú á nú víst orðið þríhjólið með réttu. Hlaupahjólið gerði mikla lukku því tvíhjólið fær stúlkukindin ekki fyrr en 21. júní í amælisgjöf. Þá ætlar Dögun líka að hætta með snuddur og arfleiða Sillemú af þeim líka, enda nota stelpur sem eiga "stórustelpuhjól" ekki snuddur!

Stoltur eigandi, hún passaði sko vel upp á sitt!


Lögreglan skoðar hjólið og hjálminn hjá skvísunni og gaf henni límmiða.

Flottar vinkonur á nýjum hjólum

Akureyrarferð

Við Dögun áttum góða helgi fyrir norðan í faðmi ættingja. Við keyrðum með langömmu og langafa á Breiðdalsvík á föstudegi og komum aftur á sunnudegi. Tilefnið var það að Máney frænka og Víðir voru að gifta sig. (myndir koma seinna)

Þegar við komum um 09:30 á föstudegi var farið beint í bústað og grillað með Svölu, Árna, Ísold, Skildi, Bjarti, "Sponna", Eygló, Konna, Svenna, Sólnýju, Alexsöndru, Guðjóni, Sighvati, Pálmari, Jönnu ömmu og Guðjóni afa. Dögun, Bjartastur og Sponni kíktu í pottinn og undu vel við. Svo var farið um miðnætti niður í miðbæ til að hitta Hönnu Báru og Co. því við Dögun fengum gistingu í íbúð sem þau leigðu, á göngugötunni sem var afar hentugt. Seint og um síðir (þegar búið var að knúsa tvíbbakrúttin Arneyju og Védísi), tala við Hönnsu, Helga, Jóhönnu og Jóhann Inga var loksins skriðið í bælið.

Á laugardaginn var svo kíkt í smá búðir í góða veðrinu, fyrir brúðkaup sem var kl. 14:00 og veisla kl. 17:00. Allir voða glaðir og kátir og brúðhjónin geisluðu. Við Dögun vorum komnar heim um 09:30 þar sem þrek hjá sumum litlum var búið enda búin að pissa í sokkabuxur, brók og spariskó og mamman ekki með neitt til skiptanna meðferðis.

Sunnudagurinn var rólegur - Við sváfum vel og dúlluðumst heima fram undir hádegi. Þá fór Dögun í sund með ömmu súkkó, Árna og Bjarti. Á meðan skrapp ég í Pennan Eymundsson og rakst á Ingu (sem var líka í brúðkaupi ásamt famelíu) og kíkti svo á Friðjón Inga jr. og Sessu sem voru nýkomin til Akureyrar í sumarfrí.
Svo söfnuðust ættingjarnir smá saman upp í íbúðinni á göngugötunni og spjölluðu fram yfir kaffi. Áður en lagt var í hann austur aftur komum við svo við í bústaðnum góða til að kveðja liðið þar.
Við komum heim um 21:00 eftir bílveiki og stóra ælu yfir allan bílinn ala Dögun. Sem betur fer náði hún að sofna á miðri leið eftir uppköstin og var nokkuð góð þar til við komum heim. Enda spenningurinn yfir að setja saman bleika hlaupahjólið sem henni áskotanðist á Akureyri svo mikill að annað eins hefur vart sést. Pabbinn var því drifinn í það verk um leið og við komum inn úr dyrunum á meðan mamman dreif æluföt í þvott og skrúbbaði bílstólinn.
Dögun náði sér samt ekki niður fyrr en eftir miðnætti þrátt fyrir miklar æfingar á hjólinu þar sem dúrinn í bílnum var helst til langur.

Friday, June 6, 2008

Sjálfsánægja!


Sundferðir 3 morgna í röð.....ahh.... mikið er þetta hressandi, vona bara að ég haldi þetta út!

Wednesday, June 4, 2008

Sund og heitir pottar

Við Dögun skruppum í nýja pottinn hjá Blædísi og Dodda í gærkvöldi á meðan Óðinn skundaði á tónleika á Eskifirði. Það var svei mér ljúft. Dögun er búin að þrá það að komast í pottinn frá því að hún frétti af honum á laugardaginn og sú ósk rættist svo í gærkvöldi. Jóhanna byrjaði á að fara með Dögun ofan í, svo sagðist Grímkell ætla líka og á endanum stóðst ég ekki freistinguna og hlammaði mér í nuddsætið á pottinum og slakaði á. Eftir sullið var svo boðið upp á franska súkkulaðiköku ala Blædís með rjóma, ekki svo slæmt. Enda ráðgerum við Dögun að kíkja sem fyrst aftur í heimsókn.

Í morgun var ég svo mætt í sundlaugina kl.08:00 og syndi eins og fiskur nokkrar ferðar áður en ég sleikti sólina í pottinum og teygði á stirnuðum vöðvum fyrir vinnuna. Eins gott að það verði gott veður í sumar svo ég nenni að halda þessu uppátæki áfram.

Á föstudaginn er svo ráðgerð ferð hjá okkur Dögun til Akureyrar til að gifta Máneyju og Víði áður en þau flytjast af landi brott. Þar verður tóm gleði og fullt af ættingjum, við hlökkum ógurlega til. Mest hlakkar Dögun þó til að fá að fara í heitapottinn með Bjarti frænda sínum (það er víst heitur pottur í bústaðnum sem Eygló og Konni leigðu).

Ég verð að fara að sannfæra Óðinn um gæði þess að eiga heitan pott. Hann mætti þess vegna vera eldiviðarkyntur eða uppblásinn.