Monday, January 14, 2008

Þreyta í gangi

Æ eitthvað svo lítið að segja þessa dagana. Ég fékk skammir frá Eygló frænku um daginn að ég væri ekki búin að setja inn myndir á heimasíðu einkadótturinnar síðan í nóvember. Hmmmm....ég sem taldi það myndi redda málunum að eignast nýja tölvu, þá myndi þetta hreinlega gerast að sjálfu sér, en NEI. Það virkar víst ekki þannig.
En afsökunin er:
Nær allar myndirnar eru enn á vinnutölvunni hans Óðins og það er svo mikið batterí að taka hana heim þegar mér dettur það í hug. (og hún hefur ekki verið tekin heim síðan gullmolinn minn kom inn á heimilið.... enda Mac miklu betri og miklu fallegri)
Hin afsökunin er að forritið sem boðið er uppá á Barnalandi styður ekki Mac, svo þessi einfalda aðgerð að setja inn myndir er orðin rosalega tímafrek og erfið. En sýnið biðlund, þetta mun koma allt með kalda vatninu.....

Annars er lítið að frétta, lífið silast áfram í skammdeginu og frostinu. Ég er að fara aða huga að skólaumsóknum hvað á hverju, þ.e. að útbúa nýja möppu fyrir næstu umsóknir. Það er bara hægara sagt en gert að koma sér af stað í svona verkefni á þessum árstíma. Eftir fullan vinnudag tekur Dögun við, innkaup, snúningar og kvöldmatur. Svo er að baða skvísuna, bursta tennur, lesa bók og koma henni í háttinn. Á meðan er hitt okkar að taka til eftir matinn, vaska upp og hugsanlega setja í þvotavél. Þegar augnlokin á dótturinni detta loks í hvíldarstöðu er klukkan nær undantekningarlaust að verða 9:30-10:00 og orkan sem eftir er fer í að horfa með öðru auganu á 10 fréttirnar, rétt til að ná því hver var sprengdur upp hvar í dag og hvort FL group sér á uppleið eða niðurleið. Það að fara svo að verða skapandi og hugmyndarík eftir þetta vex mér agarlega í augum. Ég skil ekki hvernig fólk með fleira en eitt barn fer að, but I just blame it on the darkness!

Við Óðinn fórum í leikhús á laugardagskvöldið. Hafnarfjarðarleikhúsið kom með leikrit David Harrower "Svartur fugl" sem sett var upp í Sláturhúsinu okkar góða. Sérdeilis fín sýning og sló mann pínu utan undir. Leikararnir, Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir voru að mestu leiti bara tvö á miðju gólfinu, auk pínulítils auka hlutverks sem 12 ára stelpa lék rétt í lok sýninarinnar. Leikritið fjallar um Ray sem átti í sambandi við Unu þegar hún var tólf ára gömul. Þau hittast nú fimmtán árum síðar og uppgjör fer fram. Sterk sýning og áhrifamikil. Maður skiptist á að fyllast viðbjóði, tárast, finna til, hlægja að vissum setningum, sýna aðstæðunum skilning, dæma hart og æla.
Mér fannst leikararnir skila þessi mjög vel þó byrjunin hafi verði nokkuð stirð þá skildi maður það í lokin, kannski átti hún einmitt að vera stirð til að byrja með. Mæli alla vega með sýningunni fyrir þá sem hafa tök á að sjá hana.

Eftir sýninguna kíktum við út með góðum vinum það sem prinsessa Dögun var í gistinu hjá ömmu og afa.
Læt í lokin fylgja nokkrar myndir af leikskólanum hjá Dögun:

Málarinn mikli að verki


Snemma byrjar það maður. Góðir vinir á leikskólannum.


Hér fer ekki á milli mála hver er mamman.

5 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir jólakortið! Var bara að fá það í hendurnar í dag þar sem ég kom ekkert austur um jólin. En ég biðst afsökunar á jólakortaleysi frá mínum bæ þessi jólin. Því verður reddað næstu jól ;)
Gleðilegt ár annars og takk fyrir gömlu! :)

Anonymous said...

Guð hvað ég öfunda þig steinrún mín að geta farið að horfa á sjónvarpið þegar einkadóttirin er farin í rúmið.. þá þarf ég að taka upp skólabækur og fara að læra... ég hugsa að ég taki mér kvöldið í kvöld í kæruleysi og horfi á 10 fréttirnar =)

Steinrún Ótta said...

jamm, en þú verður líka búin með skólann Guðbjörg mín þegar ég loksins byrja, ég á þetta allt eftir... ;o)

Anonymous said...

já sem betur fer klárast þetta e-n tíman.. ég ráðlegg þér bara að vera ekki með lítið barn þegar þú ferð í skólann.. það gerir málin töluvert flóknari..

Anonymous said...

hmmm, að segja að barnaland stiðji ekki mac er vond afsökun ;)

annars er bara að senda pabb út í sveit yfir helgi með dýrið og nota tímann til að koma í burtu þessum möppum. svo þartu ekki aðhafa áhyggjur af þessu í marga marga mánuði..