Thursday, January 17, 2008

Góð umræða

Ég er ánægð með umræðuna um Fjórðungssjúkrahús Austurlands á Norðfirði. Ekki veitir af breytingum hvort sem það verður á kynningu sjúkrahússins, betri samgöngu-möguleikum eða þá að tilfærslu á sjúkrahúsinu sjálfu (sem er hæpið).
En á kortinu hér til hliðar sést hin fáránlega staðsetning Fjórðungssjúkrahússins (og n.b. að þessi rauði vegur milli Egilsstaða og Neskaupsstaðar er ekki fær, heldur verður að fara fyrst gegnum Reyðarfjörð, Eskifjörð og Oddsskarðsgöng áður en á Norðfjörð er komið)





Alla vega er þetta þörf umræða fyrir samfélagið á austurlandi.

Umræða á Rúv 15. jan 2008

Blogg forsetja bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð

Bréf frá starfsmönnum FSN


Sjálf er ég búin að skrifa svo mikið um þetta á e-mail milli vinkvennanna að ég nenni ekki að tjá mig frekar um þetta hér.

3 comments:

Anonymous said...

Þar sem að ég hef ekki verið að fylgjast með þessari umræðu (alveg glataður austfirðingur) þá veit ég ekki alveg um hvað hún snýst.. en ég segi allavega að sjúkrahús á austurlandi er mjög þarft.. er það ekki ennþá þannig að ekki er hægt að fæða nema á Akureyri??

Allavega fannst mér alveg fráleitt að konur á Austurlandi þurftu að keyra í rúma 3 tíma til að geta átt barn... Hefði reyndar verið betra að keyra í 2 tíma á Höfn.. spáðu í því á meðan ekki var hægt ða eiga barn á öllu austurlandi var hægt að eignast barn á Höfn í Hornafirði :S

Steinrún Ótta said...

Nei það er alveg hægt að eiga á Norðfirði, en það er ekki alltaf til staðar sá mannskapur sem þarf til ef eitthvað ber útaf, eða það koma upp neyðartilvik. Þá þarf að senda með sjúkraflugi suður. En þar sem lendingarskilyrði eru oft mjög slæm á Norðfirði, þarf stundum að keyra með sjúkling upp í Egilsstaði (og ef eitthvað er að veðri getur það tekið meira en klukkutíma) og fara með flugi héðan.
Hugsum okkur Seyðfirðinga og Borgfirðinga sem þurfa að keyra fyrst upp í Egilsstaði og svo niður á Norðfjörð, það tekur 2 tíma fyrir t.d. Borgfirðinga. Svo kemur eitthvað uppá og þá þarf að keyra aftur uppeftir og sjúkarflug suður. Það eru aðrir 2 tímar + tími sem fer í vangaveltur og bið.
Sem sagt rúmir 4 tímar í súginn vegna slæmrar staðsetningar og erfiðra flugskilyrða.
Egilsstaðir eru miklu lógískari staðsetning sem landfræðileg miðja austurlands og með góðan flugvöll við hliðina. Veðurskilyrði yfirleitt betri hér en á fjörðun um. Ekki það að ég hafi á móti því að Fjarðarbúar hafi FSA, þetta snýst ekki um það heldur staðsetningu og aðstöðuna sem ætti aðvera til staðar ALLTAF.
Svo get ég tekið aðra aríu um hvað það er hræðilega sorglegt að sjúkraflugvél skuli ekki vera staðsett hér á Austurlandi.

Anonymous said...

Já þetta er svakalegt maður.. þetta er orðið svo stórt samfélag að það ætti bara að vera sjúkrahús með ALLRI þjónustu á staðnum... logígasta staðsetningin er auðvita á Egilsstöðum.. Ég man að mér fannst ekki mjög þægilegt að keyra niður á Norðfjörð þegar ég var með hríðar í blindbil og snjó.. ég þurfti ekki að fara strax þangað strangt til tekið, en ef ég hefði ekki gert það hefði ég sennilega orðið veðurteppt og þurft að eiga í bílnum föst e-s staðar á milli Egilsstaða og Neskaupsstaðar..
Ég minnist þess að það hafi verið sagt við mig að nú væri búið að loka fæðingardeildinni niðurfrá og ég átti ekki til orð..

Þetta með sjúkraflugið er náttúrulega mjög mikill skandall.
Vonandi verður bætt úr þessu sem fyrst!