Mig dreymdi nafn á tölvuna mína í nótt, ég þurfti að melta það í dag en held að ég láti slag standa.
Hún heitir hér með:
1) Henrietta passaði bara svo vel við hana.
2) Guggenheim því hún er það flott að hún ætti heima á Guggenheim safninu í New York og einnig vísar það til Gugga bróður sem upphaflega setti mig inn í heim Mac (Gugga heiminn) og var iðinn um jólin við að kenna litlu systur á tölvuna.
3) Gorm því hún kom jú í hendur mínar á svipuðum mínútum og Gormur (Úlfur Stefán) kom í heiminn þann 28. nóv.'07. Von fyrir framan því það er svo tignarlegt.
Eitthvað segir mér að við Henrietta eigum eftir að bralla margt saman og hafa það gott!
Hún heitir hér með:
1) Henrietta passaði bara svo vel við hana.
2) Guggenheim því hún er það flott að hún ætti heima á Guggenheim safninu í New York og einnig vísar það til Gugga bróður sem upphaflega setti mig inn í heim Mac (Gugga heiminn) og var iðinn um jólin við að kenna litlu systur á tölvuna.
3) Gorm því hún kom jú í hendur mínar á svipuðum mínútum og Gormur (Úlfur Stefán) kom í heiminn þann 28. nóv.'07. Von fyrir framan því það er svo tignarlegt.
Eitthvað segir mér að við Henrietta eigum eftir að bralla margt saman og hafa það gott!
5 comments:
Mjög fínt nafn. En annare er Von meira svona viðliður í ættarnafni þannig að Henríetta Guggenheim von Gorm??
Ég sem var meira að huxa um til dæmis Snædís Mjöll eða Diljá Dís....
Guggi:
Oh, man. Áttaði mig ekki á þessu með "von" en ég skal breyta því. Mér fannst það bara svo virðulegt en kann svo sem ekkert að nota það,ég man bara eftir frægum sögupersónum sem voru með "von" í nafninu.
Svo:
"Henrietta Guggenheim von Gorm"
Stína: já einmitt, það hefði ég valið næst á eftir þessu ;o)
Guggi, búin að laga!
Flottasta nafnið í öllum heiminum og mjög táknrænt ;)
Linda
Post a Comment