Tuesday, January 8, 2008

Farinn "heim".


Ef maður á nú ekki eftir að sakna Úlfsins þá veit ég ekki hvað. Þessi elska flaug aftur til Köben aðfaranótt mánudags með foreldrunum. Ég er strax farin að sakna þess að geta ekki knúsað þennan fríðleiks-pilt og nusað af honum svona rétt til að fá fiðring í stokkana. Eins gott að Princess Consuela standi sig í stykkinu við að hlaða inn myndum á heimasíðuna hjá drengnum, annars mun þetta verða erfiður aðskilnaður fyrir frænkuna......og fleiri grunar mig ;o)
Dögun upplifir sig sem MJÖG stóra frænku og það er óspart notað á móti líka, því eins og allir vita nota stórar frænkur ekki bleyjur, bara litlir frændar. Stórar frænkur sofa líka alla nóttina í sínu rúmi, eru duglegar að bursta tennurnar, klæða sig, labba sjálfar, borða matinn sinn o.s.fr...
Já, það er mikið ábyrgðar hlutverk að vera 2 og 1/2 árs stóra-frænka.

6 comments:

Anonymous said...

Ég þarf að fara að koma mér upp svona litlum frænda handa Karen Rós =)
Hún er reyndar búin að fatta að það er ógeðslegt að vera með bleiju.. hehe.. segir alltaf við mig að litlu börnin á leikskólanum pissi í bleiu og segir svo OJJJJ á eftir og grettir sig =)
Þetta með sitt rúm alla nóttina væri samt fínt..

Anonymous said...

jám... komin í kotið. það er mikið ábyrgðarverk að vera stóra frænka. ég er viss um að úlfur á eftir að taka hana sér til mikillar fyrirmyndar ;)

Anonymous said...

Já þau eru dúllur, stóra frænkan og litli frændinn :)

Anonymous said...

Já, stóra frænkan er aldeilis ábúðarfull í ábyrgðarhlutverkinu! Dugleg stelpa.
kv. mamma/amma gulrót

Anonymous said...

Blessuð Steinrún og gleðilegt nýtt ár! Það er nú hálfgert svindl að Úlfurinn skuli vera svona langt í burtu frá okkur öllum, en ef það er ekki góð ástæða til að skella sér til Köben við gott tækifæri þá veit ég ekki hvað! :) Biðjum að heilsa í bæinn, Tinna og Siggi.

Steinrún Ótta said...

Klárlega verður skroppið út til að faðma Úlfinn og fá að koma aðeins meira að uppeldinu á honum. Ég treysti á að þið skreppið líka svo drengurinn haldi ekki að hann sé frænku- og frænda-laus þarna í Bauna landinu! ;o)