Þessi yndislega litla snót heitir Faith Lamwaka og býr í flóttamannabúðum í Úganda ásamt foreldrum sínum, 5 ára systur og 3 ára fóstur-bróður. Sjálf er hún rétt 2 og 1/2 árs gömul en komin í skóla/leikskóla.
Við fjölskyldan á Lagarásnum tókum að okkur að vera styrktar-fjölskyldan hennar hjá ABC barnahjálpinni í dag. Fyrir smá upphæð á mánuði er hægt að veita þessari litlu stúlku eina máltíð á dag, læknishjálp og skólavist. Sem sagt umbreyta lífi hennar fyrir smá fórnir. Svo má senda henni pakka með leikföngum, fatnaði, skólavörum o.fl. ef vill.
ABC barnahjálpin á Íslandi var í dag að fá sendar umsóknir frá 500 úgönskum börnum á öllum aldri sem þurfa á styrktarforeldrum að halda. Einnig er fullt af börnum frá Kenýa, Indlandi, Pakistan, Filipseyjum og Kambódíu sem búa annað hvort á barnaheimilum eða við afar slæmar aðstæður með fjölskyldum sínum og sjá ekki fram á sældarlíf í framtíðinni nema með utanaðkomandi aðstoð.
Meira um þetta má finna á síðunni hjá ABC og hér má sjá starf ABC í Rackoko ásamt myndum af aðstæðum þaðan, en þarna býr hún Faith okkar ásamt fjölskyldu sinni við vondar aðstæður. Þau búa í litlum moldarkofa og segir í skýrslu hennar að allt að 10 manns geti þurft að búa saman í hverjum kofa. Sjúkdómar herja á fólkið vegna lítils drykkjarvatns og matarskorts en fólkið er mótstöðulítið gagnvart sjúkdómum vegna næringarskorts. Malaría er mjög útbreydd og HIV/AIDS greinist í meira mæli vegna mikillar misnotkunar á unglingum og konum.
Á kortinu hér fyrir ofan má sjá lítið kort af Afríku (þar sem afstaða Úganda sést) og stærra kort af Úganda. Græni punkturinn sýnir hvar Rackoko flóttamannabúðirnar eru svona u.þ.b.
Mér líður eins og ég hafi fengið nýtt barn í fjölskylduna þegar ég fékk grunn-umsókn þessarar litlu stúlku í hendurnar. Þetta áramótaheit var ekki hægt að svíkja!
Wednesday, January 30, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
til hamingju. þetta er frábært framtak og til eftirbreittni.
glæsó!
átti sama heit nema það var þegar ég byrjaði að vinna... 7 mánuðum eftir að ég byrjaði að vinna dreif ég í þessu og sé ekki eftir því :)
Frábært! Flott hjá ykkur.
Frábært! ánægð með ykkur. við erum öll alltaf að tala um að taka þátt í þessu og hinu en gerum aldrei neitt í því ........sannarlega til eftirbreytni !
Til hamingju. Þið eigið heiður skilið og við hin ættum auðvitað að hugsa okkar gang.
kveðja,
mamma
Falleg er hún, litla Faith.
Þetta er gott framtak hjá ykkur:)
Post a Comment