Wednesday, January 2, 2008

Hversdagsleikinn tekinn við aftur.

Ég er ekki frá því að þrátt fyrir króníska þreytu eftir jólahaldið hafi bara verið notalegt að koma í vinnuna aftur í morgun. Tölvupósturinn hefur hrannast upp yfir hátíðarnar og ég er enn að reyna að komast í gegnum bunkann.

Framundan er "Spilakvöldið mikla" sem var orðin árleg venja hjá okkur Gyðu, Lindu, Gugga, Einari, Evu og Elsu Guðnýju. Eftir því sem árin liðu bættust svo makar og yngri systkini með í hópinn að ógleymdri ástkærri Erlu Dóru. Á spilakvöldum er malti, appelsíni og smákökum troðið í sig í óhófi á milli þess sem spilin taka hvert við af öðru. Bæði í fyrra og árið þar á undan unnum við Eva með mikilli forystu í Partý og Co..........spurning hvort við höldum titlinum þriðja árið í röð eða hvort Patrý-spilið detti út fyri nýja "Leir-spilið". Ég get alla vega lofað ykkur að ég skít-tapa alltaf í Trivial Pursuit..........nema gömlu ljósbláu útgáfunni síðan 87 eða eitthvað. Þar var ég orðin ansi góð í spurningunum enda svörin yfirleitt Juran Juran, Sylverster Stalone eða Ásgeir Sigurvinsson. En þetta kemur allt í ljós í kvöld.

7 comments:

Anonymous said...

Já, allt tekur enda. Svona er lífið ekki gott að alltaf væru jólin!
Kv. mamma

Anonymous said...

Verð með ykkur í anda og lofa að hjálpa þér í Trivial ;)
Veit að okkar verður sárt sakkkknað en reynið samt að skemmta ykkur ;))
Linda

Steinrún Ótta said...

Takk Linda mín, ekki veitir af! Þið sleppið ekki næsta ár eins gott að það verði "Klaka-jól" hjá ykkur næst!

Steinrún Ótta said...

Komum, sáum og sigruðum Partý og Co............við skulum ekkert vera að tala um Trivial.....nema það að við héldum lengi vel í við sigurliðið.......bara ekki nógu lengi.

Unknown said...

heheh, you bet your ass we won :)

Anonymous said...

Kíki hingað oft en er alveg vonlaus í kvittinu. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir gamla árið!
Kveðja, Inga J.

Anonymous said...

Bíddu hvar ert þú alltaf á msn?? Frí í vinnunni?