Til hamingju elsku fólk! Vonum að systrum og foreldrum heilsist vel eftir atganginn.
Ég er mjög ánægð með sjálfa mig núna, í tvö skipti í röð hef ég giskað á rétt kyn bumbubúanna, svo er spurning með það síðasta á þessu ári, hana Birtu sem ég tel vera verðandi systur Bjarts. En það væri svo sem nógu tíbíst að loksins þegar ég held að ég hafi náð þeirri náðargáfu að segja til um kyn barna (ekki að það skipti máli, meira til gamans gert) að ég klikki á því og Birtan verði með typpi. En það kemur nú allt í ljós og ekki seinna en 27. des. þegar hún Birta litla er skráð í heiminn. Eða réttara sagt þegar reminderinn á símanum hennar Ísoldar pípir og segir henni að skutlast upp á deild....
Annars er lítið að frétta. Ég er í stressi yfir að ná ekki að gera NEITT fyrir jólin. Ég er að vinna alveg fram að jólum, allan daginn og þegar heim kemur tekur einkadóttirin við. Svo þegar hún er sofnuð um 21:00 er orkan alveg búin. Ég er þó búin að afreka að hanna og prenta jólakort ársins.....og tel mig bara nokkuð góða með það. Svo á hins vegar eftir að kaupa umslög, skrifa og koma þeim í póst......það er spurning hvernig það endar. Svo munu jólamyndirnar af Dögun að sjálfsögðu birtast á síðunni hennar um 24 des. eða þegar öll kort eru komin í póst.
Ég er samt ánægð með okkur mömmu í ár, pakkinn til Ítalíu fór bara einum degi of seint í póst þetta árið, ég held að það sé met! Óðinn er búinn að sérpanta jólarauðvínið svo það er í höfn, enda er það eitt það mikilvægasta sem þarf að gera að hans mati. ;o)
En annað sem er búið:
- Aðventukrans - check
- Aðventuljós í glugga - check
- jólaseríur í stofu - check
Dagrún er reyndar komin í hús og ég treysti að hún bjargi málunum með okkur, hún er svo myndarleg í öllu svona.....ha, Dagrún??? ;o) Dögun er afskaplega glöð að fá Systu sína og á sennilega eftir að snúa henni í kringum sig að vanda!
Jæja, jólin hljóta að koma þrátt fyrir skít, stress og smákökur úr bónus. Enda er von á elskulegum stóra bróður mínum, spúsu hans og afkvæmi aðfaranótt 19. des. hvað biður maður um meira? Enda Gormur frændi minn einn sá myndarlegasti sem vitað er um og örugglega einn sá skemmtilegasti líka.
Bara spurning að setja upp jólagleraugun og sjá allt í nýju ljósi!
6 comments:
Góð þessi jólagleraugu. Hvar fást þau? Veitir ekki af að sjá allt í rósrauðum bjarma núna í rokinu og skammdeginu.
Stína
jamm, þau ættu að hjálpa þessi. Verðum að leita þau uppi....þú gætir þrætt Laugarveginn í góða verðinu! ;o)
Já við Bergþóra Edda skellum okkur í göngu, vagninn hennar getur ekki fokið burt meðan ég held í hann, orðin asskoti gott akkeri sjálf. Verst að þurfa að sleppa þegar ég skrepp inn í búðir.
Stína
hér er verið að undirbúa brottför, svona hægt og bítandi. klára vinnu og skólaverkefni. enn eru einhverjar gjafir eftir en það verður að koma í ljós hvort að þær nást eður ei. einnig er búið að slaufa jólakortunum þetta árið, kannski verða nýárskort-hver veit?
Ef þú hefðir ælt því út úr þér fyrr hefði ég getað skellt ykkar nöfnum með á okkar kort áður en ég prentaði...he, he! Það hefði nú verið fyndið að senda jólakort með mynd af systur-dótturinni, nýbúin að koma með kríli sjálf!
Oh, well. Ég sætti mig við jólakortalaus jól ef ég fæ Gorminn minn ("the real copy" )í umslagi í staðinn.
Hlakka til að sjá ykkur.
Svona, svona, bara ætla sér minna...það er svo gaman saman...
mamma
Post a Comment