Prinsessan á heimilinu er afar ánægð með herbergið sitt, enda má hún vera það eftir allt dúllið. Móðirin hefði þó kosið aðeins annan brag á "lookið" en þegar kemur að prinsessum yfirleitt, fá mæðurnar nú ekki að ráða miklu.
Við fengum að mála vegginn dökkbleikan sem var svo eiginlega rauður og hugmyndin var að mála hvítar trjágreinar á með fljúgandi fiðrildum. Vegna tímaleysis endaði þetta svona.
Prinsessan í "hásætinu"
Rómó stemning á kvöldin
nóg pláss
Gulla-hillan hennar Dögunar
Kjólahornið með svefnsófa fyrir vini og vinkonur.
Gamlan dúkkuvagn má finna inn á milli bleiks dóts og forláta spiladós frá DK sem Sól lánaði Dögun í herbergið. Enda verður Sólin herbergisfélagi systur sinnar innan skamms.
Svo var fiðrildunum skellt á vegginn - mamman vildi helst sleppa þeim en Dögun tók það ekki í mál.
Þeim var því troðið hér og þar á vegginn.
Hver veit nema aðrir partar nýja hússins birtist síðar. En þetta er gott í bili. Vona að engir hafi óverdósað af bleiku prinsessudóti.
Yfir og út!