Thursday, August 13, 2009

Prinsessuherbergi Dögunar

Prinsessan á heimilinu er afar ánægð með herbergið sitt, enda má hún vera það eftir allt dúllið. Móðirin hefði þó kosið aðeins annan brag á "lookið" en þegar kemur að prinsessum yfirleitt, fá mæðurnar nú ekki að ráða miklu.
Við fengum að mála vegginn dökkbleikan sem var svo eiginlega rauður og hugmyndin var að mála hvítar trjágreinar á með fljúgandi fiðrildum. Vegna tímaleysis endaði þetta svona.
Prinsessan í "hásætinu"
Rómó stemning á kvöldin
nóg pláss
Gulla-hillan hennar Dögunar
Kjólahornið með svefnsófa fyrir vini og vinkonur.
Gamlan dúkkuvagn má finna inn á milli bleiks dóts og forláta spiladós frá DK sem Sól lánaði Dögun í herbergið. Enda verður Sólin herbergisfélagi systur sinnar innan skamms.
Svo var fiðrildunum skellt á vegginn - mamman vildi helst sleppa þeim en Dögun tók það ekki í mál.
Þeim var því troðið hér og þar á vegginn.
Hver veit nema aðrir partar nýja hússins birtist síðar. En þetta er gott í bili. Vona að engir hafi óverdósað af bleiku prinsessudóti.
Yfir og út!

Thursday, July 30, 2009

Systurnar hafa oft á tíðum þótt bæði líka og ólíkar.
Hér eru myndir af þeim á sama aldri og þekki maður ekki þeim mun betur til þá er auðvelt að ruglast á þeim....... og þó.... Sól er eins og snýtt út úr karli föður sínum, við vonum bar að það eldist af henni greyinu.








Wednesday, July 29, 2009

Síðustu dagar hafa verið vægast sagt leiðinlegir hvað veður varðar. Ég er farin að spyrja mig að því hvaða austfirðingur hafi skitið svona ærlega í buxurnar í óþökk veðurguðanna. Þetta er auðvitað ekkert eðlilegt sumar!

En ef ekki væri fyrir yndisleg börn og frábært fólk hefðu þessir dagar liðið enn hægar.


Sól til í rigningarsuddann á Austurlandinu


Dögun gelgja að pósa


...og finnst það rosa gaman.


Svona getur maður látið fara vel um sig fyrir Bræðslutónleika á Borgarfirði eystri. Þrátt fyrir vind og pínu svala reddaðist þetta allt.


Fyrir utan Bræðsluna. Þorvaldur D. að klípa Sól sem fannst þetta undarlegar aðfarir frænda síns, en þorði þó ekki að mótmæla.

Systur á leið á tónleika


Palli flottastur að vanda - léleg mynd en þið náið stemningunni.


Fjölskylduvænir tónleikar með afbrigðum.


Í kulda og sudda er um að gera að sjóða börnin bara í potti ættingjanna. Jónína tók frænkur sínar Dögun og Bergþóru Eddu í pæjuferð sem endaði í heitapottinum. Sól fék líka að vera með.

Pæjur í potti.


Sól kát í leikgrindinni - það er mjög töff þessa dagana að gera svona ógeðisface.

Samt er hún nú bara svona sæt.

Monday, July 20, 2009

Helgin

Áttum góða daga í sveitinni bæði á þriðjudaginn og svo um helgina. Fórum á laugardegi eftir hádegið og komum heim um kvöldmatarleitið á sunnudegi.

Dögun var alsæl með að leika við frændsystkini sín úti og inni, sérstaklega Bergþóru Eddu og þær voru ótrúlega góðar saman og fáir ef nokkrir árekstrar.

Auðvitað var grillað með tilheyrandi veigum og fengu allir 15 einstaklingarir sem gistu í sveitini vel í bambann. Ekki lítill hópur í einu húsi, en nóg pláss samt.

Erla var búin að taka borðstofusettið í sveitinni í gegn síðustu helgi og pússa það allt upp - borð og 8 stóla takk fyrir pent - og hvítta það. Verkefni helgarinnar var svo að sníða svamp á seturnar og yfirdekkja með hreindýraleðri. Þetta tókst ótrúlega vel, þó það hafi kostað aukaferð í Egilsstaði til að ná í saumavél og heftibyssu, og útkoman varð algjörlega nýtt borðstofusett með Icelandic design sessum þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Karlmennirnir veiddu hreindýrin, skinninn voru sett í sútun, konurnar afsöluðu sér þorrablótsdressunum til að búa til sessur, sessurnar voru hannaðar, saumaðar, strekktar og festar á. Svo var vöfflukaffi til að fagna í lokin!
Árni Daníel hress
Nóg að gera með 4 stk. 4 ára og yngri
Gott að eiga strætó
Dögun listamaður
Fallegt í sveitinni þrátt fyrir drungalegt veður
Hér er svo helgin komin og fleiri mættir

Sól superman

Sæta frænkur!

Flotta borðstofusettið - því miður ekki til "fyrir" mynd. En það er úr furu svo það var miklu dekkra og með vínrauðu tauáklæði.

Nú bíður þetta bara eftir öllum stóru veislunum sem haldnar verða á Hreimsstöðum!

Friday, July 17, 2009

Já SÆLL


Fyrsti vinnudagurinn í dag eftir fæðingarorlof. Er enn hálf rugluð og tölvan mín í vinnunni ekki á staðnum svo ég hef lítið annað að gera en að blogga og fá mér kaffi.


En svona án gríns er ALDREI dauð stund til að blogga heima með 2 prinsessur og 1 ektamann í sumarfríi. Stelpurnar þurfa sína umönnun og athygli 24 tíma sólarhringsins og ektamaðurinn líka svo sem, en aðalega er hann að lesa fréttir og tölvupóst í tölvunni MINNI þegar ég á nokkrar auka mínútur til stefnu.


En nú verður vonandi bót á máli fyrst ég er komin í vinnuna og fæ smá frið í kaffipásum til að blogga.

Monday, May 18, 2009

Ráðagóð húsmóðir

Í tæp 4 ár er mig búið að dreyma um að eignast ákveðna kerru. En þar sem ég fékk að gjöf dýrindis barnavagn frá foreldrunum þegar Dögun fæddist hafði ég enga afsökun til að sérpanta kerru erlendis frá.

Síðasta vor sá ég svo að Snúðar og Snældur voru orðnir umboðsaðilar fyrir draumakerruna mína.
Ég var ekki lengi að sannfæra Stínu fínu svilkonu um ágæti kerrunnar og hún splæsti í eina undir krílin sín.
Eftir að Sól fæddist hélt ég áfram að nota vagninn góða - enda um ævieign að ræða þegar Emmaljunga er annars vegar. En mig dreymdi þó áfram um kerruna fínu. Þarna á milli var Kristín vinkona að vandræðast með kerru undir sína stráka og ég benti henni að sjálfsögðu á hvar hægt væri að fá draumakerruna. Hún lét fallast og var hæst ánægð.

Nú var ég orðin frekar óþreyjufull og kerran veik ekki úr huga mér.

Við keyrum um á litlum bíl sem er er góður að mörgu leiti en ókosturinn er að Emmaljunga vagninn kemst ekki fyrir nema að hertaka framsætið og að Óðinn labbi (ekki labba ég alla vega). Þetta er auðvitað frekar þreytandi þegar þarf að skutlast á milli staða með vagninn. Þarna byrjaði að glitta í vonina..... hvernig væri að minnka vagninn niður í kerru???
En vagninn einn og sér dugði ekki alveg.... því tók ég á það ráð að selja undan aumingja Sól: vagninn, minni kerru,burðarrúm, bílstól og base til að hala inn fyrir einni skitinni draumakerru. En viti menn, það tókst að lokum.

Nú eigum við því hárauða Phil & Teds kerru undir Dögun og Sól - mér (aðalega) til mikillar gleði. Við erum samt öll hæst ánægð með þetta enn sem komið er því hún tekur lítið pláss og kemst í skottið á bílnum og var n.b. ódýrari en nýr bíll. Emmaljunga verður samt sárt saknað og til að missa hann ekki alveg úr augsýn kom ég honum fyrir í góðum höndum.




En nú er bara að vona að kerruskömmin standi undir öllum þeim væntingum sem ég hef!

Monday, May 4, 2009

6 mánaða

Í dag er sólskins Sólin okkar 6 mánaða - ósköp hvað tíminn líður hratt.


Til hamingju með daginn litla mús.