Monday, July 20, 2009

Helgin

Áttum góða daga í sveitinni bæði á þriðjudaginn og svo um helgina. Fórum á laugardegi eftir hádegið og komum heim um kvöldmatarleitið á sunnudegi.

Dögun var alsæl með að leika við frændsystkini sín úti og inni, sérstaklega Bergþóru Eddu og þær voru ótrúlega góðar saman og fáir ef nokkrir árekstrar.

Auðvitað var grillað með tilheyrandi veigum og fengu allir 15 einstaklingarir sem gistu í sveitini vel í bambann. Ekki lítill hópur í einu húsi, en nóg pláss samt.

Erla var búin að taka borðstofusettið í sveitinni í gegn síðustu helgi og pússa það allt upp - borð og 8 stóla takk fyrir pent - og hvítta það. Verkefni helgarinnar var svo að sníða svamp á seturnar og yfirdekkja með hreindýraleðri. Þetta tókst ótrúlega vel, þó það hafi kostað aukaferð í Egilsstaði til að ná í saumavél og heftibyssu, og útkoman varð algjörlega nýtt borðstofusett með Icelandic design sessum þar sem allir lögðu sitt af mörkum. Karlmennirnir veiddu hreindýrin, skinninn voru sett í sútun, konurnar afsöluðu sér þorrablótsdressunum til að búa til sessur, sessurnar voru hannaðar, saumaðar, strekktar og festar á. Svo var vöfflukaffi til að fagna í lokin!
Árni Daníel hress
Nóg að gera með 4 stk. 4 ára og yngri
Gott að eiga strætó
Dögun listamaður
Fallegt í sveitinni þrátt fyrir drungalegt veður
Hér er svo helgin komin og fleiri mættir

Sól superman

Sæta frænkur!

Flotta borðstofusettið - því miður ekki til "fyrir" mynd. En það er úr furu svo það var miklu dekkra og með vínrauðu tauáklæði.

Nú bíður þetta bara eftir öllum stóru veislunum sem haldnar verða á Hreimsstöðum!

1 comment:

Anonymous said...

Sorrý frænka! Er bara netlaus í nýju íbúðinni... En takk fyrir bloggið, falleg börn, flott húsgögn. =)