Thursday, August 13, 2009

Prinsessuherbergi Dögunar

Prinsessan á heimilinu er afar ánægð með herbergið sitt, enda má hún vera það eftir allt dúllið. Móðirin hefði þó kosið aðeins annan brag á "lookið" en þegar kemur að prinsessum yfirleitt, fá mæðurnar nú ekki að ráða miklu.
Við fengum að mála vegginn dökkbleikan sem var svo eiginlega rauður og hugmyndin var að mála hvítar trjágreinar á með fljúgandi fiðrildum. Vegna tímaleysis endaði þetta svona.
Prinsessan í "hásætinu"
Rómó stemning á kvöldin
nóg pláss
Gulla-hillan hennar Dögunar
Kjólahornið með svefnsófa fyrir vini og vinkonur.
Gamlan dúkkuvagn má finna inn á milli bleiks dóts og forláta spiladós frá DK sem Sól lánaði Dögun í herbergið. Enda verður Sólin herbergisfélagi systur sinnar innan skamms.
Svo var fiðrildunum skellt á vegginn - mamman vildi helst sleppa þeim en Dögun tók það ekki í mál.
Þeim var því troðið hér og þar á vegginn.
Hver veit nema aðrir partar nýja hússins birtist síðar. En þetta er gott í bili. Vona að engir hafi óverdósað af bleiku prinsessudóti.
Yfir og út!

8 comments:

Anonymous said...

Rosafínt herbergi.
Svala

Anonymous said...

Bleikt, blómlegt og fallegt.
Kveðja
Stína

Anonymous said...

Ekkert smá fínt herbergi... mig grunar að þetta stefni í sömu átt á okkar heimili eftir ekki svo langan tíma :)
Kveðjur
Joðin

Anonymous said...

Var að frétta að þið væruð flutt - á besta stað í bænum bara : ) Til hamingju með nýja slotið!
Kv.
Agnes

Anonymous said...

Jiii fegurðin!
Ekki er ég nú fyrir bleik prinsessuþema en þetta þykir mér svakalega vel lukkað. Enda fá jafn flink í barnaherbergisdúllerí og þið skvísur!

Eygló

Anonymous said...

Aldeilis fínt prinsessuherbergi, sæmir sko hvaða prinsessu sem er. Til hamingju með árangurinn og ja framtakssemina.

Kveðja, Alma.

Guðbjörg said...

Æðislegt herbergi, svo stórt og fínt!
Þegar ég innrétta næst herbergi handa Karen Rós, þ.e. þegar við verðum fluttar íbúð þar sem hún getur verið í herbergi en ekki í geymslu þá ætla ég að fá þig í lið með mér ;)

HeLP said...

Þú ert nú meiri snillinn Steinrún! Prinsessan er öfundsverð að þessu herbergi, það verð ég að segja